Hjördís Svan dæmd í eins og hálfs árs fangelsi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2014 11:10 Hjördís hefur setið í þrjá mánuði í gæsluvarðhaldi. Hún nýtur stuðnings hóps kvenna sem hafa verið í sömu aðstæðum og hún og berjast við danskt réttarkerfi vegna forræðis barna sinna. Réttarhöldum yfir Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur vegna brots á umgengisrétti yfir börnum sínum þremur og ólöglegs brottnáms til Íslands lauk í dag. Hún hefur verið dæmd í eins og hálfs árs fangelsi samkvæmt heimildarmanni Fréttablaðsins sem staddur er í salnum. Ekki er vitað enn hvort áfrýjað verði í málinu. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens frá því í byrjun febrúar eða í rúma þrjá mánuði. Mikið hefur verið fjallað um málið í dagblöðum í Danmörku og hefur verið meðal annars bent á að lengd varðhaldsins sé eitt það lengsta sem sögur fara af vegna mála sem þessa. Einnig hefur skapast mikil umræða þar ytra um veikan rétt mæðra með erlendan bakgrunn gagnvart dönsku réttarkerfi í forræðismálum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen. Hann fer með forsjá barnanna samkvæmt úrskurði þarlendra yfirvalda. Hjördís hafði við börnin umgengisrétt en virti ekki að skila þeim aftur til föður síns í ágúst á síðasta ári. Þess í stað flaug hún með börnin til Noregs og flaug þaðan með börnin hingað til lands. Hjördís hefur sagt fyrir rétti að hún flúði með börnin vegna ofbeldis sem faðir þeirra beitir þau. Hún hefur einnig sagt að hún vilji frekar sitja í gæsluvarðhaldi vitandi að börnin hennar séu örugg á Íslandi hjá fjölskyldu hennar, en að þau séu hjá föður sínum. Vinkona Hjördísar og leikskólakennari yngstu dótturinnar hafa borið vitni í málinu og sagt að börnin hafi kvartað undan ofbeldi föðursins. Í síðasta mánuði vann Kim Laursen mál gegn Hjördísi í Héraðsdómi Reykjavíkur og var dæmt að hann fengi dætur þeirra þrjár afhentar á næstu vikum. Dómnum hefur verið áfrýjað til hæstaréttar. Í Horsens rannsakar lögreglan þrjú mál gegn Kim Laursen er varða vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnunum, samkvæmt upplýsingum frá lögmanni Hjördísar í Danmörku. Það hafa þó ekki verið lagðar fram ákærur. Hjördís Svan Tengdar fréttir Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Krefur Hjördísi um tvær milljónir í skaðabætur Kim Laursen, barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur farið fram á tvær milljónir í skaðabætur frá Hjördísi eftir áralanga forræðisdeilu vegna þriggja dætra þeirra. Þetta kemur fram í danska netmiðlinum Metroexpress. 10. maí 2014 10:40 Hjördís Svan úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald Enginn hefur fengið að heimsækja eða tala við Hjördísi frá því á mánudag. 12. febrúar 2014 16:55 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00 Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Réttarhöldum yfir Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur vegna brots á umgengisrétti yfir börnum sínum þremur og ólöglegs brottnáms til Íslands lauk í dag. Hún hefur verið dæmd í eins og hálfs árs fangelsi samkvæmt heimildarmanni Fréttablaðsins sem staddur er í salnum. Ekki er vitað enn hvort áfrýjað verði í málinu. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens frá því í byrjun febrúar eða í rúma þrjá mánuði. Mikið hefur verið fjallað um málið í dagblöðum í Danmörku og hefur verið meðal annars bent á að lengd varðhaldsins sé eitt það lengsta sem sögur fara af vegna mála sem þessa. Einnig hefur skapast mikil umræða þar ytra um veikan rétt mæðra með erlendan bakgrunn gagnvart dönsku réttarkerfi í forræðismálum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen. Hann fer með forsjá barnanna samkvæmt úrskurði þarlendra yfirvalda. Hjördís hafði við börnin umgengisrétt en virti ekki að skila þeim aftur til föður síns í ágúst á síðasta ári. Þess í stað flaug hún með börnin til Noregs og flaug þaðan með börnin hingað til lands. Hjördís hefur sagt fyrir rétti að hún flúði með börnin vegna ofbeldis sem faðir þeirra beitir þau. Hún hefur einnig sagt að hún vilji frekar sitja í gæsluvarðhaldi vitandi að börnin hennar séu örugg á Íslandi hjá fjölskyldu hennar, en að þau séu hjá föður sínum. Vinkona Hjördísar og leikskólakennari yngstu dótturinnar hafa borið vitni í málinu og sagt að börnin hafi kvartað undan ofbeldi föðursins. Í síðasta mánuði vann Kim Laursen mál gegn Hjördísi í Héraðsdómi Reykjavíkur og var dæmt að hann fengi dætur þeirra þrjár afhentar á næstu vikum. Dómnum hefur verið áfrýjað til hæstaréttar. Í Horsens rannsakar lögreglan þrjú mál gegn Kim Laursen er varða vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnunum, samkvæmt upplýsingum frá lögmanni Hjördísar í Danmörku. Það hafa þó ekki verið lagðar fram ákærur.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Krefur Hjördísi um tvær milljónir í skaðabætur Kim Laursen, barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur farið fram á tvær milljónir í skaðabætur frá Hjördísi eftir áralanga forræðisdeilu vegna þriggja dætra þeirra. Þetta kemur fram í danska netmiðlinum Metroexpress. 10. maí 2014 10:40 Hjördís Svan úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald Enginn hefur fengið að heimsækja eða tala við Hjördísi frá því á mánudag. 12. febrúar 2014 16:55 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00 Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00
Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13
Krefur Hjördísi um tvær milljónir í skaðabætur Kim Laursen, barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur farið fram á tvær milljónir í skaðabætur frá Hjördísi eftir áralanga forræðisdeilu vegna þriggja dætra þeirra. Þetta kemur fram í danska netmiðlinum Metroexpress. 10. maí 2014 10:40
Hjördís Svan úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald Enginn hefur fengið að heimsækja eða tala við Hjördísi frá því á mánudag. 12. febrúar 2014 16:55
Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30
Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00
Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00