Krefja Kópavogsbæ um 75 milljarða Stefán Árni Pálsson skrifar 28. apríl 2014 16:20 Hafa stefnt Kópavogsbæ vegna eignarnáms á landi Vatnsenda. Erfingjar Sigurðar K. Hjaltested, fyrrum ábúenda á Vatnsenda, hafa stefnt Kópavogsbæ vegna eignarnáms á landi Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Hópurinn krefst þess að Kópavogsbær greiði 74,8 milljarða, en varakrafa hljóðar upp á 47,6 milljarða. Málið verður þingfest 5. nóvember næstkomandi. Kópavogsbær telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Fram kemur í tilkynningunni að Kópavogsbær mun krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda. Hér að neðan má lesa fréttatilkynningu Kópavogsbæjar í heild sinni: Kópavogsbæ hefur verið birt stefna af hálfu hluta erfingja Sigurðar K. Hjaltested fyrrum ábúenda á Vatnsenda. Eru dómkröfur stefnenda þær að Kópavogsbær greiði þeim kr. 74.811.389.954 vegna eignarnáms á landi í Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Fjárhæð varakröfu er kr. 47.558.500.000. Málið verður þingfest 5. nóvember næstkomandi. Kópavogsbær telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Mun Kópavogsbær krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda. Kópavogsbæ hefur í fjögur skipti verið heimilað að taka land í Vatnsenda eignarnámi. Í öllum tilvikum fóru eignarnám fram á grundvelli eignarnámsheimildar frá opinberum stofnunum og ráðherra. Var Kópavogsbæ skylt að ráðstafa eignarnámsbótum til þinglýsts eiganda Vatnsenda sem jafnframt var ábúandi jarðarinnar. Aðrir opinberir aðilar sem framkvæmt hafa eignarnám í landi Vatnsenda hafa jafnframt ráðstafað eignarnámsbótum til ábúenda jarðarinnar á hverjum tíma. Þeir opinberu aðilar eru íslenska ríkið, Reykjavíkurborg og Landsvirkjun. Áréttað er að öll aðilaskipti að fasteignum eru háð þeirri grundvallarforsendu að aðilar megi treysta á réttmæti upplýsinga úr þinglýsingarbók. Önnur regla myndi leiða til gríðarlegrar óvissu um það kerfi sem gildir um skráningu eignarhalds að fasteignum á Íslandi. Kópavogsbær harmar að hann hafi verið dreginn inn í harðvítugar deilur milli erfingja að dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested sem lést árið 1966. Umrætt dánarbú er enn til opinberra skipta. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Erfingjar Sigurðar K. Hjaltested, fyrrum ábúenda á Vatnsenda, hafa stefnt Kópavogsbæ vegna eignarnáms á landi Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Hópurinn krefst þess að Kópavogsbær greiði 74,8 milljarða, en varakrafa hljóðar upp á 47,6 milljarða. Málið verður þingfest 5. nóvember næstkomandi. Kópavogsbær telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Fram kemur í tilkynningunni að Kópavogsbær mun krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda. Hér að neðan má lesa fréttatilkynningu Kópavogsbæjar í heild sinni: Kópavogsbæ hefur verið birt stefna af hálfu hluta erfingja Sigurðar K. Hjaltested fyrrum ábúenda á Vatnsenda. Eru dómkröfur stefnenda þær að Kópavogsbær greiði þeim kr. 74.811.389.954 vegna eignarnáms á landi í Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Fjárhæð varakröfu er kr. 47.558.500.000. Málið verður þingfest 5. nóvember næstkomandi. Kópavogsbær telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Mun Kópavogsbær krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda. Kópavogsbæ hefur í fjögur skipti verið heimilað að taka land í Vatnsenda eignarnámi. Í öllum tilvikum fóru eignarnám fram á grundvelli eignarnámsheimildar frá opinberum stofnunum og ráðherra. Var Kópavogsbæ skylt að ráðstafa eignarnámsbótum til þinglýsts eiganda Vatnsenda sem jafnframt var ábúandi jarðarinnar. Aðrir opinberir aðilar sem framkvæmt hafa eignarnám í landi Vatnsenda hafa jafnframt ráðstafað eignarnámsbótum til ábúenda jarðarinnar á hverjum tíma. Þeir opinberu aðilar eru íslenska ríkið, Reykjavíkurborg og Landsvirkjun. Áréttað er að öll aðilaskipti að fasteignum eru háð þeirri grundvallarforsendu að aðilar megi treysta á réttmæti upplýsinga úr þinglýsingarbók. Önnur regla myndi leiða til gríðarlegrar óvissu um það kerfi sem gildir um skráningu eignarhalds að fasteignum á Íslandi. Kópavogsbær harmar að hann hafi verið dreginn inn í harðvítugar deilur milli erfingja að dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested sem lést árið 1966. Umrætt dánarbú er enn til opinberra skipta.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent