Það verða eflaust mikil læti á Allianz-vellinum í München á morgun þegar Bayern tekur á móti Real Madrid í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Bayern þarf að vinna upp eins marks forskot spænska liðsins frá fyrri leiknum. Pep Guardiola, þjálfari Bayern, vill sjá lykilmann Bayern, Franck Ribery, reiðan í leiknum.
"Ribery er okkur mjög mikilvægur. Ég er alltaf kátur þegar hann spilar vel. Þegar hann er fullur af krafti og metnaði. Það vantar samt stundum smá reiði í hann en ég er viss um að hann muni spila vel í leiknum," sagði Guardiola.
"Við vildum ná útivallarmarki í Madrid en það gekk ekki upp. Þess vegna verðum við að sækja af enn meiri krafti núna. Að sama skapi verðum við að passa upp á skyndisóknir þeirra."
Guardiola vill sjá Ribery reiðan á vellinum

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti


„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1

