Emil Hallfrðesson var í byrjunarliði Hellas Verona sem vann granna sína í Chievo, 1-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.
Bæði lið spila á sama leikvanginum í Verona en um heimaleik Chievo var að ræða. Það var þó Luca Toni sem tryggði gestunum stigin þrjú með marki á 65. mínútu.
Þetta var annar sigur Hellas í röð eftir að liðið hafði tapað fjórum í röð þar á undan. Liðið er komið með 46 stig og er í áttunda sætinu. Chievo er svo í því sextánda með 27 stig.
Emil var tekinn af velli á 84. mínútu en hann hefur verið fastamaður í liði Hellas á tímabilinu.

