Blaðamannafélagið fordæmir aðför lögregluyfirvalda Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 12. maí 2014 14:40 Trúnaðarsambandið sé einn af hornsteinum tjáningarfrelsisins og forsenda þess að fjölmiðlar geti sinnt aðhaldshlutverki sínu í lýðræðissamfélagi nútímans. Tilraunir lögregluyfirvalda til þess að draga blaðamenn fyrir dómara lýsa mikilli vanþekkingu á trúnaðarsambandi blaðamanna og heimildarmanna þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blaðamannafélagi Íslands. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms 2. maí síðastliðinn þar sem hafnað var kröfu lögreglunnar um að fréttastjóri mbl.is ætti að svara spurningum lögreglunnar um tilurð fréttar sem birt var á vefsíðu mbl. Fréttin sem var birt í nóvember á síðasta ári fjallaði um mál hælisleitandans Tony Omos. Félagið fordæmir aðför lögregluyfirvalda að trúnaðarsambandi blaðamanna og heimildarmanna þeirra. Félagið lýsir einnig furðu sinni á að slíkar aðferðir skuli teljast gjaldgengar í upphafi 21. aldarinnar þrátt fyrir skýr ákvæði laga um vernd heimildarmanna. Einnig ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi. Trúnaðarsambandið sé einn af hornsteinum tjáningarfrelsisins og forsenda þess að fjölmiðlar geti sinnt aðhaldshlutverki sínu í lýðræðissamfélagi nútímans. Enda augljóst að geti heimildarmaður ekki treyst fortakslausri þagmælsku blaðamanns um heimildir sínar yrðu það endalok nafnlausra heimilda og þess aðhalds sem slíkar upplýsingar veita, meðal annars stjórnvöldum á hverjum tíma. Blaðamannafélag Íslands treystir á að íslenskir dómstólar standi vörð um rétt blaðamanna til að halda heimildarmönnum sínum leyndum að því er fram kemur í tilkynningunni. Geri þeir það ekki er það eftir sem áður skylda blaðamanna að virða trúnað við heimildarmenn. Lekamálið Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Tilraunir lögregluyfirvalda til þess að draga blaðamenn fyrir dómara lýsa mikilli vanþekkingu á trúnaðarsambandi blaðamanna og heimildarmanna þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blaðamannafélagi Íslands. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms 2. maí síðastliðinn þar sem hafnað var kröfu lögreglunnar um að fréttastjóri mbl.is ætti að svara spurningum lögreglunnar um tilurð fréttar sem birt var á vefsíðu mbl. Fréttin sem var birt í nóvember á síðasta ári fjallaði um mál hælisleitandans Tony Omos. Félagið fordæmir aðför lögregluyfirvalda að trúnaðarsambandi blaðamanna og heimildarmanna þeirra. Félagið lýsir einnig furðu sinni á að slíkar aðferðir skuli teljast gjaldgengar í upphafi 21. aldarinnar þrátt fyrir skýr ákvæði laga um vernd heimildarmanna. Einnig ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi. Trúnaðarsambandið sé einn af hornsteinum tjáningarfrelsisins og forsenda þess að fjölmiðlar geti sinnt aðhaldshlutverki sínu í lýðræðissamfélagi nútímans. Enda augljóst að geti heimildarmaður ekki treyst fortakslausri þagmælsku blaðamanns um heimildir sínar yrðu það endalok nafnlausra heimilda og þess aðhalds sem slíkar upplýsingar veita, meðal annars stjórnvöldum á hverjum tíma. Blaðamannafélag Íslands treystir á að íslenskir dómstólar standi vörð um rétt blaðamanna til að halda heimildarmönnum sínum leyndum að því er fram kemur í tilkynningunni. Geri þeir það ekki er það eftir sem áður skylda blaðamanna að virða trúnað við heimildarmenn.
Lekamálið Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira