Mikilvægt að fara vel hvíldur út í umferðina Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2014 15:51 Vísir/Arnþór Landsmenn munu vera meira á ferðinni en venjulega þar sem páskafrí er framundan. Nauðsynlegt er að huga að færð og veðri áður en lagt er af stað í fríið. Á vef Vegagerðarinnar er hægt að sjá upplýsingar um færð á vegum landsins. Á vef Veðurstofu Íslands er hægt að finna upplýsingar um veðurhorfur og veður á landinu. Samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands verður sæmilegt veður um páskana. Talsverð rigning eða slydda og snjókoma inn til landsins verður þó seint á skírdag og 15 til 23 metrar á sekúndu. Hiti verður á bilinu núll til fimm stig. Líkur eru á því að færð geti spillst og hætt er við hálku á. Tryggingarfyrirtækin Sjóvá og VÍS sendu frá sér tilkynningar í dag þar sem fólk er hvatt til að fara varlega í umferðinni og leggja vel hvílt af stað. Talið er að um 20 prósent banaslysa í umferðinni hér á landi megi rekja til þreytu. Þá kom í ljós að í nýlegri rannsókn á vegum Samgöngustofu segja tíu prósent ökumanna að þeir hafi oft eða stundum skyndilega orðið mjög syfjaðir við akstur. Átta prósent segjast hafa dottað við akstur. Þreyta hefur mikil áhrif á viðbrögð ökumanna og árvekni í umferðinni. Ökumaður sem sofnar undir stýri ógnar ekki eingöngu sínu eigi öryggi, heldur annarra í umferðinni. Meðal þeirra ráða sem Sjóvá mælir með er að vera úthvíldur áður en lagt er af stað í ferðalag. Gott sé að taka sér hlé frá akstri á tveggja tíma fresti og að skiptast á að aka bílnum. Veður Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Landsmenn munu vera meira á ferðinni en venjulega þar sem páskafrí er framundan. Nauðsynlegt er að huga að færð og veðri áður en lagt er af stað í fríið. Á vef Vegagerðarinnar er hægt að sjá upplýsingar um færð á vegum landsins. Á vef Veðurstofu Íslands er hægt að finna upplýsingar um veðurhorfur og veður á landinu. Samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands verður sæmilegt veður um páskana. Talsverð rigning eða slydda og snjókoma inn til landsins verður þó seint á skírdag og 15 til 23 metrar á sekúndu. Hiti verður á bilinu núll til fimm stig. Líkur eru á því að færð geti spillst og hætt er við hálku á. Tryggingarfyrirtækin Sjóvá og VÍS sendu frá sér tilkynningar í dag þar sem fólk er hvatt til að fara varlega í umferðinni og leggja vel hvílt af stað. Talið er að um 20 prósent banaslysa í umferðinni hér á landi megi rekja til þreytu. Þá kom í ljós að í nýlegri rannsókn á vegum Samgöngustofu segja tíu prósent ökumanna að þeir hafi oft eða stundum skyndilega orðið mjög syfjaðir við akstur. Átta prósent segjast hafa dottað við akstur. Þreyta hefur mikil áhrif á viðbrögð ökumanna og árvekni í umferðinni. Ökumaður sem sofnar undir stýri ógnar ekki eingöngu sínu eigi öryggi, heldur annarra í umferðinni. Meðal þeirra ráða sem Sjóvá mælir með er að vera úthvíldur áður en lagt er af stað í ferðalag. Gott sé að taka sér hlé frá akstri á tveggja tíma fresti og að skiptast á að aka bílnum.
Veður Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira