Ekki er allt sem sýnist Marjatta Ísberg skrifar 7. apríl 2014 16:14 Fyrir viku síðan var oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík spurður í útvarpsviðtali hverja hann teldi vera orsök lélegs gengis flokksins í skoðanakönnunum. Hann svaraði að þetta myndi breytast þegar flokkurinn birti stefnuskrá sína í borgarmálum og kjósendur fengju tækifæri til að kynna sér stefnumál hans. Nú er það svo að þeir sem hafa rannsakað hegðun kjósenda fullyrða að í nútíma samfélagi vinnist kosningar ekki á grundvelli stefnumála heldur ímynda. Fæstir kjósenda kynni sér stefnumál flokka til hlítar heldur láti nokkur slagorð nægja. Þetta hafa t.d. Framsóknarmenn notfært sér vel, síðast í þingkosningunum þegar þeir lofuðu öllum þjökuðum sáluhjálp í formi niðurfellingar skulda. Auk þess var ímynd Sigmundar Davíðs vel úthugsuð enda uppskáru þeir eins og þeir sáðu. Allt þetta hafa ímyndarfræðingar Valhallar væntanlega haft í huga þegar þeir hleyptu koningabaráttu flokksins af stokkunum nú í vikunni. Slagorð þeirra voru moðuð saman úr margtugginni PISA könnun: “Það er óviðunandi að 30 % drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla” hljóðaði það og fyrir neðan var birt nær heilsíðu mynd af oddavitanum mjög svo þungbúnum. Við Reykvíkingar getum örugglega allir verið sammála því að börn okkar og barnabörn eigi að vera vel læs. En hvað er til ráða? Eigum við ekki að setja pening í að rannsaka orsakirnar til að geta gert bragarbót? ─ Ó nei, Sjálfstæðislokkurinn hefur þegar svarið á staksteinum. “Skólakerfið hefur brugðist börnunum okkar en fær þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu”. Þegar hingað var komið í auglýsingunni höfðu líklega flestir hætt að lesa og farið að fletta áfram. Eftir stendur hugmyndin um skólakerfið sem hefur brugðist vegna úrelts fyrirkomulags og kennsluhátta.Alls konar breytingar Nú hef ég fylgst með íslenska skólakerfinu í meir en aldarfjórðung og get sagt oddvita Sjálfstæðisflokksins að skólinn hjakkar ekki í sama farinu, þvert á móti. Það hefur orðið umbylting á síðustu 20 árum og stafar sú bylting fyrst og fremst af því að yfirvöld menntamála hafa markað nýja stefnu sem við kennarar reynum svo að framkvæma eftir bestu getu, burt séð hvort við séum sannfærðir um ágæti hennar eður ei. En við megum ekki gleyma því að samfélagið allt og umheimurinn hafa einnig breyst. Margir drengir eyða allt of miklum tíma við tölvur og það dregur úr heilaorku og gerir þá fráhverfa lestri. Sumir aftur á móti stunda íþróttir af svo miklu kappi að lítill sem enginn tími er fyrir heimalærdóm. Þetta tvennt er varla skólakerfinu að kenna. Svo er það hlutverk foreldranna. Þó að allir foreldrar vilji það besta fyrir börnin sín, hafa allir ekki viljaþrek til að framkvæma það sem þeir vita að sé það besta. Hversu margir foreldrar t.d. trassa að sitja með barni sínu í rólegheitum og hlusta á það að lesa eða lesa sjálfir fyrir það í notalegheitum og ræða efni textans?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Fyrir viku síðan var oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík spurður í útvarpsviðtali hverja hann teldi vera orsök lélegs gengis flokksins í skoðanakönnunum. Hann svaraði að þetta myndi breytast þegar flokkurinn birti stefnuskrá sína í borgarmálum og kjósendur fengju tækifæri til að kynna sér stefnumál hans. Nú er það svo að þeir sem hafa rannsakað hegðun kjósenda fullyrða að í nútíma samfélagi vinnist kosningar ekki á grundvelli stefnumála heldur ímynda. Fæstir kjósenda kynni sér stefnumál flokka til hlítar heldur láti nokkur slagorð nægja. Þetta hafa t.d. Framsóknarmenn notfært sér vel, síðast í þingkosningunum þegar þeir lofuðu öllum þjökuðum sáluhjálp í formi niðurfellingar skulda. Auk þess var ímynd Sigmundar Davíðs vel úthugsuð enda uppskáru þeir eins og þeir sáðu. Allt þetta hafa ímyndarfræðingar Valhallar væntanlega haft í huga þegar þeir hleyptu koningabaráttu flokksins af stokkunum nú í vikunni. Slagorð þeirra voru moðuð saman úr margtugginni PISA könnun: “Það er óviðunandi að 30 % drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla” hljóðaði það og fyrir neðan var birt nær heilsíðu mynd af oddavitanum mjög svo þungbúnum. Við Reykvíkingar getum örugglega allir verið sammála því að börn okkar og barnabörn eigi að vera vel læs. En hvað er til ráða? Eigum við ekki að setja pening í að rannsaka orsakirnar til að geta gert bragarbót? ─ Ó nei, Sjálfstæðislokkurinn hefur þegar svarið á staksteinum. “Skólakerfið hefur brugðist börnunum okkar en fær þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu”. Þegar hingað var komið í auglýsingunni höfðu líklega flestir hætt að lesa og farið að fletta áfram. Eftir stendur hugmyndin um skólakerfið sem hefur brugðist vegna úrelts fyrirkomulags og kennsluhátta.Alls konar breytingar Nú hef ég fylgst með íslenska skólakerfinu í meir en aldarfjórðung og get sagt oddvita Sjálfstæðisflokksins að skólinn hjakkar ekki í sama farinu, þvert á móti. Það hefur orðið umbylting á síðustu 20 árum og stafar sú bylting fyrst og fremst af því að yfirvöld menntamála hafa markað nýja stefnu sem við kennarar reynum svo að framkvæma eftir bestu getu, burt séð hvort við séum sannfærðir um ágæti hennar eður ei. En við megum ekki gleyma því að samfélagið allt og umheimurinn hafa einnig breyst. Margir drengir eyða allt of miklum tíma við tölvur og það dregur úr heilaorku og gerir þá fráhverfa lestri. Sumir aftur á móti stunda íþróttir af svo miklu kappi að lítill sem enginn tími er fyrir heimalærdóm. Þetta tvennt er varla skólakerfinu að kenna. Svo er það hlutverk foreldranna. Þó að allir foreldrar vilji það besta fyrir börnin sín, hafa allir ekki viljaþrek til að framkvæma það sem þeir vita að sé það besta. Hversu margir foreldrar t.d. trassa að sitja með barni sínu í rólegheitum og hlusta á það að lesa eða lesa sjálfir fyrir það í notalegheitum og ræða efni textans?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar