Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir skrifar 28. maí 2014 10:42 Eitt af stóru málunum hjá VG á Akureyri á næsta kjörtímabili verður að hækka lægstu laun starfsmanna bæjarins og fyrir það höfum við verið sökuð um popúlisma, lýðskrum og að skapa óraunhæfar væntingar. En hvers vegna er þetta svona óraunhæft? Fyrr á síðustu öld voru flokkar ekki feimnir við að fylkja sér á bak við verkamenn og láglaunastéttir og krefjast betri kjara. Það var ekki litið svo á að launakjör á almennum markaði kæmi stjórnmálamönnum ekki við. Í nútímapólitík virðist þessi áhersla hins vegar algerlega ómöguleg. Ég sat í sveitarstjórn síðustu tvö kjörtímabil og þá fékk ég oft að heyra að hitt og annað væri ekki hægt. Þegar á reyndi var þetta þó flest mögulegt þvert á álit ýmissa lögfræðinga. Það eina sem þurfti var vilji til að hugsa út fyrir boxið og styrkur til að halda málum áfram þrátt fyrir mótbyr. Síðustu árin hafa vinnuveitendur og stjórnvöld verið óþreytandi á að benda á hætturnar sem fylgja því að íslendingar geti framfleytt sér og fjölskyldu sinni á sómasamlegan hátt. Allir kannast við verðbólgudrauginn sem virðist aðeins og eingöngu vakna upp ef lægst launuðu stéttirnar fá hækkun. Þeir lægst launuðu bera einnig ábyrgð á afkomu fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga umfram aðra. Munum að kjarasamningar sveitarfélaganna eru lágmarkssamningar, hverri bæjarstjórn er í sjálfsvald sett að hækka laun starfsmanna sinni. Málið snýst aðeins um forgangsröðun fjármuna – ekkert annað. Kjósum réttlæti og lágmarks mannréttindi - Kjósum Vinstri græn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Eitt af stóru málunum hjá VG á Akureyri á næsta kjörtímabili verður að hækka lægstu laun starfsmanna bæjarins og fyrir það höfum við verið sökuð um popúlisma, lýðskrum og að skapa óraunhæfar væntingar. En hvers vegna er þetta svona óraunhæft? Fyrr á síðustu öld voru flokkar ekki feimnir við að fylkja sér á bak við verkamenn og láglaunastéttir og krefjast betri kjara. Það var ekki litið svo á að launakjör á almennum markaði kæmi stjórnmálamönnum ekki við. Í nútímapólitík virðist þessi áhersla hins vegar algerlega ómöguleg. Ég sat í sveitarstjórn síðustu tvö kjörtímabil og þá fékk ég oft að heyra að hitt og annað væri ekki hægt. Þegar á reyndi var þetta þó flest mögulegt þvert á álit ýmissa lögfræðinga. Það eina sem þurfti var vilji til að hugsa út fyrir boxið og styrkur til að halda málum áfram þrátt fyrir mótbyr. Síðustu árin hafa vinnuveitendur og stjórnvöld verið óþreytandi á að benda á hætturnar sem fylgja því að íslendingar geti framfleytt sér og fjölskyldu sinni á sómasamlegan hátt. Allir kannast við verðbólgudrauginn sem virðist aðeins og eingöngu vakna upp ef lægst launuðu stéttirnar fá hækkun. Þeir lægst launuðu bera einnig ábyrgð á afkomu fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga umfram aðra. Munum að kjarasamningar sveitarfélaganna eru lágmarkssamningar, hverri bæjarstjórn er í sjálfsvald sett að hækka laun starfsmanna sinni. Málið snýst aðeins um forgangsröðun fjármuna – ekkert annað. Kjósum réttlæti og lágmarks mannréttindi - Kjósum Vinstri græn.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar