Fimm ára drengur hakkaði Xbox-tölvu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. apríl 2014 18:13 Kristoffer litli er seigur hakkari. Fimm ára drengur náði að hakka sig í gegnum öryggiskerfi Xbox-1 leikjatölvunnar, sem gefin er út af tölvurisanum Microsoft. Kristoffer Von Hassel, sem er frá San Diego í Bandaríkjunum, tókst að brjótast inn á reikning föður síns og komast framhjá beiðni um lykilorð. Hann gat því spilað leiki sem voru bannaðir – leikir sem faðir hans hafði læst inni á sínum reikning. Aðferðin sem Kristoffer notaði var ekki flókin. Þegar hann var krafinn um lykilorð til að komast inn á reikning föður síns ýtti hann einfaldlega á bil (e. space-bar). Flóknari var aðgerðin ekki, en hún dugði til þess að komast í leikina sem drengnum var bannað að spila. Faðir hans, Robert Davies, er ótrúlega stoltur af syni sínum fyrir þetta. Davies vinnur nefnilega við þróun öryggishugbúnaðar í tölvur. Þeir feðgar höfðu samband við Microsoft og tilkynntu þeim um þennan galla. Þeir hjá Microsoft brugðust vel við þessari ábendingu og voru fljótir að titla Kristoffer sem „rannsakanda í öryggismálum“. Þegar Kristoffer var tjáð að nafn hans væri nú að finna á heimasíðu Microsoft sagði hann: „Ég verð frægur!“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hakkar sig framhjá kröfu um lykilorð á tölvubúnaði. Þegar hann var eins árs gamall komst hann framhjá barnalæsingu á síma föður síns – með því að halda inni „heima-takkanum“. Sannarlega klár strákur þarna á ferð. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CNN um þetta skemmtilega mál. Leikjavísir Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Sjá meira
Fimm ára drengur náði að hakka sig í gegnum öryggiskerfi Xbox-1 leikjatölvunnar, sem gefin er út af tölvurisanum Microsoft. Kristoffer Von Hassel, sem er frá San Diego í Bandaríkjunum, tókst að brjótast inn á reikning föður síns og komast framhjá beiðni um lykilorð. Hann gat því spilað leiki sem voru bannaðir – leikir sem faðir hans hafði læst inni á sínum reikning. Aðferðin sem Kristoffer notaði var ekki flókin. Þegar hann var krafinn um lykilorð til að komast inn á reikning föður síns ýtti hann einfaldlega á bil (e. space-bar). Flóknari var aðgerðin ekki, en hún dugði til þess að komast í leikina sem drengnum var bannað að spila. Faðir hans, Robert Davies, er ótrúlega stoltur af syni sínum fyrir þetta. Davies vinnur nefnilega við þróun öryggishugbúnaðar í tölvur. Þeir feðgar höfðu samband við Microsoft og tilkynntu þeim um þennan galla. Þeir hjá Microsoft brugðust vel við þessari ábendingu og voru fljótir að titla Kristoffer sem „rannsakanda í öryggismálum“. Þegar Kristoffer var tjáð að nafn hans væri nú að finna á heimasíðu Microsoft sagði hann: „Ég verð frægur!“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hakkar sig framhjá kröfu um lykilorð á tölvubúnaði. Þegar hann var eins árs gamall komst hann framhjá barnalæsingu á síma föður síns – með því að halda inni „heima-takkanum“. Sannarlega klár strákur þarna á ferð. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CNN um þetta skemmtilega mál.
Leikjavísir Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Sjá meira