100.000 BMW rafmagnsbílar árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2014 09:25 Þýski bílaframleiðandinn BMW er nýbyrjaður að smíða rafmagnsbíla og er nú að hefja sölu á tveimur gerðum, BMW i3 og BMW i8. Mikil eftirspurn er eftir báðum bílunum og talsverð bjartsýni ríkir hjá BMW vegna smíði rafmagnsbíla. Svo mikil er hún reyndar að fyrirtækið hyggst smíða 100.000 rafmagnsbíla árið 2020. Til að setja þetta í eitthvert samhengi þá verða framleiddir 2 milljónir BMW bíla á þessu ári, svo rafmagnsbílar gætu numið 5% af heildarframleiðslunni við enda áratugarins. Hundrað þúsund rafmagnsbílar hljómar kannski mikið en þó ekki í samanburði við áætlanir Tesla, sem ætlar að framleiða 500.000 rafgmagnsbíla árið 2020. Mikill þrýstingur er frá yfirvöldum og Evrópusambandinu til bílaframleiðenda að minnka útblástur bíla sinna og litar það mjög áætlanir þeirra. BMW segir að fyrirtækinu sé raunverulega ekki annað fært en að framleiða þetta magn svo að það geti uppfyllt þessar ströngu kröfur. Viðleitni BMW til framleiðslu lítið eða ekkert mengandi bíla hefur ekki einskorðast við framleiðslu rafmagnsbíla heldur er verið að vinna að smíði vetnisbíls í samstarfi við Mercedes-Benz og Renault-Nissan og er stefnt að því að hann fari í sölu árið 2017. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Þýski bílaframleiðandinn BMW er nýbyrjaður að smíða rafmagnsbíla og er nú að hefja sölu á tveimur gerðum, BMW i3 og BMW i8. Mikil eftirspurn er eftir báðum bílunum og talsverð bjartsýni ríkir hjá BMW vegna smíði rafmagnsbíla. Svo mikil er hún reyndar að fyrirtækið hyggst smíða 100.000 rafmagnsbíla árið 2020. Til að setja þetta í eitthvert samhengi þá verða framleiddir 2 milljónir BMW bíla á þessu ári, svo rafmagnsbílar gætu numið 5% af heildarframleiðslunni við enda áratugarins. Hundrað þúsund rafmagnsbílar hljómar kannski mikið en þó ekki í samanburði við áætlanir Tesla, sem ætlar að framleiða 500.000 rafgmagnsbíla árið 2020. Mikill þrýstingur er frá yfirvöldum og Evrópusambandinu til bílaframleiðenda að minnka útblástur bíla sinna og litar það mjög áætlanir þeirra. BMW segir að fyrirtækinu sé raunverulega ekki annað fært en að framleiða þetta magn svo að það geti uppfyllt þessar ströngu kröfur. Viðleitni BMW til framleiðslu lítið eða ekkert mengandi bíla hefur ekki einskorðast við framleiðslu rafmagnsbíla heldur er verið að vinna að smíði vetnisbíls í samstarfi við Mercedes-Benz og Renault-Nissan og er stefnt að því að hann fari í sölu árið 2017.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent