Miami og San Antonio komin í 2-0 Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2014 07:26 Brooklyn Nets, sem vann meistara Miami Heat fjórum sinnum í deildarkeppninni, er nú búið að tapa fyrstu tveimur leikjunum í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildar NBA.LeBron James skoraði 22 stig fyrir Miami í nótt sem vann, 94-82, og fer með 2-0 forystu í einvíginu til Brooklyn. ChrisBosh skoraði 18 stig og DwayneWade átti fínan leik með 14 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá Brooklyn var Bosníumaðurinn MirzaTeletovic, sem mætir Íslandi í undankeppni EM 2015 í Höllinni í sumar, stigahæstur með 20 stig af bekknum en Shaun Livingston skoraði mest af byrjunarliðinu eða 15 stig.Deron Williams og Kevin Garnett voru ískaldir í nótt. Williams skoraði ekki stig úr ellefu skottilraunum og Garnett skoraði ekki nema 4 stig. Hann tók þó 11 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Portland Trail Blazers, sem vann Houston Rockets, 4-1, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, virðist vera eins og leir í höndunum og reynslumiklu liði San Antonio Spurs. Spurs er komið í 2-0 í einvígi liðanna eftir öruggan 114-97 sigur í nótt. Fjórir af fimm í byrjunarliði Spurs skoruðu tíu stig eða meira en þeirra atkvæðamestur var Kawhi Leonard sem skoraði 20 stig. Tony Parker skoraði 16 stig sem og Argentínumaðurinn Manu Ginobli sem kom einu sinni sem oftar heitur inn af bekknum. Frakkinn Nicolas Batum var stigahæstur hjá Portland með 21 stig en kraftframherjinn magnaði, LaMarcus Aldridge, skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. Seríurnar færast nú til Brooklyn og Portland. NBA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Sjá meira
Brooklyn Nets, sem vann meistara Miami Heat fjórum sinnum í deildarkeppninni, er nú búið að tapa fyrstu tveimur leikjunum í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildar NBA.LeBron James skoraði 22 stig fyrir Miami í nótt sem vann, 94-82, og fer með 2-0 forystu í einvíginu til Brooklyn. ChrisBosh skoraði 18 stig og DwayneWade átti fínan leik með 14 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá Brooklyn var Bosníumaðurinn MirzaTeletovic, sem mætir Íslandi í undankeppni EM 2015 í Höllinni í sumar, stigahæstur með 20 stig af bekknum en Shaun Livingston skoraði mest af byrjunarliðinu eða 15 stig.Deron Williams og Kevin Garnett voru ískaldir í nótt. Williams skoraði ekki stig úr ellefu skottilraunum og Garnett skoraði ekki nema 4 stig. Hann tók þó 11 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Portland Trail Blazers, sem vann Houston Rockets, 4-1, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, virðist vera eins og leir í höndunum og reynslumiklu liði San Antonio Spurs. Spurs er komið í 2-0 í einvígi liðanna eftir öruggan 114-97 sigur í nótt. Fjórir af fimm í byrjunarliði Spurs skoruðu tíu stig eða meira en þeirra atkvæðamestur var Kawhi Leonard sem skoraði 20 stig. Tony Parker skoraði 16 stig sem og Argentínumaðurinn Manu Ginobli sem kom einu sinni sem oftar heitur inn af bekknum. Frakkinn Nicolas Batum var stigahæstur hjá Portland með 21 stig en kraftframherjinn magnaði, LaMarcus Aldridge, skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. Seríurnar færast nú til Brooklyn og Portland.
NBA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Sjá meira