"Þetta er búið að vera rosalegt ævintýri“ Baldvin Þormóðsson skrifar 27. apríl 2014 23:24 Brynjar Dagur er virkilega hæfileikaríkur dansari. Vísir/Andri „Mér líður mjög vel,“ segir hinn ungi dansari, Brynjar Dagur Albertsson í viðtali við Vísi en hann vann sigur í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í kvöld. „Þetta er búið að vera svo geggjað ævintýri,“ segir sigurvegarinn. „Ég er bara svo ánægður að hafa kynnst öllum þessu krökkum, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt.“ Aðspurður hvað Brynjar Dagur ætli að gera við verðlaunaféð segist hann ætla að eyða einhverju í dansinn og eiga síðan eitthvað fyrir framtíðina. „Síðan kaupi ég mér bara eitthvað flott,“ segir Brynjar og hlær. Ungi dansarinn hefur þó fleiri áhugamál en hann er að sækja um í tölvu- og forritunarnám í Tækniskólanum. „Pabbi minn er forritari og mig hefur alltaf langað til þess að læra það líka.“ Brynjar segir að af dómurunum þá sé Bubbi Morthens í uppáhaldi. „Mér finnst hann bara svo skemmtilegur og algjör kóngur.“Jón Arnór er svakalegur á sviði.Vísir/AndriTöfraði sig inn í hjörtu Íslendinga Sá sem þurfti að bíta í það súra epli að lenda í öðru sæti var töframaðurinn Jón Arnór Pétursson, en hann náði að töfra sig inn í hjörtu margra Íslendinga á undanförnum vikum þrátt fyrir að hafa ekki hafnað í fyrsta sæti. Aðspurður segist Jón Arnór þó ekki láta ósigurinn á sig fá. „Mér líður bara vel,“ segir ungi töframaðurinn sem bætir því við að það muni ekkert stöðva hann í töfrabransanum. „Ég myndi aldrei hætta að töfra,“ segir Jón Arnór en áhugasamir geta bókað töframanninn í veislur eða uppákomur. „Það er bara hægt að hringja í pabba.“Þórunn Antonía er ánægð með niðurstöður kvöldsins.Vísir/AndriVissi ekkert við hverju átti að búastÞórunn Antonía Magnúsdóttir var ein dómara Ísland Got Talent en hún segir keppnina hafa verið frábæra lífsreynslu. „Ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast þegar ég tók við þessu verkefni,“ segir söngkonan. „Þegar maður er sjálfur listamaður þá er svolítið skrítið að setja sig í þessa aðstöðu að dæma aðra,“ segir Þórunn sem bætir því við að það kom henni verulega á óvart hvað verkefnið var skemmtilegt, krefjandi og gefandi. Aðspurð hvað henni finnist um niðurstöður kvöldsins segist hún vera rosalega ánægð. „Ég hefði líka verið sátt við öll atriði úrslitakvöldsins að enda sem siguratriði,’’ segir Þórunn. ,,En með Brynjar Dag, það er ekki hægt að segja annað en að hann hafi ótvíræða hæfileika, hann er ótrúlegur þessi strákur eins og hinir krakkarnir.“ Þórunn segist ekki vita hvernig dómaraskipanin verður í næstu seríu þáttarins en hún bætir því við að hún hefði klárlega áhuga á að taka að sér verkefnið aftur. Brynjar Dagur mætti í viðtal í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun og talaði um upplifun sína af keppninni. Hér má hlusta á viðtalið. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Skipti um jakkaföt á 70 sekúndum Auðunn Blöndal, kynnir Íslands got talent, hafði 70 sekúndur til að skipta um jakkaföt eftir opnunaratriði sitt. 27. apríl 2014 20:14 Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent Brynjar hlýtur tíu milljónir króna í verðlaun fyrir að sigra á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar í Austurbæ í kvöld. 27. apríl 2014 19:15 Þjóðin fær að ráða Úrslitin í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent ráðast í kvöld en það er alfarið í höndum áhorfenda hver sigrar keppnina í kvöld. Dómnefndin ætlar samt að mæta á staðinn og láta í sér heyra. 27. apríl 2014 19:30 Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Sjá meira
„Mér líður mjög vel,“ segir hinn ungi dansari, Brynjar Dagur Albertsson í viðtali við Vísi en hann vann sigur í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í kvöld. „Þetta er búið að vera svo geggjað ævintýri,“ segir sigurvegarinn. „Ég er bara svo ánægður að hafa kynnst öllum þessu krökkum, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt.“ Aðspurður hvað Brynjar Dagur ætli að gera við verðlaunaféð segist hann ætla að eyða einhverju í dansinn og eiga síðan eitthvað fyrir framtíðina. „Síðan kaupi ég mér bara eitthvað flott,“ segir Brynjar og hlær. Ungi dansarinn hefur þó fleiri áhugamál en hann er að sækja um í tölvu- og forritunarnám í Tækniskólanum. „Pabbi minn er forritari og mig hefur alltaf langað til þess að læra það líka.“ Brynjar segir að af dómurunum þá sé Bubbi Morthens í uppáhaldi. „Mér finnst hann bara svo skemmtilegur og algjör kóngur.“Jón Arnór er svakalegur á sviði.Vísir/AndriTöfraði sig inn í hjörtu Íslendinga Sá sem þurfti að bíta í það súra epli að lenda í öðru sæti var töframaðurinn Jón Arnór Pétursson, en hann náði að töfra sig inn í hjörtu margra Íslendinga á undanförnum vikum þrátt fyrir að hafa ekki hafnað í fyrsta sæti. Aðspurður segist Jón Arnór þó ekki láta ósigurinn á sig fá. „Mér líður bara vel,“ segir ungi töframaðurinn sem bætir því við að það muni ekkert stöðva hann í töfrabransanum. „Ég myndi aldrei hætta að töfra,“ segir Jón Arnór en áhugasamir geta bókað töframanninn í veislur eða uppákomur. „Það er bara hægt að hringja í pabba.“Þórunn Antonía er ánægð með niðurstöður kvöldsins.Vísir/AndriVissi ekkert við hverju átti að búastÞórunn Antonía Magnúsdóttir var ein dómara Ísland Got Talent en hún segir keppnina hafa verið frábæra lífsreynslu. „Ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast þegar ég tók við þessu verkefni,“ segir söngkonan. „Þegar maður er sjálfur listamaður þá er svolítið skrítið að setja sig í þessa aðstöðu að dæma aðra,“ segir Þórunn sem bætir því við að það kom henni verulega á óvart hvað verkefnið var skemmtilegt, krefjandi og gefandi. Aðspurð hvað henni finnist um niðurstöður kvöldsins segist hún vera rosalega ánægð. „Ég hefði líka verið sátt við öll atriði úrslitakvöldsins að enda sem siguratriði,’’ segir Þórunn. ,,En með Brynjar Dag, það er ekki hægt að segja annað en að hann hafi ótvíræða hæfileika, hann er ótrúlegur þessi strákur eins og hinir krakkarnir.“ Þórunn segist ekki vita hvernig dómaraskipanin verður í næstu seríu þáttarins en hún bætir því við að hún hefði klárlega áhuga á að taka að sér verkefnið aftur. Brynjar Dagur mætti í viðtal í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun og talaði um upplifun sína af keppninni. Hér má hlusta á viðtalið.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Skipti um jakkaföt á 70 sekúndum Auðunn Blöndal, kynnir Íslands got talent, hafði 70 sekúndur til að skipta um jakkaföt eftir opnunaratriði sitt. 27. apríl 2014 20:14 Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent Brynjar hlýtur tíu milljónir króna í verðlaun fyrir að sigra á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar í Austurbæ í kvöld. 27. apríl 2014 19:15 Þjóðin fær að ráða Úrslitin í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent ráðast í kvöld en það er alfarið í höndum áhorfenda hver sigrar keppnina í kvöld. Dómnefndin ætlar samt að mæta á staðinn og láta í sér heyra. 27. apríl 2014 19:30 Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Sjá meira
Skipti um jakkaföt á 70 sekúndum Auðunn Blöndal, kynnir Íslands got talent, hafði 70 sekúndur til að skipta um jakkaföt eftir opnunaratriði sitt. 27. apríl 2014 20:14
Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent Brynjar hlýtur tíu milljónir króna í verðlaun fyrir að sigra á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar í Austurbæ í kvöld. 27. apríl 2014 19:15
Þjóðin fær að ráða Úrslitin í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent ráðast í kvöld en það er alfarið í höndum áhorfenda hver sigrar keppnina í kvöld. Dómnefndin ætlar samt að mæta á staðinn og láta í sér heyra. 27. apríl 2014 19:30