Margir voru á því að Giggs hafi verið besti maður vallarins þótt að Robin Van Persie hafi skorað öll þrjú mörk liðsins í leiknum.
Ryan Giggs er fæddur 29.nóvember 1973 og var því 40 ára, 3 mánaða og 19 daga í leiknum í gær. Hann var að sjálfsögðu langelsti leikmaðurinn á vellinum en BBC tók saman hversu gamlir liðsfélagar hans voru þegar Giggs spilaði sinn fyrsta leik með United árið 1991.
Aldur leikmanna Manchester United þegar Giggs lék sinn fyrsta leik með Manchester United:
David de Gea - markvörður (3 mánaða)
Patrice Evra - vinstri bakvörður (9 ára, 2 mánaða)
Rio Ferdinand - miðvörður (12 ára, 4 mánaða)
Phil Jones - miðvörður (ekki fæddur)
Rafael - hægri bakvörður (8 mánaða)
Danny Welbeck- vinstri vængur (3 mánaða)
Ryan Giggs - miðjumaður
Michael Carrick - miðjumaður (9 ára, 8 mánaða)
Antonio Valencia - hægri vængur (5 ára, 7 mánaða)
Wayne Rooney - framherji (5 ára, 4 mánaða)
Robin van Persie - framherji (7 ára, 7 mánaða)
