Tuttugu ár frá því að Ayrton Senna lést Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2014 14:00 Ayrton Senna. Vísir/Getty Brasilíski kappakstursmaðurinn Ayrton Senna lést fyrir tuttugu árum síðan eftir árekstur í formúlu eitt keppni á Imola-brautinni í San Marínó en hann var þá aðeins 34 ára gamall og þrefaldur heimsmeistari. Fjölmargir hafa minnst Ayrton Senna í dag sem og Austurríkismannsins Roland Ratzenberger sem lést í tímatökunni fyrir sama kappakstur á Imola-brautinni 1. maí 1994. Það verður meðal annars fjögurra daga minningarathöfn á Imola-brautinni þar sem sérstök minningarganga um þá Ayrton Senna og Roland Ratzenberger fer fram í dag en í gær var messa tileinkuð þeim þar sem foreldrar Ratzenberger tóku þátt. Ayrton Senna var talsmaður þess að bæta öryggi ökumanna og gagnrýndi Imola-brautina meðal annars eftir dauðaslys Roland Ratzenberger. Aðeins sólarhring seinna var hann sjálfur allur eftir að hafa keyrt út úr brautinni í beygju og á vegg. Ayrton Senna er í margra augum einn fremsti formúlu eitt ökumaður allra tíma og sem dæmi um vinsældir hans í Brasilíu þá hafa Brasilíumenn sett hann ofar en Pele þegar þeir kjósa fremsta íþróttamann í sögu brasilísku þjóðarinnar. Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá þessari skelfilegu helgi í formúlu eitt verður meðal annars boðið upp á sýningar á ljósmyndum frá ferli Senna sem og kvikmyndum um Senna á Imola-brautinni. Sérstök ráðstefna um öryggismál í formúlu eitt fer einnig fram að þessu tilefni. Brautin verður líka opin fyrir gesti sem fá þá tækifæri til að láta reyna á ökumannshæfileika sína þar á meðal verður sérstakur Senna-minningakappakstur á morgun. Senna verður ekki aðeins minnst á Imola-brautinni heldur út um allan heim og Brasilíumenn eru fyrir nokkru farnir að heiðra minningu hans með ýmsum hætti. Leikmenn Corinthians-fótboltaliðsins mættu meðal annars með Senna-hjálma þegar þeir stilltu sér upp fyrir leik á móti erkifjendum sínum en Senna var harður stuðningsmaður Corinthians-liðsins.Ayrton SennaVísir/Getty Formúla San Marínó Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Brasilíski kappakstursmaðurinn Ayrton Senna lést fyrir tuttugu árum síðan eftir árekstur í formúlu eitt keppni á Imola-brautinni í San Marínó en hann var þá aðeins 34 ára gamall og þrefaldur heimsmeistari. Fjölmargir hafa minnst Ayrton Senna í dag sem og Austurríkismannsins Roland Ratzenberger sem lést í tímatökunni fyrir sama kappakstur á Imola-brautinni 1. maí 1994. Það verður meðal annars fjögurra daga minningarathöfn á Imola-brautinni þar sem sérstök minningarganga um þá Ayrton Senna og Roland Ratzenberger fer fram í dag en í gær var messa tileinkuð þeim þar sem foreldrar Ratzenberger tóku þátt. Ayrton Senna var talsmaður þess að bæta öryggi ökumanna og gagnrýndi Imola-brautina meðal annars eftir dauðaslys Roland Ratzenberger. Aðeins sólarhring seinna var hann sjálfur allur eftir að hafa keyrt út úr brautinni í beygju og á vegg. Ayrton Senna er í margra augum einn fremsti formúlu eitt ökumaður allra tíma og sem dæmi um vinsældir hans í Brasilíu þá hafa Brasilíumenn sett hann ofar en Pele þegar þeir kjósa fremsta íþróttamann í sögu brasilísku þjóðarinnar. Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá þessari skelfilegu helgi í formúlu eitt verður meðal annars boðið upp á sýningar á ljósmyndum frá ferli Senna sem og kvikmyndum um Senna á Imola-brautinni. Sérstök ráðstefna um öryggismál í formúlu eitt fer einnig fram að þessu tilefni. Brautin verður líka opin fyrir gesti sem fá þá tækifæri til að láta reyna á ökumannshæfileika sína þar á meðal verður sérstakur Senna-minningakappakstur á morgun. Senna verður ekki aðeins minnst á Imola-brautinni heldur út um allan heim og Brasilíumenn eru fyrir nokkru farnir að heiðra minningu hans með ýmsum hætti. Leikmenn Corinthians-fótboltaliðsins mættu meðal annars með Senna-hjálma þegar þeir stilltu sér upp fyrir leik á móti erkifjendum sínum en Senna var harður stuðningsmaður Corinthians-liðsins.Ayrton SennaVísir/Getty
Formúla San Marínó Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira