Körfubolti

Ibaka úr leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Serge Ibaka (nr. 9) leikur ekki meira með Oklahoma City Thunder á tímabilinu.
Serge Ibaka (nr. 9) leikur ekki meira með Oklahoma City Thunder á tímabilinu. Vísir/Getty
Í gær kom í ljós að Serge Ibaka, framherji Oklahoma City Thunder, getur ekki leikið meira með liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Ibaka meiddist á kálfa í sjötta leik Oklahoma og Los Angeles Clippers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.

Þetta er mikið áfall fyrir Oklahoma, en Ibaka hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu undanfarin ár og þykir meðal bestu varnarmanna deildarinnar.

Ibaka, sem fæddist í Lýðveldinu Kóngó en leikur með landsliði Spánar, skoraði 15,1 stig að meðaltali í leik í vetur, tók 8,8 fráköst og varði 2,7 skot.

Ibaka spilaði 13 leiki í úrslitakeppninni í ár og skoraði í þeim 12,2 stig að meðaltali, tók 7,3 fráköst og varði 2,2 skot.

Oklahoma mætir San Antonio Spurs í úrslitum  Vesturdeildarinnar, en fyrsti leikur liðanna fer fram á mánudaginn í San Antonio.

NBA

Tengdar fréttir

NBA: Durant öflugur þegar OKC komst áfram - Indiana kláraði líka

Oklahoma City Thunder og Indiana Pacers eru komin í úrslit í sínum deildum eftir sigra á útivelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. OKC vann sex stiga sigur á Los Angeles Clippers og Indiana vann 13 stiga sigur á Washington Wizards.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×