Ekki vera fýlupoki – virkt íbúalýðræði í Reykjavík! Heiðar Ingi Svansson skrifar 27. maí 2014 09:59 Flest erum við örugglega sammála um að við viljum sem einstaklingar, hafa meira að segja um þær ákvarðanir sem eru teknar og snerta okkar nærumhverfi. Við viljum vera með í ráðum og vera spurð hvaða þjónustu eða framkvæmdir við teljum mikilvægast að ráðist sé í. Með ákvörðun núverandi meirihluta í Reykjavík um brautargengi verkefnisins Betra Hverfi, hafa íbúar átt þess kost s.l. fjögur ár að kjósa um forgangsröðun framkvæmda og viðhalds í sínu hverfi í gegnum rafrænt kosningakerfi á vef Reykjavíkurborgar. Þannig að í staðinn fyrir að það séu kjörnir fulltrúar eða embættismenn borgarinnar sem taka allar ákvarðanir er valdið fært til íbúanna sjálfra. Í ár kusu Reykvíkingar 78 verkefni víðsvegar um borgina og er áætlað að þau komi til framkvæmda á þessu ári. Í ár kusu alls 5.505 manns sem er 5,7% af íbúum sem hafa kosningarrétt samkvæmt þjóðskrá. Samanlögð upphæð þessara verkefna sem íbúarnir tóku ákvarðanir um í ár, er 295 milljónir en sé upphæðin lögð saman fyrir árin 2010 – 2013 þá er hún 850 milljónir. Það að 5.505 íbúar, sem þekkja sitt nærumhverfi best, hafi ákvarðað hvernig þessum 295 milljónum var ráðstafað í ár er að mínu viti töluvert betra heldur en fyrra fyrirkomulag þar sem einstaka embættismenn eða kjörnir fulltrúar, höfðu þetta vald. Aðferðin er alls ekki gallalaus en hún er samt miklu betri heldur en ef þátttaka hefði verið á opnum íbúafundum þar sem kosið hefði verið um þetta. Reynið bara að ímynda ykkur íbúafundi þar sem 5.505 manns mæta til að greiða atkvæði. Ein helsta gagnrýnin sem komið hefur fram á þetta mikilvæga skref í átt að betra íbúalýðræði er að verkefnin sem fólk á kost á að kjósa um séu ekki nógu stór og merkileg. Nær væri að færa stærri og mikilvægari verkefni til fólksins með beinum íbúakosningum t.d. ýmis verkefni sem tengjast skipulagsmálum, samgöngu- og gatnakerfi, skólamálum o.s.frv. Ekki er þetta nú mjög efnisleg og uppbyggileg gagnrýni. Heldur meira svona tuð ofan í bringu, helst frá þeim sem ekki vilja sleppa tökunum á þeim fjármunum sem íbúarnir ráðstafa núna sjálfir. Og þar erum við komin að kjarna málsins. Íbúalýðræði snýst nefnilega um það hvaða verkefnum við veitum kjörnum fulltrúum umboð til að taka ákvarðanir um og hvaða verkefni íbúarnir eiga sjálfir að taka ákvarðanir um. Um þetta á umræðan um íbúalýðræði að snúast. Þess vegna skiptir máli að taka ábyrgð og fylkja okkur um þau verkefni sem okkur er treyst fyrir núna því að ef að vel tekst til með þau er mun líklegra að okkur verði treyst fyrir fleiri verkefnum. En til þess að svo megi verða þarf þátttaka að vera meira en 5,7% enda erfitt að sjá mikið lýðræði í því að 5.500 manns taki fyrir okkar allar meiriháttar ákvarðanir m.a. í skipulagsmálum. Þess vegna snýst þetta ekki bara um þau verkefni sem við erum að kjósa um í dag þ.e.a.s. lýsingu við gangbrautir, róluvelli, gróðursetningu á trjám, malbikun, göngustíga, frisbígolfvelli, bekki, ruslafötur, sleðabrekkur, hraðahindranir o.s.frv. Heldur er hér verið að bjóða íbúum í Reykjavík að taka þátt í stærsta og mikilvægasta verkefni á sviði íbúalýðræðis sem nokkurt sveitarfélag á landinu hefur ráðist í. Þetta er lykillinn að því að hægt sé að þróa og útvíkka áfram verkefnið sem Betra Hverfi byggist á. Þátttaka og áhugi á því gefi tilefni til þess. Það að þú sem íbúi í Reykjavík eigir áfram beina hlutdeild í því að ráðstafa 295 milljónum á hverju ári eða 1,1 milljarði á næsta kjörtímabili miðað við sömu upphæð á ári, úr sameiginlegum sjóðum okkar er ekki sjálfsagt. Það eru réttindi sem þér hafa verið færð og það er þitt að segja til um hvort þú viljir halda í þau áfram. Ekki vera fýlupoki og tuða ofan í bringuna á þér. Taktu afstöðu með auknu íbúalýðræði og settu X við Æ í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Flest erum við örugglega sammála um að við viljum sem einstaklingar, hafa meira að segja um þær ákvarðanir sem eru teknar og snerta okkar nærumhverfi. Við viljum vera með í ráðum og vera spurð hvaða þjónustu eða framkvæmdir við teljum mikilvægast að ráðist sé í. Með ákvörðun núverandi meirihluta í Reykjavík um brautargengi verkefnisins Betra Hverfi, hafa íbúar átt þess kost s.l. fjögur ár að kjósa um forgangsröðun framkvæmda og viðhalds í sínu hverfi í gegnum rafrænt kosningakerfi á vef Reykjavíkurborgar. Þannig að í staðinn fyrir að það séu kjörnir fulltrúar eða embættismenn borgarinnar sem taka allar ákvarðanir er valdið fært til íbúanna sjálfra. Í ár kusu Reykvíkingar 78 verkefni víðsvegar um borgina og er áætlað að þau komi til framkvæmda á þessu ári. Í ár kusu alls 5.505 manns sem er 5,7% af íbúum sem hafa kosningarrétt samkvæmt þjóðskrá. Samanlögð upphæð þessara verkefna sem íbúarnir tóku ákvarðanir um í ár, er 295 milljónir en sé upphæðin lögð saman fyrir árin 2010 – 2013 þá er hún 850 milljónir. Það að 5.505 íbúar, sem þekkja sitt nærumhverfi best, hafi ákvarðað hvernig þessum 295 milljónum var ráðstafað í ár er að mínu viti töluvert betra heldur en fyrra fyrirkomulag þar sem einstaka embættismenn eða kjörnir fulltrúar, höfðu þetta vald. Aðferðin er alls ekki gallalaus en hún er samt miklu betri heldur en ef þátttaka hefði verið á opnum íbúafundum þar sem kosið hefði verið um þetta. Reynið bara að ímynda ykkur íbúafundi þar sem 5.505 manns mæta til að greiða atkvæði. Ein helsta gagnrýnin sem komið hefur fram á þetta mikilvæga skref í átt að betra íbúalýðræði er að verkefnin sem fólk á kost á að kjósa um séu ekki nógu stór og merkileg. Nær væri að færa stærri og mikilvægari verkefni til fólksins með beinum íbúakosningum t.d. ýmis verkefni sem tengjast skipulagsmálum, samgöngu- og gatnakerfi, skólamálum o.s.frv. Ekki er þetta nú mjög efnisleg og uppbyggileg gagnrýni. Heldur meira svona tuð ofan í bringu, helst frá þeim sem ekki vilja sleppa tökunum á þeim fjármunum sem íbúarnir ráðstafa núna sjálfir. Og þar erum við komin að kjarna málsins. Íbúalýðræði snýst nefnilega um það hvaða verkefnum við veitum kjörnum fulltrúum umboð til að taka ákvarðanir um og hvaða verkefni íbúarnir eiga sjálfir að taka ákvarðanir um. Um þetta á umræðan um íbúalýðræði að snúast. Þess vegna skiptir máli að taka ábyrgð og fylkja okkur um þau verkefni sem okkur er treyst fyrir núna því að ef að vel tekst til með þau er mun líklegra að okkur verði treyst fyrir fleiri verkefnum. En til þess að svo megi verða þarf þátttaka að vera meira en 5,7% enda erfitt að sjá mikið lýðræði í því að 5.500 manns taki fyrir okkar allar meiriháttar ákvarðanir m.a. í skipulagsmálum. Þess vegna snýst þetta ekki bara um þau verkefni sem við erum að kjósa um í dag þ.e.a.s. lýsingu við gangbrautir, róluvelli, gróðursetningu á trjám, malbikun, göngustíga, frisbígolfvelli, bekki, ruslafötur, sleðabrekkur, hraðahindranir o.s.frv. Heldur er hér verið að bjóða íbúum í Reykjavík að taka þátt í stærsta og mikilvægasta verkefni á sviði íbúalýðræðis sem nokkurt sveitarfélag á landinu hefur ráðist í. Þetta er lykillinn að því að hægt sé að þróa og útvíkka áfram verkefnið sem Betra Hverfi byggist á. Þátttaka og áhugi á því gefi tilefni til þess. Það að þú sem íbúi í Reykjavík eigir áfram beina hlutdeild í því að ráðstafa 295 milljónum á hverju ári eða 1,1 milljarði á næsta kjörtímabili miðað við sömu upphæð á ári, úr sameiginlegum sjóðum okkar er ekki sjálfsagt. Það eru réttindi sem þér hafa verið færð og það er þitt að segja til um hvort þú viljir halda í þau áfram. Ekki vera fýlupoki og tuða ofan í bringuna á þér. Taktu afstöðu með auknu íbúalýðræði og settu X við Æ í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí n.k.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun