Hvers vegna Í-listinn? Gísli Halldór skrifar 16. maí 2014 15:48 Mörgum kom á óvart þegar fréttist að Í-listinn myndi tefla mér fram sem bæjarstjóraefni sínu. Einhverjir töldu víst að ég færi í framboð fyrir Bjarta framtíð, sumir að ég færi með Framsókn og einhverjir vonuðu að ég legði Sjálfstæðisflokknum lið með einhverjum hætti. Flestir vilja sjálfsagt vita hvers vegna þetta varð niðurstaðan. Það er meira en ár síðan ég ákvað að gefa ekki aftur kost á mér fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Engu að síður hef ég gaman af þátttöku í bæjarpólitíkinni og tel mig hafa mikið til málanna að leggja í úrbótum á stjórnsýslu bæjarins. Ég hef því lengi velt því fyrir mér hvernig ég teldi mig best koma bæjarbúum að gagni. Augljós undiralda er í íslenskum stjórnmálum í dag, þeim er opna vilja augun. Gömlu flokkarnir með kreddum sínum og rykföllnu hagsmunaöflum hafa valdið kjósendum í samfélaginu miklum vonbrigðum. Vissulega eru bæjarmálaflokkar ekki jafnbundnir í þessum efnum og þingflokkarnir, en ekki frjálsir samt. Þó að samstarf í bæjarstjórn hafi um margt verið frábært á kjörtímabilinu er engu að síður uppi hávær krafa kjósenda um uppstokkun. Vissulega hefði Björt framtíð verið mögulegur farvegur, en ég hef enn ekki áttað mig nógu vel á því hvaða flokkur það verður til að setja nafn mitt við hann. Eftir að stillt var upp á Í-lista, Lista íbúanna, kom hinsvegar í ljós að Í-listinn er sannarlega orðinn þverpólitískt afl, óháð stjórnmálaflokkum. Í-listinn er því að mínu mati skýrt svar við óskum kjósenda um breytingar frá flokksræði gömlu flokkanna. Á Í-listanum er góð blanda af fólki með margvíslegan bakrunn víðsvegar úr samfélaginu. Prýðilegur kokteill af íbúum Ísafjarðarbæjar. Þetta er ekkert verra eða betra fólk en finna má á öðrum listum eða á götum bæjarins. Þetta er fólk sem vill gera vel fyrir bæinn sinn. Þetta er hópur sem ekki hefur stefnu landsfundar á bak við sig. Í-listinn mun sækja sína stefnu til íbúanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Gísli Halldór Halldórsson Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mörgum kom á óvart þegar fréttist að Í-listinn myndi tefla mér fram sem bæjarstjóraefni sínu. Einhverjir töldu víst að ég færi í framboð fyrir Bjarta framtíð, sumir að ég færi með Framsókn og einhverjir vonuðu að ég legði Sjálfstæðisflokknum lið með einhverjum hætti. Flestir vilja sjálfsagt vita hvers vegna þetta varð niðurstaðan. Það er meira en ár síðan ég ákvað að gefa ekki aftur kost á mér fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Engu að síður hef ég gaman af þátttöku í bæjarpólitíkinni og tel mig hafa mikið til málanna að leggja í úrbótum á stjórnsýslu bæjarins. Ég hef því lengi velt því fyrir mér hvernig ég teldi mig best koma bæjarbúum að gagni. Augljós undiralda er í íslenskum stjórnmálum í dag, þeim er opna vilja augun. Gömlu flokkarnir með kreddum sínum og rykföllnu hagsmunaöflum hafa valdið kjósendum í samfélaginu miklum vonbrigðum. Vissulega eru bæjarmálaflokkar ekki jafnbundnir í þessum efnum og þingflokkarnir, en ekki frjálsir samt. Þó að samstarf í bæjarstjórn hafi um margt verið frábært á kjörtímabilinu er engu að síður uppi hávær krafa kjósenda um uppstokkun. Vissulega hefði Björt framtíð verið mögulegur farvegur, en ég hef enn ekki áttað mig nógu vel á því hvaða flokkur það verður til að setja nafn mitt við hann. Eftir að stillt var upp á Í-lista, Lista íbúanna, kom hinsvegar í ljós að Í-listinn er sannarlega orðinn þverpólitískt afl, óháð stjórnmálaflokkum. Í-listinn er því að mínu mati skýrt svar við óskum kjósenda um breytingar frá flokksræði gömlu flokkanna. Á Í-listanum er góð blanda af fólki með margvíslegan bakrunn víðsvegar úr samfélaginu. Prýðilegur kokteill af íbúum Ísafjarðarbæjar. Þetta er ekkert verra eða betra fólk en finna má á öðrum listum eða á götum bæjarins. Þetta er fólk sem vill gera vel fyrir bæinn sinn. Þetta er hópur sem ekki hefur stefnu landsfundar á bak við sig. Í-listinn mun sækja sína stefnu til íbúanna.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar