Körfubolti

LeBron í stuði er Miami saltaði Indiana

LeBron James.
LeBron James. vísir/getty
Meistarar Miami Heat náðu aftur efsta sætinu í Austurdeildinni í nótt er þeir lögðu Indiana Pacers á sannfærandi hátt. Það gerði liðið án Dwyane Wade.

LeBron James fór fyrir sínu liði eins og oftast. Hann skoraði 36 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Miami fékk einnig fínt framlag frá Mario Chalmers (13 stig), Chris Bosh (10), Ray Allen (10) og Udonis Haslem (11). Paul George var atkvæðamestur hjá Indiana með 22 stig. Roy Hibbert, miðherji Indiana, tók aðeins eitt frákast í leiknum.

Úrslit:

Orlando-Washington  89-96

Toronto-NY Knicks  100-108

Boston-Charlotte  106-103

Brooklyn-Atlanta  88-93

Miami-Indiana  98-86

Chicago-Detroit  106-98

Memphis-Philadelphia  117-95

Minnesota-Houston  112-110

Oklahoma-New Orleans  116-94

Milwaukee-Cleveland  119-116

San Antonio-Phoenix  112-104

Utah-Portland  99-111

LA Lakers-Golden State  95-112

Staðan í NBA-deildinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×