Hvernig er staðan? Bjarni Halldór Janusson skrifar 13. maí 2014 12:52 Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans er meirihlutinn í Reykjanesbæ fallinn og mælist aðeins með 37.1% og tapar þar með þremur mönnum í bæjarstjórn. Núverandi meirihluti lofar bæjarbúum gulli og grænum skógum og reynir að sannfæra lýðinn um að staða bæjarins sé ekkert svo slæm, á meðan andstæðingarnir andmæla þessu og segja að lífið hér sé alls engin útópía og að staðan sé í raun mjög slæm. En nú spyr ég, hvernig er staðan? Þá er ég væntanlega ekki að tala um stöðuna í ensku úrvalsdeildinni, því nú þegar titilvonir Liverpools eru úr myndinni þá ýtir sú umræða bara undir svekkelsi hjá höfundi. Ég er auðvitað að tala um allt aðra stöðu, stöðu Reykjanesbæjar. Er hún eins slæm og helstu sérfræðingar halda fram? Skoðum aðeins stöðuna sem meirihluti síðustu ára hefur nú skilið eftir sig. Látum tölurnar tala fyrir sínuGríðarlegt skuldafjall gerir stöðuna mjög slæma Núverandi staða Reykjanesbæjar er allt annað en viðunandi. Samkvæmt eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna, undir forsjá Innanríkisráðuneytisins, er núverandi staða bæjarins alls ekki góð og sama segir samantekt Íslandsbanka. Þar segir að Reykjanesbær hefur verið með of mikla skuldsetningu síðustu ár og stendur rekstur ekki undir skuldum að öllu jöfnu. Um síðasta áramót var skuldahlutfall bæjarsjóðs hátt í 248% af tekjum, bæjarsjóður skuldar rúmlega 25 milljarða og samstæðan öll skuldar um 40.5 milljarða króna, samkvæmt ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir árið 2013. Þess má geta að ný sveitastjórnarlög tóku gildi í ársbyrjun 2012 og samkvæmt þeim má skuldahlutfall sveitarfélaganna ekki vera hærra en 150%. Nú rúmum 2 árum seinna á Reykjanesbær enn langt í land með að ná þessari tölu. Þetta gríðarlega háa skuldahlutfall gerir sveitarfélagið að einu skuldugasta sveitarfélagi landsins. Gera má ráð fyrir að 25-30% af tekjum Reykjanesbæjar ári hverju fari í að greiða niður skuldir bæjarsjóðs. Skuldahlutfall Reykjanesbæjar er sérstaklega hátt í ljósi þess að skuldahlutfall allra sveitarfélaga til samans á landinu er rétt yfir 100% og því þykir skuldahlutfall Reykjanesbæjar, fyrrnefnd 248%, ansi hátt.Harmleikurinn á Suðurnesjum Ofan á það er hlutfall atvinnuleysis á Suðurnesjum um 2% hærra en á öllu landinu og samkvæmt tölum Velferðarráðuneytisins í lok árs 2013 er hlutfall heimila í vanskilum hæst á Suðurnesjum, eða um 17%. Til samanburðar er talan næstum helmingi minni á höfuðborgarsvæðinu. Meirihlutinn hefur greinilega grætt of lítið, grillað of mikið og varla gert eitthvað fyrir bæjarbúa, nema þá að velta skuldum yfir þá. Þessi óhugnanlega staða undanfarin ár er eins og grískur harmleikur og það bólar ekkert á að þeim harmleiki ljúki, alla vega ekki undir núverandi bæjarstjórn.Hvernig er svo staðan? En nú spyr ég hvernig er svo staðan eftir allt saman? Ég get alla vega orðað það þannig að ef þetta væri leikur í knattspyrnu þá væri Reykjanesbær að grúttapa. Ef manneskja stendur sig illa í starfi þá er hún rekin og ný manneskja tekur við. Það er kominn tími til að fá nýjar manneskjur til þess að stjórna bænum og síðan kemur í ljós hvort að frammistaða þeirra verður ekki bara betri, því núverandi frammistaða er allt annað en boðleg. Það er búið að sigla sveitarfélaginu í strand og staðan er mjög slæm. Kæru íbúar Reykjanesbæjar, hugsið ykkur vel um áður en þið greiðið atkvæði. Ekki byggja ákvarðanatöku ykkar á því hvað ykkur er sagt að kjósa eða hvaða flokkur gefur mest í kosningabaráttunni, því atkvæði byggt á óskynsamlegri og hlutdrægri ákvarðanatöku yrði enn einn naglinn í líkkistu Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans er meirihlutinn í Reykjanesbæ fallinn og mælist aðeins með 37.1% og tapar þar með þremur mönnum í bæjarstjórn. Núverandi meirihluti lofar bæjarbúum gulli og grænum skógum og reynir að sannfæra lýðinn um að staða bæjarins sé ekkert svo slæm, á meðan andstæðingarnir andmæla þessu og segja að lífið hér sé alls engin útópía og að staðan sé í raun mjög slæm. En nú spyr ég, hvernig er staðan? Þá er ég væntanlega ekki að tala um stöðuna í ensku úrvalsdeildinni, því nú þegar titilvonir Liverpools eru úr myndinni þá ýtir sú umræða bara undir svekkelsi hjá höfundi. Ég er auðvitað að tala um allt aðra stöðu, stöðu Reykjanesbæjar. Er hún eins slæm og helstu sérfræðingar halda fram? Skoðum aðeins stöðuna sem meirihluti síðustu ára hefur nú skilið eftir sig. Látum tölurnar tala fyrir sínuGríðarlegt skuldafjall gerir stöðuna mjög slæma Núverandi staða Reykjanesbæjar er allt annað en viðunandi. Samkvæmt eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna, undir forsjá Innanríkisráðuneytisins, er núverandi staða bæjarins alls ekki góð og sama segir samantekt Íslandsbanka. Þar segir að Reykjanesbær hefur verið með of mikla skuldsetningu síðustu ár og stendur rekstur ekki undir skuldum að öllu jöfnu. Um síðasta áramót var skuldahlutfall bæjarsjóðs hátt í 248% af tekjum, bæjarsjóður skuldar rúmlega 25 milljarða og samstæðan öll skuldar um 40.5 milljarða króna, samkvæmt ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir árið 2013. Þess má geta að ný sveitastjórnarlög tóku gildi í ársbyrjun 2012 og samkvæmt þeim má skuldahlutfall sveitarfélaganna ekki vera hærra en 150%. Nú rúmum 2 árum seinna á Reykjanesbær enn langt í land með að ná þessari tölu. Þetta gríðarlega háa skuldahlutfall gerir sveitarfélagið að einu skuldugasta sveitarfélagi landsins. Gera má ráð fyrir að 25-30% af tekjum Reykjanesbæjar ári hverju fari í að greiða niður skuldir bæjarsjóðs. Skuldahlutfall Reykjanesbæjar er sérstaklega hátt í ljósi þess að skuldahlutfall allra sveitarfélaga til samans á landinu er rétt yfir 100% og því þykir skuldahlutfall Reykjanesbæjar, fyrrnefnd 248%, ansi hátt.Harmleikurinn á Suðurnesjum Ofan á það er hlutfall atvinnuleysis á Suðurnesjum um 2% hærra en á öllu landinu og samkvæmt tölum Velferðarráðuneytisins í lok árs 2013 er hlutfall heimila í vanskilum hæst á Suðurnesjum, eða um 17%. Til samanburðar er talan næstum helmingi minni á höfuðborgarsvæðinu. Meirihlutinn hefur greinilega grætt of lítið, grillað of mikið og varla gert eitthvað fyrir bæjarbúa, nema þá að velta skuldum yfir þá. Þessi óhugnanlega staða undanfarin ár er eins og grískur harmleikur og það bólar ekkert á að þeim harmleiki ljúki, alla vega ekki undir núverandi bæjarstjórn.Hvernig er svo staðan? En nú spyr ég hvernig er svo staðan eftir allt saman? Ég get alla vega orðað það þannig að ef þetta væri leikur í knattspyrnu þá væri Reykjanesbær að grúttapa. Ef manneskja stendur sig illa í starfi þá er hún rekin og ný manneskja tekur við. Það er kominn tími til að fá nýjar manneskjur til þess að stjórna bænum og síðan kemur í ljós hvort að frammistaða þeirra verður ekki bara betri, því núverandi frammistaða er allt annað en boðleg. Það er búið að sigla sveitarfélaginu í strand og staðan er mjög slæm. Kæru íbúar Reykjanesbæjar, hugsið ykkur vel um áður en þið greiðið atkvæði. Ekki byggja ákvarðanatöku ykkar á því hvað ykkur er sagt að kjósa eða hvaða flokkur gefur mest í kosningabaráttunni, því atkvæði byggt á óskynsamlegri og hlutdrægri ákvarðanatöku yrði enn einn naglinn í líkkistu Reykjanesbæjar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun