Bayern München náði ekki að brjóta niður þéttan varnarmúr Real Madrid er liðin mættust í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Real fer til Þýskalands með eins marks forskot og það sem meira er fékk liðið ekki mark á sig á heimavelli og munar um minna.
Arnar Björnsson gerði leikinn upp með þeim Reyni Leóssyni og Tómasi Inga Tómassyni.
Meistaramörkin: Varnarmúr Real of þéttur fyrir Bayern
Tengdar fréttir

Ramos: Spiluðum frábæran varnarleik
Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, var hæstánægður með 1-0 sigurinn á Bayern München í kvöld.

Benzema sá um Bayern | Sjáðu markið
Real Madrid er í góðri stöðu í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á heimavelli á Evrópumeisturum Bayern München.