GM borgar 4 milljarða í sekt vegna gallaðs ræsibúnaðar Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2014 16:15 Höfuðstöðvar General Motors. Það minnkaði í buddunni hjá General Motors í dag er fyrirtækið samþykkti að greiða fjögurra milljarða króna sekt vegna gallaðs ræsibúnaðar í bílum þess. Upphæðin var ákvörðuð af National Highway Traffic Safety Administration, sem hefur með uferðaröryggismál að gera í Bandaríkjunum. Þessi galli sem var í milljónum bíla GM olli fjölmörgum slysum og að minnsta kosti 12 dauðaslysum. General Motors hefur þurft að endurkalla milljónir af bílum sínum til viðgerða á þessum galla og er ekki dæmi um stærri endurköllun bíla vestanhafs en einmitt vegna þessa galla. Ennfremur hefur General Motors sætt ámæli um að hafa ekki viðurkennt gallann til langs tíma. GM hefur lagt fram áætlun um að bregðast öðruvísi og betur við ef gallar finnast í bílum fyrirtækisins í framtíðinni. Nýráðinn forstjóri GM, Mary Barra, var nýtekin við forstjórastólnum er þessi ósköp dundu yfir og hefur hún haft í nógu að snúast við þetta mál síðan. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent
Það minnkaði í buddunni hjá General Motors í dag er fyrirtækið samþykkti að greiða fjögurra milljarða króna sekt vegna gallaðs ræsibúnaðar í bílum þess. Upphæðin var ákvörðuð af National Highway Traffic Safety Administration, sem hefur með uferðaröryggismál að gera í Bandaríkjunum. Þessi galli sem var í milljónum bíla GM olli fjölmörgum slysum og að minnsta kosti 12 dauðaslysum. General Motors hefur þurft að endurkalla milljónir af bílum sínum til viðgerða á þessum galla og er ekki dæmi um stærri endurköllun bíla vestanhafs en einmitt vegna þessa galla. Ennfremur hefur General Motors sætt ámæli um að hafa ekki viðurkennt gallann til langs tíma. GM hefur lagt fram áætlun um að bregðast öðruvísi og betur við ef gallar finnast í bílum fyrirtækisins í framtíðinni. Nýráðinn forstjóri GM, Mary Barra, var nýtekin við forstjórastólnum er þessi ósköp dundu yfir og hefur hún haft í nógu að snúast við þetta mál síðan.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent