Garðabær fyrir alla? Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 27. maí 2014 10:15 Kreppan hefur komið illa niður á mörgum og þá helst þeim tekjulægstu, barnmörgu, öldruðum og öryrkjum. Flestir sérfræðingar eru sammála því að afleiðingar kreppunnar séu nú berlega að koma í ljós í formi andlegrar vanlíðunar og fleiru sem fylgir ástandi sem þessu. Fólk hefur leitað í meira mæli til félagsþjónustu og hafa öryrkjar sem eiga ekki rétt á fjárhagsaðstoð þar sem þeir eru með tekjur yfir viðmiðunarmörkum grunnfjárhagsaðstoðar til að mynda leitað meira til félagsþjónustu vegna erfiðleika við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Flestar félagsþjónustur hafa komið til móts við þá tekjulægstu í kjölfar hrunsins 2008 og meðal annars komið ákvæðum inn í reglur sveitarfélagsins um að þeir mest skuldsettu geti fengið tímabundna aðstoð til að mæta gjöldum vegna barna sinna. Um er að ræða aðstoð vegna tómstundagjalda, leikskólagjalda eða skólamáltíðum fyrir börn í grunnskólum. Flestar félagsþjónustur eru með vísitölutengda fjárhagsgrunnupphæð sem hækkar skv. henni árlega eða um hver áramót. Félagsþjónustan í Garðabæ er með eina lægstu grunnupphæð fjárhagsaðstoðar landsins eða 88.873 krónur fyrir einstaklinginn á mánuði. Til viðmiðunar er Reykjavíkurborg með 163.635 krónur fyrir einstaklinginn. Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Garðabæ hafa ekki verið uppfærðar síðan fyrir hrun en þær voru samþykktar í bæjarstjórn þann 18. Janúar 2007. Að sama skapi var fjölskyldustefna bæjarins einnig samþykkt fyrir hrun eða 5. Júní 2008. Því er ljóst að þessi málaflokkur hefur ekki verið endurskoðaðar með tilliti til tekjulágra Garðbæinga eða þeirra sem þurfa tímabundið að leita sér aðstoðar vegna lágra tekna eða annarra ástæðna í kjölfar hrunsins. Á heimasíðu Garðabæjar er nýjasta fundargerð fjölskylduráðs dagsett 20. desember 2012. Erfitt er að segja fyrir um hversu margir sækja um fjárhagsaðstoð en er synjað þar sem þeir eru með tekjur yfir 88.873 krónur á mánuði en árið 2008 fengu 59 fjárhagsaðstoð, 72 árið 2010, 91 árið 2011 og var þá fjölgunin á milli ára 26 %. Aftur á móti lækkaði þessi tala fyrir árið 2012 en þá þáðu 81 fjárhagsaðstoð á vegum bæjarins. Það geta allir lent í því að þurfa vegna veikinda, skilnaða, atvinnuleysis eða annarra áfalla að leita tímabundið til félagsþjónustu. Ekki er til að mynda vitað til að það hafi verið gerð könnun á meðal foreldra barna í grunnskólunum sem ekki eru í mataráskrift, um ástæður þess að svo sé ekki. Það er skylda hvers sveitarfélags að tryggja að þetta síðasta öryggisnet sé nógu sterkt til að aðstoða þá sem á þurfa að halda með fullnægjandi hætti. Það er auglýst vel fyrir þessar kosningar að fjárhagsstaða bæjarins sé traust og því ótrúlegt að ekki sé búið að tryggja að þessi mikilvægu mál séu ekki í betri farvegi en raun ber vitni. Hvað ætli valdi ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kreppan hefur komið illa niður á mörgum og þá helst þeim tekjulægstu, barnmörgu, öldruðum og öryrkjum. Flestir sérfræðingar eru sammála því að afleiðingar kreppunnar séu nú berlega að koma í ljós í formi andlegrar vanlíðunar og fleiru sem fylgir ástandi sem þessu. Fólk hefur leitað í meira mæli til félagsþjónustu og hafa öryrkjar sem eiga ekki rétt á fjárhagsaðstoð þar sem þeir eru með tekjur yfir viðmiðunarmörkum grunnfjárhagsaðstoðar til að mynda leitað meira til félagsþjónustu vegna erfiðleika við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Flestar félagsþjónustur hafa komið til móts við þá tekjulægstu í kjölfar hrunsins 2008 og meðal annars komið ákvæðum inn í reglur sveitarfélagsins um að þeir mest skuldsettu geti fengið tímabundna aðstoð til að mæta gjöldum vegna barna sinna. Um er að ræða aðstoð vegna tómstundagjalda, leikskólagjalda eða skólamáltíðum fyrir börn í grunnskólum. Flestar félagsþjónustur eru með vísitölutengda fjárhagsgrunnupphæð sem hækkar skv. henni árlega eða um hver áramót. Félagsþjónustan í Garðabæ er með eina lægstu grunnupphæð fjárhagsaðstoðar landsins eða 88.873 krónur fyrir einstaklinginn á mánuði. Til viðmiðunar er Reykjavíkurborg með 163.635 krónur fyrir einstaklinginn. Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Garðabæ hafa ekki verið uppfærðar síðan fyrir hrun en þær voru samþykktar í bæjarstjórn þann 18. Janúar 2007. Að sama skapi var fjölskyldustefna bæjarins einnig samþykkt fyrir hrun eða 5. Júní 2008. Því er ljóst að þessi málaflokkur hefur ekki verið endurskoðaðar með tilliti til tekjulágra Garðbæinga eða þeirra sem þurfa tímabundið að leita sér aðstoðar vegna lágra tekna eða annarra ástæðna í kjölfar hrunsins. Á heimasíðu Garðabæjar er nýjasta fundargerð fjölskylduráðs dagsett 20. desember 2012. Erfitt er að segja fyrir um hversu margir sækja um fjárhagsaðstoð en er synjað þar sem þeir eru með tekjur yfir 88.873 krónur á mánuði en árið 2008 fengu 59 fjárhagsaðstoð, 72 árið 2010, 91 árið 2011 og var þá fjölgunin á milli ára 26 %. Aftur á móti lækkaði þessi tala fyrir árið 2012 en þá þáðu 81 fjárhagsaðstoð á vegum bæjarins. Það geta allir lent í því að þurfa vegna veikinda, skilnaða, atvinnuleysis eða annarra áfalla að leita tímabundið til félagsþjónustu. Ekki er til að mynda vitað til að það hafi verið gerð könnun á meðal foreldra barna í grunnskólunum sem ekki eru í mataráskrift, um ástæður þess að svo sé ekki. Það er skylda hvers sveitarfélags að tryggja að þetta síðasta öryggisnet sé nógu sterkt til að aðstoða þá sem á þurfa að halda með fullnægjandi hætti. Það er auglýst vel fyrir þessar kosningar að fjárhagsstaða bæjarins sé traust og því ótrúlegt að ekki sé búið að tryggja að þessi mikilvægu mál séu ekki í betri farvegi en raun ber vitni. Hvað ætli valdi ?
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar