Bikarhetjunni Alexander Scholz leið vel á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2014 13:15 Alexander Scholz í baráttunni í Belgíu. Vísir/getty Danski varnarmaðurinn Alexander Scholz, sem lék með Stjörnunni hér á landi sumarið 2012 við góðan orðstír, hefur vakið nokkra athygli í heimalandinu eftir að tryggja Lokeren sigurinn í belgísku bikarkeppninni á dögunum. Hann talar vel um veru sína á Íslandi í viðtali við danska vefmiðilinn detsmukkespil.net. Scholz, sem ólst upp hjá Vejle í Danmörku, sagði skilið við knattspyrnuna tímabundið 2011. Í byrjun árs 2012 pakkaði hann svo niður í bakpoka og hélt í reisu til Indlands. Eftir átta mánuði frá fótboltanum fór hann að sakna hans en Scholz vildi ekki snúa aftur til Danmerkur. Hann hafði samband við fyrrverandi liðsfélaga sína hjá Vejle, JesperJensen og NikolajHagelskjær, sem báðir spiluðu með Stjörnunni 2011. Þeir tveir mæltu með Íslandi og hafði Scholz þá samband við danska markvarðarþjálfarann og þúsundþjalasmiðinn HenrikBödker sem hefur dælt inn öflugum Dönum í Garðabæinn undanfarin ár. Hann hafði strax áhuga á Scholz enda vissi hann allt um gæði leikmannsins. Samið var við hann á Skype og kom Scholz frá Indlandi tilbúinn í slaginn í Pepsi-deildinni. Hann fór svo á kostum í deildinni og skoraði fimm mörk og var eftir tímabilið keyptur til Lokeren í Belgíu. „Ísland var raunhæfur staður til að byrja aftur og ég vissi að ég gæti náð árangri í deildinni þar. Það voru líka aðrir hlutir sem spiluðu inn í eins og lengd tímabilsins og staðsetning landsins, langt frá Danmörku,“ segir Scholz í viðtalinu við detsmukketspil.dk. „Á Íslandi var ég einangraður og þurfti ég því að takast á við allt sjálfur. Svo var það líka náttúran sem heillaði mig.“ Dvölin á Íslandi gerði Scholz gott en hér á landi fann hann loks fyrir fótfestu. Hann eignaðist nýja og góða vini, átti mikilli velgengni að fagna inni á fótboltavellinum og þá fékk hann vinnu hjá Ormsson sem honum líkaði vel. „Við æfðum aðallega seinnipartinn þannig félagið fann fyrir mig hlutastarf svo ég hefði eitthvað að gera. Ég fékk vinnu hjá raftækjafyrirtæki þar sem ég vann með frábæru fólki sem fékk mig til að njóta starfsins,“ segir Alexander Scholz. Allt viðtalið á dönsku má lesa hér. Íslenski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira
Danski varnarmaðurinn Alexander Scholz, sem lék með Stjörnunni hér á landi sumarið 2012 við góðan orðstír, hefur vakið nokkra athygli í heimalandinu eftir að tryggja Lokeren sigurinn í belgísku bikarkeppninni á dögunum. Hann talar vel um veru sína á Íslandi í viðtali við danska vefmiðilinn detsmukkespil.net. Scholz, sem ólst upp hjá Vejle í Danmörku, sagði skilið við knattspyrnuna tímabundið 2011. Í byrjun árs 2012 pakkaði hann svo niður í bakpoka og hélt í reisu til Indlands. Eftir átta mánuði frá fótboltanum fór hann að sakna hans en Scholz vildi ekki snúa aftur til Danmerkur. Hann hafði samband við fyrrverandi liðsfélaga sína hjá Vejle, JesperJensen og NikolajHagelskjær, sem báðir spiluðu með Stjörnunni 2011. Þeir tveir mæltu með Íslandi og hafði Scholz þá samband við danska markvarðarþjálfarann og þúsundþjalasmiðinn HenrikBödker sem hefur dælt inn öflugum Dönum í Garðabæinn undanfarin ár. Hann hafði strax áhuga á Scholz enda vissi hann allt um gæði leikmannsins. Samið var við hann á Skype og kom Scholz frá Indlandi tilbúinn í slaginn í Pepsi-deildinni. Hann fór svo á kostum í deildinni og skoraði fimm mörk og var eftir tímabilið keyptur til Lokeren í Belgíu. „Ísland var raunhæfur staður til að byrja aftur og ég vissi að ég gæti náð árangri í deildinni þar. Það voru líka aðrir hlutir sem spiluðu inn í eins og lengd tímabilsins og staðsetning landsins, langt frá Danmörku,“ segir Scholz í viðtalinu við detsmukketspil.dk. „Á Íslandi var ég einangraður og þurfti ég því að takast á við allt sjálfur. Svo var það líka náttúran sem heillaði mig.“ Dvölin á Íslandi gerði Scholz gott en hér á landi fann hann loks fyrir fótfestu. Hann eignaðist nýja og góða vini, átti mikilli velgengni að fagna inni á fótboltavellinum og þá fékk hann vinnu hjá Ormsson sem honum líkaði vel. „Við æfðum aðallega seinnipartinn þannig félagið fann fyrir mig hlutastarf svo ég hefði eitthvað að gera. Ég fékk vinnu hjá raftækjafyrirtæki þar sem ég vann með frábæru fólki sem fékk mig til að njóta starfsins,“ segir Alexander Scholz. Allt viðtalið á dönsku má lesa hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira