„Átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. maí 2014 20:00 „Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Hann segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. Mikil óánægja er meðal margra framsóknarmanna víða um land eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti framsóknarmanna, lýsti því yfir í viðtali við Vísi að hún vildi afturkalla úthlutun lóðar fyrir mosku við enda Suðurlandsbrautar. Lítið hefur hins vegar heyrst í forystumönnum Framsóknarflokksins vegna málsins sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, ætlar ekki að tjá sig um málið. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, lýsti því yfir á Facebook í dag að hann tæki undir orð Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknar. Sigrún sagði í samtali við RÚV á laugardag að skoðanir oddvita flokksins í borginni endurspegli ekki skoðanir flokksins og gangi þvert á stefnu hans.Í sátt við íbúa Ibrahim Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi. „Þetta kom mér á óvart. Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir. Hann bendir á að Reykjavík sé á athugunarlista af hjá nefnd Evrópuráðsins vegna mismununar. Fái múslimar ekki lóð undir mosku þá gæti Reykjavíkurborg átt það á hættu að fá stimpil vegna kynþáttahyggju. „Þetta er búið að fara í gegnum allt skipulagsferli og við áttum ágætan fund með íbúasamtökum Langholtshverfis,“ segir Ibrahim Sverrir. Moskan verður 800 fermetrar að stærð og turninn um níu metrar á hæð. Úthlutun lóðarinnar undir mosku hefur verið mótmælt og var svínahausum dreift á fyrirhuguðum byggingarreit í nóvember á síðasta ári. „Þegar svínahausunum var dreift þá fundum við fyrir mikilli samkennd og fengum margar stuðningsyfirlýsingar. Íslendingar eru ekki hrifnir af svona fasisma.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Hann segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. Mikil óánægja er meðal margra framsóknarmanna víða um land eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti framsóknarmanna, lýsti því yfir í viðtali við Vísi að hún vildi afturkalla úthlutun lóðar fyrir mosku við enda Suðurlandsbrautar. Lítið hefur hins vegar heyrst í forystumönnum Framsóknarflokksins vegna málsins sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, ætlar ekki að tjá sig um málið. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, lýsti því yfir á Facebook í dag að hann tæki undir orð Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknar. Sigrún sagði í samtali við RÚV á laugardag að skoðanir oddvita flokksins í borginni endurspegli ekki skoðanir flokksins og gangi þvert á stefnu hans.Í sátt við íbúa Ibrahim Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi. „Þetta kom mér á óvart. Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir. Hann bendir á að Reykjavík sé á athugunarlista af hjá nefnd Evrópuráðsins vegna mismununar. Fái múslimar ekki lóð undir mosku þá gæti Reykjavíkurborg átt það á hættu að fá stimpil vegna kynþáttahyggju. „Þetta er búið að fara í gegnum allt skipulagsferli og við áttum ágætan fund með íbúasamtökum Langholtshverfis,“ segir Ibrahim Sverrir. Moskan verður 800 fermetrar að stærð og turninn um níu metrar á hæð. Úthlutun lóðarinnar undir mosku hefur verið mótmælt og var svínahausum dreift á fyrirhuguðum byggingarreit í nóvember á síðasta ári. „Þegar svínahausunum var dreift þá fundum við fyrir mikilli samkennd og fengum margar stuðningsyfirlýsingar. Íslendingar eru ekki hrifnir af svona fasisma.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28
„Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30
Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30