Finninn Sami Hyypia stýrði í gær sínum síðasta leik hjá Bayer Leverkusen í gær er liðið tapaði fyrir Hamburg, 2-1.
Leverkusen hefur unnið aðeins einn af síðustu níu leikjum sínum í deildinni og var ákveðið strax eftir leik að láta Hyypia, fyrrum varnarmann Liverpool, fara.
Leverkusen er í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og getur misst það um helgina ef Wolfsburg vinnur sinn leik.
Hyypia hefur verið valtur í sessi síðustu vikurnar en hann tók við starfinu árið 2012. Sascha Lewandowski mun stýra liði Leverkusen til loka tímabilsins.
Leverkusen komst undir stjórn Hyypia í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar og var í ágætum málum í deildinni framan af vetri. Ekkert hefur hins vegar gengið eftir vetrarfrí.
