Bayern München náði ekki að brjóta niður þéttan varnarmúr Real Madrid er liðin mættust í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Real fer til Þýskalands með eins marks forskot og það sem meira er fékk liðið ekki mark á sig á heimavelli og munar um minna.
Arnar Björnsson gerði leikinn upp með þeim Reyni Leóssyni og Tómasi Inga Tómassyni.
