Heimir: Útlendingurinn stóð ekki undir væntingum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. apríl 2014 22:30 Heimir Örn Árnason og hans menn frá Akureyri verða áfram í Olís-deildinni. Vísir/Daníel Akureyri vann HK, 31-23, í lokaumferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld og fyrst ÍR tapaði heima fyrir FH endaði Akureyri í sjötta sæti deildarinnar og sleppur við umspilið. „Þrátt fyrir að þetta umspil verði kannski ekki neitt þá er bara heiðurinn að komast upp í 6. sæti,“ sagði Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. Akureyri stefndi hraðbyri að sjöunda sætinu eftir erfitt gengi um mitt mót og voru ekki margir sem höfðu trú á því að liðið gæti bjargað sér frá umspilinu. Norðanmenn girtu sig aftur á móti í brók og tóku á mikinn sprett í þriðju umferðinni. Það vann þrjá leiki og gerði tvö jafntefli í síðustu sex leikjum sínum á meðan önnur lið í kringum það hrundu. „Þótt að það hafi ekki verið þú þá voru nokkrir sem voru að halda því fram að við værum að fara að enda í sjöunda sæti og þess vegna er maður alveg hrikalega stoltur af þessum lokaspretti. Við tókum einhverja átta af tíu held ég. Við fórum í Fjörðinn og tókum tvö stig og erum bara mjög stoltir með liðið og endirinn. Það kom bara í ljós að við erum ekkert með verri lið en hinir,“ sagði Heimir. Heimir þakkar brotthvarfi Vladimir Zejaks fyrir góðan árangur liðsins á seinni hluta mótsins en hann stóð svo sannarlega ekki undir væntingum. „Við ætluðum náttúrulega að byggja liðið í kringum þennan útlending sem kom. Hann stóð svo ekki undir væntingum. Eftir að hann fór þá var bara allt upp á við og við erum bara hrikalega ánægðir með þetta, ótrúlega stoltir af okkar liði.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-23 | Norðanmenn tryggðu sæti sitt Akureyri verður áfram í Olís-deildinni í handbolta eftir sigur á Akureyri í kvöld en önnur úrslit féllu með liðinu. 14. apríl 2014 17:48 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Akureyri vann HK, 31-23, í lokaumferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld og fyrst ÍR tapaði heima fyrir FH endaði Akureyri í sjötta sæti deildarinnar og sleppur við umspilið. „Þrátt fyrir að þetta umspil verði kannski ekki neitt þá er bara heiðurinn að komast upp í 6. sæti,“ sagði Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. Akureyri stefndi hraðbyri að sjöunda sætinu eftir erfitt gengi um mitt mót og voru ekki margir sem höfðu trú á því að liðið gæti bjargað sér frá umspilinu. Norðanmenn girtu sig aftur á móti í brók og tóku á mikinn sprett í þriðju umferðinni. Það vann þrjá leiki og gerði tvö jafntefli í síðustu sex leikjum sínum á meðan önnur lið í kringum það hrundu. „Þótt að það hafi ekki verið þú þá voru nokkrir sem voru að halda því fram að við værum að fara að enda í sjöunda sæti og þess vegna er maður alveg hrikalega stoltur af þessum lokaspretti. Við tókum einhverja átta af tíu held ég. Við fórum í Fjörðinn og tókum tvö stig og erum bara mjög stoltir með liðið og endirinn. Það kom bara í ljós að við erum ekkert með verri lið en hinir,“ sagði Heimir. Heimir þakkar brotthvarfi Vladimir Zejaks fyrir góðan árangur liðsins á seinni hluta mótsins en hann stóð svo sannarlega ekki undir væntingum. „Við ætluðum náttúrulega að byggja liðið í kringum þennan útlending sem kom. Hann stóð svo ekki undir væntingum. Eftir að hann fór þá var bara allt upp á við og við erum bara hrikalega ánægðir með þetta, ótrúlega stoltir af okkar liði.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-23 | Norðanmenn tryggðu sæti sitt Akureyri verður áfram í Olís-deildinni í handbolta eftir sigur á Akureyri í kvöld en önnur úrslit féllu með liðinu. 14. apríl 2014 17:48 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-23 | Norðanmenn tryggðu sæti sitt Akureyri verður áfram í Olís-deildinni í handbolta eftir sigur á Akureyri í kvöld en önnur úrslit féllu með liðinu. 14. apríl 2014 17:48