Tuttugu ár frá því að Ayrton Senna lést Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2014 14:00 Ayrton Senna. Vísir/Getty Brasilíski kappakstursmaðurinn Ayrton Senna lést fyrir tuttugu árum síðan eftir árekstur í formúlu eitt keppni á Imola-brautinni í San Marínó en hann var þá aðeins 34 ára gamall og þrefaldur heimsmeistari. Fjölmargir hafa minnst Ayrton Senna í dag sem og Austurríkismannsins Roland Ratzenberger sem lést í tímatökunni fyrir sama kappakstur á Imola-brautinni 1. maí 1994. Það verður meðal annars fjögurra daga minningarathöfn á Imola-brautinni þar sem sérstök minningarganga um þá Ayrton Senna og Roland Ratzenberger fer fram í dag en í gær var messa tileinkuð þeim þar sem foreldrar Ratzenberger tóku þátt. Ayrton Senna var talsmaður þess að bæta öryggi ökumanna og gagnrýndi Imola-brautina meðal annars eftir dauðaslys Roland Ratzenberger. Aðeins sólarhring seinna var hann sjálfur allur eftir að hafa keyrt út úr brautinni í beygju og á vegg. Ayrton Senna er í margra augum einn fremsti formúlu eitt ökumaður allra tíma og sem dæmi um vinsældir hans í Brasilíu þá hafa Brasilíumenn sett hann ofar en Pele þegar þeir kjósa fremsta íþróttamann í sögu brasilísku þjóðarinnar. Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá þessari skelfilegu helgi í formúlu eitt verður meðal annars boðið upp á sýningar á ljósmyndum frá ferli Senna sem og kvikmyndum um Senna á Imola-brautinni. Sérstök ráðstefna um öryggismál í formúlu eitt fer einnig fram að þessu tilefni. Brautin verður líka opin fyrir gesti sem fá þá tækifæri til að láta reyna á ökumannshæfileika sína þar á meðal verður sérstakur Senna-minningakappakstur á morgun. Senna verður ekki aðeins minnst á Imola-brautinni heldur út um allan heim og Brasilíumenn eru fyrir nokkru farnir að heiðra minningu hans með ýmsum hætti. Leikmenn Corinthians-fótboltaliðsins mættu meðal annars með Senna-hjálma þegar þeir stilltu sér upp fyrir leik á móti erkifjendum sínum en Senna var harður stuðningsmaður Corinthians-liðsins.Ayrton SennaVísir/Getty Formúla San Marínó Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Brasilíski kappakstursmaðurinn Ayrton Senna lést fyrir tuttugu árum síðan eftir árekstur í formúlu eitt keppni á Imola-brautinni í San Marínó en hann var þá aðeins 34 ára gamall og þrefaldur heimsmeistari. Fjölmargir hafa minnst Ayrton Senna í dag sem og Austurríkismannsins Roland Ratzenberger sem lést í tímatökunni fyrir sama kappakstur á Imola-brautinni 1. maí 1994. Það verður meðal annars fjögurra daga minningarathöfn á Imola-brautinni þar sem sérstök minningarganga um þá Ayrton Senna og Roland Ratzenberger fer fram í dag en í gær var messa tileinkuð þeim þar sem foreldrar Ratzenberger tóku þátt. Ayrton Senna var talsmaður þess að bæta öryggi ökumanna og gagnrýndi Imola-brautina meðal annars eftir dauðaslys Roland Ratzenberger. Aðeins sólarhring seinna var hann sjálfur allur eftir að hafa keyrt út úr brautinni í beygju og á vegg. Ayrton Senna er í margra augum einn fremsti formúlu eitt ökumaður allra tíma og sem dæmi um vinsældir hans í Brasilíu þá hafa Brasilíumenn sett hann ofar en Pele þegar þeir kjósa fremsta íþróttamann í sögu brasilísku þjóðarinnar. Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá þessari skelfilegu helgi í formúlu eitt verður meðal annars boðið upp á sýningar á ljósmyndum frá ferli Senna sem og kvikmyndum um Senna á Imola-brautinni. Sérstök ráðstefna um öryggismál í formúlu eitt fer einnig fram að þessu tilefni. Brautin verður líka opin fyrir gesti sem fá þá tækifæri til að láta reyna á ökumannshæfileika sína þar á meðal verður sérstakur Senna-minningakappakstur á morgun. Senna verður ekki aðeins minnst á Imola-brautinni heldur út um allan heim og Brasilíumenn eru fyrir nokkru farnir að heiðra minningu hans með ýmsum hætti. Leikmenn Corinthians-fótboltaliðsins mættu meðal annars með Senna-hjálma þegar þeir stilltu sér upp fyrir leik á móti erkifjendum sínum en Senna var harður stuðningsmaður Corinthians-liðsins.Ayrton SennaVísir/Getty
Formúla San Marínó Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira