Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, efast um að markahrókurinn Diego Costa spili með liðinu gegn Barcelona í kvöld.
Liðin eigast þá við í fyrri viðureign þeirra í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en Costa gat lítið æft með liðinu í gær.
„Læknarnir munu meta ástandið en ég á erfitt með að sjá fyrir mér að hann muni spila,“ sagði Simeone við spænska fjölmiðla. „En við munum bíða og sjá til eins lengi og við mögulega getum.“
Costa hefur skorað 32 mörk í öllum keppnum með Atletico þetta tímabilið, þar af sex í síðustu fimm leikjum.
Costa tæpur fyrir kvöldið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

