Hamraborgin, há og ? Hannes Friðbjarnarson skrifar 28. apríl 2014 13:48 Í Kópavogi var Hamraborgin lengi vel kölluð miðbærinn, þar var hægt að finna nánast alla þá þjónustu sem bæjarfélag þurfti, matvöruverslanir, banka, bókabúð, blómabúð, veitingahús og meira að segja plötubúð. Þegar ég var ungur drengur þótti mér alltaf gaman að fara í Hamraborgina, fara í Tónborg og kaupa mér plötu með KISS eða Duran Duran á meðan mamma var í hannyrðaversluninni eða að kaupa í matinn. Kópavogur er ekki sama bæjarfélagið og það var fyrir 25 árum síðan, og Hamraborgin er ekki miðbær Kópavogs, alveg sama hverju aðrir halda fram. Hamraborgin er ekki lengur þessi miðpunktur þar sem allt var að finna, í dag er þetta staður sem maður keyrir í gegnum mjög fljótt, og í mesta lagi stekkur maður inn í búð eða kaupir bensín í einu bensínstöðinni í heiminum sem er innandyra. Á dögunum talaði Gísli Marteinn Baldursson um það að ferðamenn hefðu ekkert að sækja í Kópavog og Framsóknarmenn brugðust illa við með skrifum í fjölmiðla. Að mörgu leyti er ég sammála Gísla. Þegar ég ferðast til London, sem ég hef oft gert, dettur mér ekki til hugar að vera að eyða tíma mínum í Watford, sem er örugglega ágætt úthverfi þessarar frábæru stórborgar, en ferðamenn vilja vera miðsvæðis, í hringiðunni þar sem allt er. Ég er meira á því að við þurfum að bæta Kópavog fyrir Kópavogsbúa, gera þau svæði sem eru til nú þegar enn betri. Hvað er til ráða? Til þess Hamraborgin lifni við og verði miðbær á ný, þarf að breyta ýmsu. Það þarf að bæta aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, gera fleiri svæði græn og laða að verslunarmenn, gallerý og alla þá sem hafa einhverskonar þjónustu að bjóða. *Það eru fjölmörg bílastæði í bílastæðahúsinu í Hamraborginni og allt of mikið af plássi sem fer undir bíla utandyra, plássi sem væri hægt að nýta fyrir gangandi vegfarendur, bekki og borð, leiktæki, aðstöðu fyrir listamenn og margt fleira. Þó svo að Hamraborgin sé ekki lengur hinn svokallaði miðbær Kópavogs þá er hún samt enn þýðingarmikil fyrir íbúa bæjarfélagsins og sér í lagi þá sem búa enn í póstnúmerinu 200. Væri ekki gaman ef hægt væri að fara í Hamraborgina til að kíkja í gallerý eða skoða vinnustofur hjá listamönnum, fara í Frú Laugu og kaupa beint af bónda, kíkja í Lucky Records og skoða plötur, leyfa börnunum að leika sér á grænu svæði áður en maður sest inn á á Café Dix til að fá sér kaffi? Þeir aðilar sem enn eru að reka þjónustu í Hamraborg og hafa gert um árabil eru hugað fólk. Fólk sem greinilega trúir á staðinn og trúir á þá sem búa þarna í kring. Hamraborgin og bæjarfélagið má ekki við því að missa þessa aðila af svæðinu en ef ekkert er að gert , gefast þeir upp á endanum. Hlúum að Hamraborginni, gerum hana að vistlegu svæði þannig að hún laði að þjónustu af ýmsu tagi og umfram allt laði að íbúa Kópavogs. Hamraborgin getur verið miðbær þar sem þig langar til að eyða deginum Ég trúi á Hamraborgina.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kópavogi var Hamraborgin lengi vel kölluð miðbærinn, þar var hægt að finna nánast alla þá þjónustu sem bæjarfélag þurfti, matvöruverslanir, banka, bókabúð, blómabúð, veitingahús og meira að segja plötubúð. Þegar ég var ungur drengur þótti mér alltaf gaman að fara í Hamraborgina, fara í Tónborg og kaupa mér plötu með KISS eða Duran Duran á meðan mamma var í hannyrðaversluninni eða að kaupa í matinn. Kópavogur er ekki sama bæjarfélagið og það var fyrir 25 árum síðan, og Hamraborgin er ekki miðbær Kópavogs, alveg sama hverju aðrir halda fram. Hamraborgin er ekki lengur þessi miðpunktur þar sem allt var að finna, í dag er þetta staður sem maður keyrir í gegnum mjög fljótt, og í mesta lagi stekkur maður inn í búð eða kaupir bensín í einu bensínstöðinni í heiminum sem er innandyra. Á dögunum talaði Gísli Marteinn Baldursson um það að ferðamenn hefðu ekkert að sækja í Kópavog og Framsóknarmenn brugðust illa við með skrifum í fjölmiðla. Að mörgu leyti er ég sammála Gísla. Þegar ég ferðast til London, sem ég hef oft gert, dettur mér ekki til hugar að vera að eyða tíma mínum í Watford, sem er örugglega ágætt úthverfi þessarar frábæru stórborgar, en ferðamenn vilja vera miðsvæðis, í hringiðunni þar sem allt er. Ég er meira á því að við þurfum að bæta Kópavog fyrir Kópavogsbúa, gera þau svæði sem eru til nú þegar enn betri. Hvað er til ráða? Til þess Hamraborgin lifni við og verði miðbær á ný, þarf að breyta ýmsu. Það þarf að bæta aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, gera fleiri svæði græn og laða að verslunarmenn, gallerý og alla þá sem hafa einhverskonar þjónustu að bjóða. *Það eru fjölmörg bílastæði í bílastæðahúsinu í Hamraborginni og allt of mikið af plássi sem fer undir bíla utandyra, plássi sem væri hægt að nýta fyrir gangandi vegfarendur, bekki og borð, leiktæki, aðstöðu fyrir listamenn og margt fleira. Þó svo að Hamraborgin sé ekki lengur hinn svokallaði miðbær Kópavogs þá er hún samt enn þýðingarmikil fyrir íbúa bæjarfélagsins og sér í lagi þá sem búa enn í póstnúmerinu 200. Væri ekki gaman ef hægt væri að fara í Hamraborgina til að kíkja í gallerý eða skoða vinnustofur hjá listamönnum, fara í Frú Laugu og kaupa beint af bónda, kíkja í Lucky Records og skoða plötur, leyfa börnunum að leika sér á grænu svæði áður en maður sest inn á á Café Dix til að fá sér kaffi? Þeir aðilar sem enn eru að reka þjónustu í Hamraborg og hafa gert um árabil eru hugað fólk. Fólk sem greinilega trúir á staðinn og trúir á þá sem búa þarna í kring. Hamraborgin og bæjarfélagið má ekki við því að missa þessa aðila af svæðinu en ef ekkert er að gert , gefast þeir upp á endanum. Hlúum að Hamraborginni, gerum hana að vistlegu svæði þannig að hún laði að þjónustu af ýmsu tagi og umfram allt laði að íbúa Kópavogs. Hamraborgin getur verið miðbær þar sem þig langar til að eyða deginum Ég trúi á Hamraborgina.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun