Miami þarf aðeins að vinna einn leik til viðbótar til þess að komast í úrslitin. Þar verður andstæðingurinn Oklahoma eða San Antonio.
Það vissu flestir að Lance Stephenson hefði gert mikil mistök er hann sagði LeBron James sýna veikleikamerki er hann væri að rífa kjaft á vellinum.
James svaraði þvi eins og allir vissu að hann myndi svara því. Með því að þagga niður í Stephenson. James skoraði 32 stig og tók 10 fráköst á meðan Stephenson skoraði skitin 9 stig og flest komu þau í ruslatíma. Honum var nær að vera með þetta ruslatal.
Chis Bosh fór mikinn í fyrri hálfleik og endaði með 25 stig en Paul George var stigahæstur hjá Indiana með 23 stig.
Hér að neðan má sjá tilþrif úr leiknum.