Miami fékk tækifæri til að vinna leikinn en LeBronJames óð upp völlinn með boltann þegar tíu sekúndur voru eftir. Hann komst að körfunni og reyndi að troða boltanum ofan í hana og vinna leikinn en allt kom fyrir ekki.
Nýliðinn MasonPlumlee, sem kom frá Duke-háskólanum í nýliðavalinu í fyrra, varðist troðslutilraun kóngsins af mikilli fagmennsku og tryggði sínum mönnum sigurinn. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.
Joe Johnson var stigahæstur Brooklyn í leiknum með 19 stig en LeBron James skoraði 29 stig fyrir Miami auk þess sem hann tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Miami er áfram á toppnum í austrinu en tapið er vatn á myllu Indiana Pacers.
Fimm flottustu tilþrif næturinnar
Í fyrsta skiptið í 42 leikjum tókst liði að halda Kevin Durant í skefjum en hann var búinn að skora yfir 25 stig í 41 leik í röð og komast þar með fram úr sjálfum MichaelJordan.
Það voru leikmenn Sacramento Kings sem stöðvuðu 25 stiga leikina hjá Durant en hann skoraði engu að síður 23 stig í 107-92 útsigri OKC á Sacramento í nótt.
Hann var stigahæstur gestanna ásamt CaronButler en DeMarcus Cousins og Travis Outlaw skoruðu báðir 24 stig fyrir Sacramento Kings.
Úrslit næturinnar:
Atlanta Hawks - Detroit Pistons 95-102
Miami Heat - Brooklyn Nets 87-88
Minnesota Timberwolves - San Antonio Spurs 110-91
Utah Jazz - Dallas Mavericks 83-95
Sacramento Kings - Oklahoma City Thunder 92-107
Los Angeles Lakers - Houston Rockets 130:145
Staðan í deildinni.