Þegar skipt er um akrein í pólitík Gísli H. Halldórsson skrifar 28. maí 2014 10:37 Mörgum félögum mínum og vinum þótti leitt að sjá á eftir mér úr fylkingarbrjósti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Mér þykir að sjálfsögðu vænt um að heyra það, en því miður var mér löngu ljóst að ég væri kominn á leiðarenda á þeim vígstöðvum. Frekar tilraunir af minni hálfu til starfa sem bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna voru dæmdar til að takast miklu verr en ég tel nauðsynlegt. Þetta sá ég fyrir meira en ári síðan. Það var hinsvegar aðeins fyrir stuttu sem ég komst að því hvernig ég gæti best varið mínum kröftum í stjórnmálunum í Ísafjarðarbæ; með Í-listanum, sem að mörgu leyti hefur endurfæðst sem þverpólitískt afl. Þá stóð ég jafnframt frammi fyrir stórum spurningum: Hvernig á að hætta að starfa fyrir eitt stjórnmálaafl og byrja að starfa fyrir annað? Er hægt að gera þetta þannig að allir verði ánægðir? Hvað segja lögin um þetta? Einfalt er að svara þessu með ánægjuna. Það er hreinlega ekki hægt að gera þessa hluti þannig að öllum líki. Þetta hefur oft gerst í íslenskri pólitík og það verða alltaf einhver læti. Mér þykir leitt ef einhverjir góðir vinir mínir hafa orðið fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun mína, en ég er ekki í pólitík til að geðjast vinum mínum. Vonandi fyrirgefa þeir mér þetta. Aftur á móti má leita leiðbeininga í sveitarstjórnarlögum um það hvernig hinum spurningunum er svarað. IV kafli laganna fjallar um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.IV. kafli. Réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.22. gr.Mætingarskylda. Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.24. gr.Aðrar almennar skyldur sveitarstjórnarmanna. Hverjum sveitarstjórnarmanni er skylt að inna af hendi störf sem sveitarstjórn felur honum og varða verkefni sveitarstjórnarinnar. Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.25. gr.Sjálfstæði í starfi. Sveitarstjórnarmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum. Þeir eru einungis bundnir af lögum og eigin sannfæringu um afstöðu til einstakra mála. Með þetta að leiðarljósi hef ég lagt ofuráherslu á að sýna full heilindi áfram í störfum mínum. Það er að mínu mati ekki í boði að skorast af hólmi. Stíga þarf ölduna þar til fleyið er í höfn. Þrátt fyrir mjóróma óánægjuraddir sem heyrst hafa undafarið er einn hlutur alveg á hreinu. Ég mun aldrei láta óánægða andstæðinga mína semja fyrir mig reglur um það hvernig taka skal þátt í stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Mörgum félögum mínum og vinum þótti leitt að sjá á eftir mér úr fylkingarbrjósti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Mér þykir að sjálfsögðu vænt um að heyra það, en því miður var mér löngu ljóst að ég væri kominn á leiðarenda á þeim vígstöðvum. Frekar tilraunir af minni hálfu til starfa sem bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna voru dæmdar til að takast miklu verr en ég tel nauðsynlegt. Þetta sá ég fyrir meira en ári síðan. Það var hinsvegar aðeins fyrir stuttu sem ég komst að því hvernig ég gæti best varið mínum kröftum í stjórnmálunum í Ísafjarðarbæ; með Í-listanum, sem að mörgu leyti hefur endurfæðst sem þverpólitískt afl. Þá stóð ég jafnframt frammi fyrir stórum spurningum: Hvernig á að hætta að starfa fyrir eitt stjórnmálaafl og byrja að starfa fyrir annað? Er hægt að gera þetta þannig að allir verði ánægðir? Hvað segja lögin um þetta? Einfalt er að svara þessu með ánægjuna. Það er hreinlega ekki hægt að gera þessa hluti þannig að öllum líki. Þetta hefur oft gerst í íslenskri pólitík og það verða alltaf einhver læti. Mér þykir leitt ef einhverjir góðir vinir mínir hafa orðið fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun mína, en ég er ekki í pólitík til að geðjast vinum mínum. Vonandi fyrirgefa þeir mér þetta. Aftur á móti má leita leiðbeininga í sveitarstjórnarlögum um það hvernig hinum spurningunum er svarað. IV kafli laganna fjallar um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.IV. kafli. Réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.22. gr.Mætingarskylda. Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.24. gr.Aðrar almennar skyldur sveitarstjórnarmanna. Hverjum sveitarstjórnarmanni er skylt að inna af hendi störf sem sveitarstjórn felur honum og varða verkefni sveitarstjórnarinnar. Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.25. gr.Sjálfstæði í starfi. Sveitarstjórnarmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum. Þeir eru einungis bundnir af lögum og eigin sannfæringu um afstöðu til einstakra mála. Með þetta að leiðarljósi hef ég lagt ofuráherslu á að sýna full heilindi áfram í störfum mínum. Það er að mínu mati ekki í boði að skorast af hólmi. Stíga þarf ölduna þar til fleyið er í höfn. Þrátt fyrir mjóróma óánægjuraddir sem heyrst hafa undafarið er einn hlutur alveg á hreinu. Ég mun aldrei láta óánægða andstæðinga mína semja fyrir mig reglur um það hvernig taka skal þátt í stjórnmálum.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun