Körfubolti

Nautin send í frí | Clippers og Memphis í góðri stöðu

Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá leikmönnum Bulls.
Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá leikmönnum Bulls. vísir/getty
Lið Chicago Bulls er farið í sumarfrí í NBA-deildinni eftir að hafa tapað 4-1 fyrir Washington í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

John Wall sem fyrr sterkur í liði Washington með 24 stig en þeir Kirk Hinrich og Jimmy Butler skoruðu 16 stig fyrir Bulls.

Í gær var eigandi LA Clippers, Donald Sterling, rekinn úr NBA-deildinni fyrir rasisma og það fór greinilega vel í leikmenn liðsins sem höfðu mótmælt eiganda sínum fyrir leikinn þar á undan sem þeir töpuðu.

DeAndre Jordan leiddi lið Clippers til sigurs með 25 stig og 18 fráköst.

Memphis er síðan komið í lykilstöðu í einvíginu gegn Oklahoma eftir leik næturinnar. Mike Miller drjúgur hjá Memphis með 21 stig en Russell Westbrook skoraði 30 stig fyrir Oklahoma.

Úrslit (Staðan í einvíginu):

Chicago-Washington 69-74 (1-4)

Oklahoma-Memphis  99-100 (2-3)

LA Clippers-Golden State  113-103 (3-2)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×