Schweinsteiger: Leikurinn á móti United verður gríðarlega erfiður Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2014 22:45 Bastian Schweinsteiger og Manuel Neuer hressir á blaðamannafundi í dag. Vísir/Getty Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München, segir leikinn annað kvöld gegn Manchester United eiga eftir að verða rosalega erfiðan fyrir Evrópumeistarana. Þýskalands- og Evrópumeistararnir mæta Englandsmeisturunum á Old Trafford annað kvöld í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og eru nú flestir sem spá Bayern áfram og jafnvel frekar auðveldlega. Schweinsteiger og félagar eru nú þegar orðnir meistarar í Þýskalandi eftir sigur á Herthu Berlín í vikunni og geta einbeitt sér að fullu að því að vinna Meistaradeildina annað árið í röð. „Allir vita hvað bíður okkar á morgun. Þetta verður ótrúlega erfiður leikur. Það er mjög sérstakt að spila útileik á Old Trafford,“ sagði Schweinsteiger á blaðamannafundi í dag. „Það er frábært að vera búinn að vinna Þýskalandsmeistaratitilinn en við megum ekki tapa eibeitingunni. Við viljum vinna alla leiki sem eftir eru. Við erum lið sem vill vinna alla leiki. Meira að segja á æfingum.“ Aðspurður um slakt gengi United í ensku deildinni á leiktíðinni sagði Þjóðverjinn: „United er lið sem á að vera á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar á hverju ári.“ „Bara nafnið Manchester United verðskuldar mikla virðingu. Liðið kom líka til baka og vann Olympiacos. Við vitum fullvel hversu vel þetta lið heldur einbeitingu,“ sagði Bastian Schweinsteiger.Klukkan í Evrópu breyttist um síðustu helgi og hefjast leikirnir í Meistaradeildinni því 18.45 en ekki 19.45 það sem er af tímabilinu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun kl. 18.00. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira
Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München, segir leikinn annað kvöld gegn Manchester United eiga eftir að verða rosalega erfiðan fyrir Evrópumeistarana. Þýskalands- og Evrópumeistararnir mæta Englandsmeisturunum á Old Trafford annað kvöld í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og eru nú flestir sem spá Bayern áfram og jafnvel frekar auðveldlega. Schweinsteiger og félagar eru nú þegar orðnir meistarar í Þýskalandi eftir sigur á Herthu Berlín í vikunni og geta einbeitt sér að fullu að því að vinna Meistaradeildina annað árið í röð. „Allir vita hvað bíður okkar á morgun. Þetta verður ótrúlega erfiður leikur. Það er mjög sérstakt að spila útileik á Old Trafford,“ sagði Schweinsteiger á blaðamannafundi í dag. „Það er frábært að vera búinn að vinna Þýskalandsmeistaratitilinn en við megum ekki tapa eibeitingunni. Við viljum vinna alla leiki sem eftir eru. Við erum lið sem vill vinna alla leiki. Meira að segja á æfingum.“ Aðspurður um slakt gengi United í ensku deildinni á leiktíðinni sagði Þjóðverjinn: „United er lið sem á að vera á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar á hverju ári.“ „Bara nafnið Manchester United verðskuldar mikla virðingu. Liðið kom líka til baka og vann Olympiacos. Við vitum fullvel hversu vel þetta lið heldur einbeitingu,“ sagði Bastian Schweinsteiger.Klukkan í Evrópu breyttist um síðustu helgi og hefjast leikirnir í Meistaradeildinni því 18.45 en ekki 19.45 það sem er af tímabilinu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun kl. 18.00.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira