Leit að flugvél Malaysian Airlines á hafsbotni undan ströndum Perth í Ástralíu hefur verið hætt.
Staðfest hefur verið að hljóðskot sem leitarflokkar greindu þar í síðasta mánuði komu ekki frá flugvélinni. Fjarstýrðir kafbátar hafa fínkembt svæðið síðustu vikur en ekkert bólar á brakinu.
239 manns voru um borð í vélinni þegar hún hvarf 8. mars síðastliðinn. Leitarsvæðið verður á ný stækkað enda liggur fyrir að flug MH370 hafnaði í Indlandshafi, norðvestur af Perth.

