Tollar, vörugjöld, neytendur og samkeppni Almar Guðmundsson skrifar 16. apríl 2014 16:43 Félag atvinnurekenda hefur látið til sín taka svo árum og áratugum skiptir í umræðu um afnám tolla og vörugjalda. Það hefur miðað fremur hægt en sem betur fer er umræðan um þessi mikilvægu mál að aukast. (Fyrir þá sem nenna ekki að lesa lengra bendi ég á umfjöllun um vörugjöld og tolla af páskaeggjum, sætum kartöflum, sjónvörpum og tölvuskjám neðst í greininni!) Jón Þór Helgason skrifaði grein hér á Vísi í gær þar sem hann gerir því skóna að við hjá FA höfum einkennilega hagsmuni í þessum málaflokki: „Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.“ Þarna er leiðinlegur misskilningur á ferðinni. Það er einfaldlega mjög skýr afstaða Félags atvinnurekenda að afnám tolla og vörugjalda á öllum sviðum sé mikilvægt mál sem myndi skila miklum þjóðhagslegum ábata, aukinni samkeppni og bættum hag neytenda. Vissulega höfum beint sjónum okkar að landbúnaðarafurðum undanfarið og munum gera áfram, en við viljum líka sjá afnám vörugjalda. Jóni Þór og öðrum bendi ég á umsögn FA um frumvarp til laga um vörugjöld sem samþykkt var í desember 2012. Hana má nálgast hér. Þar kemur viðhorf okkar til vörugjaldakerfisins í heild sinni mjög skýrt fram. Þá bendi ég einnig á ársskýrslu félagsins þar sem m.a. er rætt um Falda aflið, átak FA í þágu minni og meðalstórra fyrirtækja. Eitt af baráttumálunum þar (Falda aflið #5) er „afnám vörugjalda og einföldun neysluskatta“. Ég vil sérstaklega fagna því að fjármálaráðherra vinnur nú að afnámi vörugjalda og einföldun neysluskatta. Þar á að hverfa frá neyslustýringu. Einnig eru það jákvæð tíðindi að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hann vinni að samningum við ESB á sviði tolla á landbúnaðarafurðum. Það er mikilvægt að stjórnvöld setji samkeppni og neytendur ofarlega á blað þegar slíkar breytingar eru ræddar. Það mikilvægasta af öllu er að tollaumhverfi, vörugöld og skattar sé einfaldað. Við öll, borgarar landsins, eigum rétt á að skilja þau kerfi sem eru við lýði. Vörugjalda- og tollakerfin eru fáránlega flókin og því miður til þess fallin að skapa tortryggni gagnvart því að verið sé að umbuna innlendri framleiðslu á óeðlilegan hátt. Það er hagur allra að kerfin séu einfölduð og engir tollar og engin vörugjöld verði að meginreglu. Að sjálfsögðu þarf líka að ræða hvort og þá hversu víðtækar og á hvaða sviðum undanþágur eru gerðar frá meginreglunni. Undanþágurnar þurfa að sjálfsögðu að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. Að lokum er mér bæði ljúft og skylt að óska lesendum gleðilegra páska. Ég vona að þið njótið vel en að þið gangið hægt um gleðinnar dyr. Gott er að hafa í huga að 210 krónur greiðast á kílóið af páskaeggjum í vörugjald („sykurskattur“). Ef páskaeggin eru innflutt leggst 49 króna tollur á til viðbótar á hvert kíló. Ef þið borðið sætar kartöflur með matnum þá greiðist af þeim 30% tollur, en ekki eru skilyrði til að rækta þær hér á landi. Og fyrir ykkur sem ætlið að horfa á sjónvarpið minni ég á að sjónvarpstækið ber 25% vörugjald en tölvuskjárinn og tölvan 0%.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur látið til sín taka svo árum og áratugum skiptir í umræðu um afnám tolla og vörugjalda. Það hefur miðað fremur hægt en sem betur fer er umræðan um þessi mikilvægu mál að aukast. (Fyrir þá sem nenna ekki að lesa lengra bendi ég á umfjöllun um vörugjöld og tolla af páskaeggjum, sætum kartöflum, sjónvörpum og tölvuskjám neðst í greininni!) Jón Þór Helgason skrifaði grein hér á Vísi í gær þar sem hann gerir því skóna að við hjá FA höfum einkennilega hagsmuni í þessum málaflokki: „Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.“ Þarna er leiðinlegur misskilningur á ferðinni. Það er einfaldlega mjög skýr afstaða Félags atvinnurekenda að afnám tolla og vörugjalda á öllum sviðum sé mikilvægt mál sem myndi skila miklum þjóðhagslegum ábata, aukinni samkeppni og bættum hag neytenda. Vissulega höfum beint sjónum okkar að landbúnaðarafurðum undanfarið og munum gera áfram, en við viljum líka sjá afnám vörugjalda. Jóni Þór og öðrum bendi ég á umsögn FA um frumvarp til laga um vörugjöld sem samþykkt var í desember 2012. Hana má nálgast hér. Þar kemur viðhorf okkar til vörugjaldakerfisins í heild sinni mjög skýrt fram. Þá bendi ég einnig á ársskýrslu félagsins þar sem m.a. er rætt um Falda aflið, átak FA í þágu minni og meðalstórra fyrirtækja. Eitt af baráttumálunum þar (Falda aflið #5) er „afnám vörugjalda og einföldun neysluskatta“. Ég vil sérstaklega fagna því að fjármálaráðherra vinnur nú að afnámi vörugjalda og einföldun neysluskatta. Þar á að hverfa frá neyslustýringu. Einnig eru það jákvæð tíðindi að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hann vinni að samningum við ESB á sviði tolla á landbúnaðarafurðum. Það er mikilvægt að stjórnvöld setji samkeppni og neytendur ofarlega á blað þegar slíkar breytingar eru ræddar. Það mikilvægasta af öllu er að tollaumhverfi, vörugöld og skattar sé einfaldað. Við öll, borgarar landsins, eigum rétt á að skilja þau kerfi sem eru við lýði. Vörugjalda- og tollakerfin eru fáránlega flókin og því miður til þess fallin að skapa tortryggni gagnvart því að verið sé að umbuna innlendri framleiðslu á óeðlilegan hátt. Það er hagur allra að kerfin séu einfölduð og engir tollar og engin vörugjöld verði að meginreglu. Að sjálfsögðu þarf líka að ræða hvort og þá hversu víðtækar og á hvaða sviðum undanþágur eru gerðar frá meginreglunni. Undanþágurnar þurfa að sjálfsögðu að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. Að lokum er mér bæði ljúft og skylt að óska lesendum gleðilegra páska. Ég vona að þið njótið vel en að þið gangið hægt um gleðinnar dyr. Gott er að hafa í huga að 210 krónur greiðast á kílóið af páskaeggjum í vörugjald („sykurskattur“). Ef páskaeggin eru innflutt leggst 49 króna tollur á til viðbótar á hvert kíló. Ef þið borðið sætar kartöflur með matnum þá greiðist af þeim 30% tollur, en ekki eru skilyrði til að rækta þær hér á landi. Og fyrir ykkur sem ætlið að horfa á sjónvarpið minni ég á að sjónvarpstækið ber 25% vörugjald en tölvuskjárinn og tölvan 0%.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun