Framkvæmdaleyfi við Reykjavíkurflugvöll geti fengist á næstu vikum Hrund Þórsdóttir skrifar 2. maí 2014 20:00 Hjartað í Vatnsmýri hélt í morgun fréttamannafund á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar til að kynna það sem samtökin kalla gróf skref meirihluta borgarstjórnar síðustu vikur í átt að niðurrifi flugvallarins. Málið snýst fyrst og fremst um flugbrautina sem liggur í norð-austur, suð-vestur en hún er kölluð neyðarflugbrautin og til hennar er gripið við erfiðustu aðstæður. Samkvæmt nýju deiliskipulagi mun hún víkja. Deiliskipulagið var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði 26.mars síðastliðinn, degi síðar í borgarráði og fyrsta apríl í borgarstjórn. Málið fékk því hraða afgreiðslu og formenn Hjartans í Vatnsmýri segja meirihluta Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar í borgarstjórn, vanvirða samkomulag um sáttarferli flugvallarins frá því í fyrra. Um leið láti hann líta út fyrir að málið sé í farvegi nefndar Rögnu Árnadóttur sem koma á með tillögur um valkosti fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. „Það væri í raun hægt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir í kringum völlinn bara núna á næstu vikum og það gæti komið mjög niður á framtíðarmöguleikum og Vatnsmýrarvalkostinum innan Rögnunefndarinnar. Það er búið að þrengja mjög að þessu máli og almenningur er mjög illa upplýstur um það ferli sem hefur farið fram,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri. Samtökin eru ósátt við niðurrif fluggarða, sem Stöð 2 og Vísir hafa áður fjallað um og benda á að fyrirhuguð byggð við Hlíðarenda og í Skerjafirði eyðileggi neyðarbrautina. Völlurinn verði þá ófær til sjúkraflugs í verstu veðrum og lokunardögum fjölgi mjög, sem færi nýtingarhlutfall hans í ruslflokk. „Völlurinn fer raunverulega undir kröfur alþjóðaflugmálastjórnar um 95% nothæfisstuðul,“ segir Njáll. Hann segir um mikilvægt kosningamál að ræða. „Það skiptir okkur miklu máli að fólk viti að við erum þverpólitísk. Við styðjum alla sem styðja völlinn í Vatnsmýrinni.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna,“ segir Samfylkingarkonan Kristín Soffía Jónsdóttir. 2. maí 2014 14:32 Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Hjartað í Vatnsmýri hélt í morgun fréttamannafund á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar til að kynna það sem samtökin kalla gróf skref meirihluta borgarstjórnar síðustu vikur í átt að niðurrifi flugvallarins. Málið snýst fyrst og fremst um flugbrautina sem liggur í norð-austur, suð-vestur en hún er kölluð neyðarflugbrautin og til hennar er gripið við erfiðustu aðstæður. Samkvæmt nýju deiliskipulagi mun hún víkja. Deiliskipulagið var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði 26.mars síðastliðinn, degi síðar í borgarráði og fyrsta apríl í borgarstjórn. Málið fékk því hraða afgreiðslu og formenn Hjartans í Vatnsmýri segja meirihluta Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar í borgarstjórn, vanvirða samkomulag um sáttarferli flugvallarins frá því í fyrra. Um leið láti hann líta út fyrir að málið sé í farvegi nefndar Rögnu Árnadóttur sem koma á með tillögur um valkosti fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. „Það væri í raun hægt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir í kringum völlinn bara núna á næstu vikum og það gæti komið mjög niður á framtíðarmöguleikum og Vatnsmýrarvalkostinum innan Rögnunefndarinnar. Það er búið að þrengja mjög að þessu máli og almenningur er mjög illa upplýstur um það ferli sem hefur farið fram,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri. Samtökin eru ósátt við niðurrif fluggarða, sem Stöð 2 og Vísir hafa áður fjallað um og benda á að fyrirhuguð byggð við Hlíðarenda og í Skerjafirði eyðileggi neyðarbrautina. Völlurinn verði þá ófær til sjúkraflugs í verstu veðrum og lokunardögum fjölgi mjög, sem færi nýtingarhlutfall hans í ruslflokk. „Völlurinn fer raunverulega undir kröfur alþjóðaflugmálastjórnar um 95% nothæfisstuðul,“ segir Njáll. Hann segir um mikilvægt kosningamál að ræða. „Það skiptir okkur miklu máli að fólk viti að við erum þverpólitísk. Við styðjum alla sem styðja völlinn í Vatnsmýrinni.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna,“ segir Samfylkingarkonan Kristín Soffía Jónsdóttir. 2. maí 2014 14:32 Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
„Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna,“ segir Samfylkingarkonan Kristín Soffía Jónsdóttir. 2. maí 2014 14:32
Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15