Samfylking og Frjálslyndi flokkurinn renna saman í nýjan lista Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2014 17:15 Sigurjón Þórðarson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir. Gréta leiðir nýjan K-lista Nýtt framboð mun bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í Skagafirði. Nýja framboðið býður fram undir merkjum K-lista og þá er líklegt að fjögur framboð verði í boði fyrir íbúa sveitarfélagsins Skagafjarðar í komandi kosningum. Framboðin eru Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri Græn og nýtt framboð K-lista. Feykir sagði frá því í gær hverjir skipuðu framboðslista K-listans. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar er oddviti listans. Því er líklegt að Samfylkingin bjóði ekki fram undir sínum eigin merkjum í Skagafirði í kosningunum í maí. Annað sætið skipar síðan annar sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrum alþingismaður, Sigurjón Þórðarson. Sigurjón var kosinn í sveitarstjórn fyrir fjórum árum fyrir Frjálslynda flokkinn. Þessir flokkar hafa unnið í minnihluta auk Sjálfstæðisflokks síðustu fjögur ár. Framsóknarflokkur og Vinstri græn mynduðu meirihluta eftir kosningarnar 2010. Samfylkingin og listi frjálslyndra og óháðra fengu samanlagt tvo fulltrúa í sveitarstjórn fyrir fjórum árum. Sveitarfélagið Skagafjörður varð til við mikla sameiningu sveitarfélaga í firðinum árið 1998. Stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins er Sauðárkrókur en þar búa ríflega 2.500 manns. Sveitarfélagið allt telur um 4.000 íbúa. Eftirfarandi er framboðslisti K-lista Skagafjarðar:Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnisstjóriSigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóriHanna Þrúður Þórðardóttir, frumkvöðull og starfsmaður í liðveisluIngvar Björn Ingimundarson, nemiGuðni Kristjánsson, ráðgjafiGuðný H Kjartansdóttir, verkakonaGísli Felix Ragnarsson, frístundaleiðbeinandiÞorgerður Eva Þórhallsdóttir, þjónustufulltrúiJón G. Jóhannesson, sjómaðurSteinar Skarphéðinsson, vélstjóriHelgi Thorarensen, prófessorBenjamín Baldursson, nemiSigurlaug Rún Brynleifsdóttir, deildarstjóriÞorsteinn T. Broddason, verkefnastjóriGuðrún Helgadóttir , deildarstjóriLeifur Eiríksson, gæðastjóriPálmi Sighvatsson, bólstrariIngibjörg Hafstað, bóndi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland vestra Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Nýtt framboð mun bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í Skagafirði. Nýja framboðið býður fram undir merkjum K-lista og þá er líklegt að fjögur framboð verði í boði fyrir íbúa sveitarfélagsins Skagafjarðar í komandi kosningum. Framboðin eru Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri Græn og nýtt framboð K-lista. Feykir sagði frá því í gær hverjir skipuðu framboðslista K-listans. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar er oddviti listans. Því er líklegt að Samfylkingin bjóði ekki fram undir sínum eigin merkjum í Skagafirði í kosningunum í maí. Annað sætið skipar síðan annar sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrum alþingismaður, Sigurjón Þórðarson. Sigurjón var kosinn í sveitarstjórn fyrir fjórum árum fyrir Frjálslynda flokkinn. Þessir flokkar hafa unnið í minnihluta auk Sjálfstæðisflokks síðustu fjögur ár. Framsóknarflokkur og Vinstri græn mynduðu meirihluta eftir kosningarnar 2010. Samfylkingin og listi frjálslyndra og óháðra fengu samanlagt tvo fulltrúa í sveitarstjórn fyrir fjórum árum. Sveitarfélagið Skagafjörður varð til við mikla sameiningu sveitarfélaga í firðinum árið 1998. Stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins er Sauðárkrókur en þar búa ríflega 2.500 manns. Sveitarfélagið allt telur um 4.000 íbúa. Eftirfarandi er framboðslisti K-lista Skagafjarðar:Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnisstjóriSigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóriHanna Þrúður Þórðardóttir, frumkvöðull og starfsmaður í liðveisluIngvar Björn Ingimundarson, nemiGuðni Kristjánsson, ráðgjafiGuðný H Kjartansdóttir, verkakonaGísli Felix Ragnarsson, frístundaleiðbeinandiÞorgerður Eva Þórhallsdóttir, þjónustufulltrúiJón G. Jóhannesson, sjómaðurSteinar Skarphéðinsson, vélstjóriHelgi Thorarensen, prófessorBenjamín Baldursson, nemiSigurlaug Rún Brynleifsdóttir, deildarstjóriÞorsteinn T. Broddason, verkefnastjóriGuðrún Helgadóttir , deildarstjóriLeifur Eiríksson, gæðastjóriPálmi Sighvatsson, bólstrariIngibjörg Hafstað, bóndi
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland vestra Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira