Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Portúgalinn Diego gjörsamlega frábært mark á 56. mínútu en hann kom inn á sem varamaður fyrir markahrókinn Diego Costa.
Brasilíumaðurinn Neymar kom Barcelona þó til bjargar með marki á 71. mínútu leiksins en fleiri mörk voru ekki skoruð og þarf Barcelona að girða sig í brók fyrir seinni leikinn.
Gerard Pique, miðvörður Barcelona, fór meiddur af velli strax á 13. mínútu en hann lenti illa í baráttunni við DiegoCosta sem fór svo skömmu síðar af velli.
Hér að ofan má sjá markið frábæra hjá Diego en jöfnunarmark Neymars má sjá hér að neðan.