Donald Sterling, eigandi NBA-liðsins Los Angeles Clippers, er ekki í góðum málum eftir að hann náðist á upptöku níða hörundsdökkt fólk í samræðum við kærustu sína.
Slúðurvefmiðillinn TMZ komst yfir upptökuna sem hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum en leikmenn Clippers stóðu fyrir þöglum mótmælum fyrir leik liðsins í gær gegn Golden State Warriors með því að snúa upphitunargöllum sínum öfugt.
Sterling vildi að kærastan sín hætti að birta myndir af sér með svörtum mönnum og sérstaklega hætta að bjóða þeim eða koma með þá á leiki liðsins. Hún hafði skömmu áður mætt með Magic Johnson á leik Clippers-liðsins og fór það fyrir brjóstið á Sterling.
Fjöldi frægra hörundsdökkra manna í Bandaríkjunum hafa svarað Sterling en þeirra reiðastur var rapparinn SnoopDogg sem sendi Sterling nokkur vel valin orð í gegnum Instagram-síðu sína.
Doc Rivers, þjálfari LA Clippers, sem er svartur, er ekki viss um hvort hann vilji þjálfa liðið á næsta ári vegna uppákomunnar en staðan í einvígi liðsins gegn Golden State Warriors er 2-2 og á Clippers í hættu að fara snemma í sumarfrí.
Nú hafa flestir af stóru styrktaraðilum Clippers sagt skilið við félagið en þar má nefna fyrirtæki á borð við Red Bull, CarMax, Kia, og Virgin America.
Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, tilkynnir á blaðamannafundi á morgun hvað verður gert í málinu en leikmannasamtökin vilja að þetta verði ekki tekið neinum vettlingatökum.
Styrktaðilar flýja frá Clippers vegna rasisma eigandans
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti