Bandarískir fjölmiðlar fóru að slúðra um það í kvöld að það verði Kevin Durant sem fái verðlaunin sem mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á þessu tímabili.
LeBron James hefur verið kosinn bestur undafarin tvö ár og alls fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Durant varð í öðru sæti síðustu tvö tímabil en er nú loksins númer eitt samkvæmt heimildum ESPN og fleiri miðla í Bandaríkjunum..
LeBron James var í framhaldinu spurður út í fréttirnar og hann viðurkenndi fúslega að Kevin Durant hafi verið sá besti á leiktíðinni.
„Ég ber mikla virðingu fyrir honum og hann á þetta skilið. Hann er búinn að eiga alvöru MVP-tímabil," sagði LeBron James.
Kevin Durant var með 32,0 stig, 7,4 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali í deildarkeppninni en hann hitti úr 50,3 prósent skots sinna, 39 prósent þriggja stiga skotanna og 87,3 prósent vítanna.
LeBron James: Durant á skilið að vera kosinn bestur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“
Enski boltinn

„Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“
Íslenski boltinn


„Dóri verður að hætta þessu væli“
Íslenski boltinn

Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni
Íslenski boltinn


Ingibjörg seld til Freiburg
Fótbolti

Bale af golfvellinum og á skjáinn
Enski boltinn

Enska augnablikið: Sá allra svalasti
Enski boltinn

Hákon Rafn gæti fengið sénsinn
Enski boltinn