Adam Silver sem tók við stöðu framkvæmdarstjóra NBA-deildarinnar af David Stern í vetur er opinn fyrir hugmyndinni að hrista upp í úrslitakeppninni eins og hún er í dag. Mikið hefur verið rætt um uppsetningu úrslitakeppninnar undanfarið.
Staðan er sú að Phoenix Suns munu líklega ekki komast í úrslitakeppnni Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að hafa unnið 47 leiki á tímabilinu. Á sama tíma tryggði Atlanta Hawks sæti sitt í nótt í úrslitakeppni Austurdeildarinnar þrátt fyrir að vera með neikvætt sigurhlutfall. Væri Phoenix í Austurdeildinni sæti liðið í fjórða sæti.
Rætt hefur verið að eyða kerfinu sem skiptir liðunum í tvær mismunandi deildir, þess í stað verði það einfaldlega liðin með besta árangurinn sem fái sæti í úrslitakeppninni.
"Hvort það verði breyting á kerfinu veit ég ekki en við munum vissulega líta á þetta. Þegar deildirnar voru skipulagðar á sínum tíma voru samgöngur erfiðari, það er auðveldara fyrir lið að fljúga milli staða núna. Þessvegna skiptum við í 2-2-1-1-1 kerfið í úrslitaleiknum sjálfum," sagði Silver.
Adam Silver opinn fyrir breytingum
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti

Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn




Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn


