Betra er að vera ólæs en illa innrættur Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 7. apríl 2014 16:24 Þannig vona ég að málshátturinn hljómi sem Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, dregur úr páskaegginu sínu. Hann og vinir hans spreða í heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem hann staðhæfir að skólakerfið hafi brugðist börnunum okkar en fái þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu. Það er ekki fyrir óvana að ná að troða tveimur lygum í sömu málsgreinina en Halldór er heldur enginn viðvaningur. Hann veit að til þess að ná inn atkvæðum fyrir flokkinn sinn þarf hann að einbeita sér að málefni sem fer hátt og flestir láta sig varða. Hann er ekki sá eini úr Sjálfstæðisflokknum sem ætlar að hagnast á Pisa-könnun en Þorbjörg Helga lét hafa eftir sér á dögunum að hún væri þreytt á endalausu hjali um vellíðan barna, hún vill bara betri árangur á samræmdum könnunum. Bæði telja þau það vænlegt til árangurs að stjórna peningastreymi til skólanna út frá niðurstöðum í þessum prófum en láta hjá líða að útskýra hvernig það skuli gert og hvaða prófanir eigi að hafa til viðmiðunar. Hvorugt þeirra hefur verið talsmaður þess að birta kannanir um líðan nemenda eða þátttöku í skólastarfinu enda greinilega aukaatriði. Það er fáránlega auðvelt að hrópa sig hásan um niðurstöður Pisa þegar kosningar nálgast en þess á milli virðist áhuginn enginn. Hrópin og köllin um breyttar áherslur í kennslu eru mörgum árum á eftir raunveruleikanum og augljóst að þeir sem hrópa hæst hafa ekki kynnt sér skólastarf nýlega. Í þau fimmtán ár sem ég hef starfað sem kennari (í mörgum ólíkum skólum) eru nýjungar og breytingar fyrirferðarmesti þátturinn. Kennarar og menntastofnanir eru stöðugt að þróa aðferðir, auka fjölbreytni, opna á möguleika og viða að sér námsefni úr ólíkum áttum til þess að bæta skólastarf. Markmið skólanna er að skila sjálfstæðum, fróðleiksfúsum, skapandi og jákvæðum einstaklingum út í lífið. Já, við kennum lestur en lestur er aðeins einn þáttur í skólastarfinu. Það sem gerir yfirlýsingu Halldórs heimskulegri en ella er sú staðreynd að skólar sem eru hefðbundnari í starfi sínu koma síst verr út í lestri en þeir sem hafa stigið út fyrir rammann. Lestur hefur verið kenndur lengi og er svolítið eins og kaffi, það er hægt að kaupa rándýrar kaffivélar og rannsaka endalaust hvaða hitastig, brennsla eða þrýstingur hentar en á endanum snýst þetta um að heitu vatni er hellt yfir malaðar kaffibaunir. Rétt eins og að lokum snýst lestrarkennsla um að gera börnin læs, jafnt á orð sem innihald. Við viljum læs börn en við viljum miklu meira en það. • Halldór ætlar að stjórna fjármagni til skólanna út frá kunnáttu nemenda í afmörkuðum þætti. Það segir sig sjálft að skólar munu þá einbeita sér að þeim þætti á kostnað annarra þar sem berjast þarf um hverja krónu. • Halldór vill auka hlutfall einkarekinna skóla en þykir greinilega ekki ástæða til að gefa skólum sem reknir eru af borginni aukið sjálfstæði. • Halldór vill meiri sveigjanleika á milli skólastiga og ætlar því örugglega að endurvekja þann möguleika að grunnskólanemendur geti tekið framhaldsskólaáfanga til þess að flýta fyrir sér í námi en þessi möguleiki datt út 2009 vegna niðurskurðar í skólakerfinu (þ.e. þeim að kostnaðarlausu). • Halldór segir líka að þeir sem þurfi stuðning eigi rétt á honum en það sér hver læs maður að ekkert er á bak við slíka framsetningu. Í grunnskólum borgarinnar er mikill fjöldi barna sem á rétt á þjónustu en fær hana ekki vegna fjárskorts. Það væri frábært að einhver bætti úr því en miðað við fyrri punkta tel ég ekki að það verði Halldór. Niðurstaða þessarar hugleiðingar minnar er sú að Halldór Halldórsson hafi ekki hundsvit á skólamálum og ætli sér með gífuryrðum og sleggjudómum að klóra flokkinn sinn inn í borgarstjórn. Sem kennari í skóla án aðgreiningar tel ég þó að Halldór eigi alla möguleika til þess að bæta þekkingu sína og býð honum hér með að koma og skoða starfið í Sæmundarskóla þar sem ég kenni. Ég er líka viss um að kennarar í öðrum skólum eru jafn reiðubúnir að koma honum til hjálpar og vinna bug á vanþekkingu og fordómum hans.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þannig vona ég að málshátturinn hljómi sem Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, dregur úr páskaegginu sínu. Hann og vinir hans spreða í heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem hann staðhæfir að skólakerfið hafi brugðist börnunum okkar en fái þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu. Það er ekki fyrir óvana að ná að troða tveimur lygum í sömu málsgreinina en Halldór er heldur enginn viðvaningur. Hann veit að til þess að ná inn atkvæðum fyrir flokkinn sinn þarf hann að einbeita sér að málefni sem fer hátt og flestir láta sig varða. Hann er ekki sá eini úr Sjálfstæðisflokknum sem ætlar að hagnast á Pisa-könnun en Þorbjörg Helga lét hafa eftir sér á dögunum að hún væri þreytt á endalausu hjali um vellíðan barna, hún vill bara betri árangur á samræmdum könnunum. Bæði telja þau það vænlegt til árangurs að stjórna peningastreymi til skólanna út frá niðurstöðum í þessum prófum en láta hjá líða að útskýra hvernig það skuli gert og hvaða prófanir eigi að hafa til viðmiðunar. Hvorugt þeirra hefur verið talsmaður þess að birta kannanir um líðan nemenda eða þátttöku í skólastarfinu enda greinilega aukaatriði. Það er fáránlega auðvelt að hrópa sig hásan um niðurstöður Pisa þegar kosningar nálgast en þess á milli virðist áhuginn enginn. Hrópin og köllin um breyttar áherslur í kennslu eru mörgum árum á eftir raunveruleikanum og augljóst að þeir sem hrópa hæst hafa ekki kynnt sér skólastarf nýlega. Í þau fimmtán ár sem ég hef starfað sem kennari (í mörgum ólíkum skólum) eru nýjungar og breytingar fyrirferðarmesti þátturinn. Kennarar og menntastofnanir eru stöðugt að þróa aðferðir, auka fjölbreytni, opna á möguleika og viða að sér námsefni úr ólíkum áttum til þess að bæta skólastarf. Markmið skólanna er að skila sjálfstæðum, fróðleiksfúsum, skapandi og jákvæðum einstaklingum út í lífið. Já, við kennum lestur en lestur er aðeins einn þáttur í skólastarfinu. Það sem gerir yfirlýsingu Halldórs heimskulegri en ella er sú staðreynd að skólar sem eru hefðbundnari í starfi sínu koma síst verr út í lestri en þeir sem hafa stigið út fyrir rammann. Lestur hefur verið kenndur lengi og er svolítið eins og kaffi, það er hægt að kaupa rándýrar kaffivélar og rannsaka endalaust hvaða hitastig, brennsla eða þrýstingur hentar en á endanum snýst þetta um að heitu vatni er hellt yfir malaðar kaffibaunir. Rétt eins og að lokum snýst lestrarkennsla um að gera börnin læs, jafnt á orð sem innihald. Við viljum læs börn en við viljum miklu meira en það. • Halldór ætlar að stjórna fjármagni til skólanna út frá kunnáttu nemenda í afmörkuðum þætti. Það segir sig sjálft að skólar munu þá einbeita sér að þeim þætti á kostnað annarra þar sem berjast þarf um hverja krónu. • Halldór vill auka hlutfall einkarekinna skóla en þykir greinilega ekki ástæða til að gefa skólum sem reknir eru af borginni aukið sjálfstæði. • Halldór vill meiri sveigjanleika á milli skólastiga og ætlar því örugglega að endurvekja þann möguleika að grunnskólanemendur geti tekið framhaldsskólaáfanga til þess að flýta fyrir sér í námi en þessi möguleiki datt út 2009 vegna niðurskurðar í skólakerfinu (þ.e. þeim að kostnaðarlausu). • Halldór segir líka að þeir sem þurfi stuðning eigi rétt á honum en það sér hver læs maður að ekkert er á bak við slíka framsetningu. Í grunnskólum borgarinnar er mikill fjöldi barna sem á rétt á þjónustu en fær hana ekki vegna fjárskorts. Það væri frábært að einhver bætti úr því en miðað við fyrri punkta tel ég ekki að það verði Halldór. Niðurstaða þessarar hugleiðingar minnar er sú að Halldór Halldórsson hafi ekki hundsvit á skólamálum og ætli sér með gífuryrðum og sleggjudómum að klóra flokkinn sinn inn í borgarstjórn. Sem kennari í skóla án aðgreiningar tel ég þó að Halldór eigi alla möguleika til þess að bæta þekkingu sína og býð honum hér með að koma og skoða starfið í Sæmundarskóla þar sem ég kenni. Ég er líka viss um að kennarar í öðrum skólum eru jafn reiðubúnir að koma honum til hjálpar og vinna bug á vanþekkingu og fordómum hans.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun