Pep Guardiola, þjálfari Þýskalands- og Evrópumeistara Bayern München, talaði hreint út á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld.
Þessir Evrópurisar mætast í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Allianz-vellinum klukkan 18.45 og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
Liðin skildu jöfn, 1-1, á Old Trafford í fyrri leiknum sem voru úrslit sem komu mörgum á óvart. Bayern er talið líklegra á heimavelli í kvöld en United hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarnarvikur auk þess sem Þýskalandsmeistararnir verða án lykilmanna á borð við Bastians Schweinsteigers og Javi Martínez.
„Félagið ræður einfaldlega ekki við það ef við komumst ekki í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola en liðið vann Meistaradeildina í fyrra og komst í úrslitaleikinn fyrir tveimur árum.
„Það yrði gríðarlegt áfall að komast ekki einu sinni í undanúrslitin. Það yrðu mistök nýja stjórans. Þetta er lið sem vann þrennuna á síðasta tímabili og ég verð að vera í sömu stöðu,“ sagði Pep Guardiola.
Guardiola: Mín mistök ef Bayern kemst ekki áfram
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn




Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn

„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn


ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn
