Sigmundur Davíð vill ekki tjá sig um moskumálið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. maí 2014 12:13 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson neitar að tjá sig um ummæli Sveinbjargar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, vill ekki blanda sér í umræðuna um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um afturköllum lóðar til félags múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Hann hefur hingað til ekki haft neinn áhuga að blanda sér í þá umræðu. Hann vill leyfa oddvitanum í Reykjavík að útskýra hvað hún á við,“ segir Jóhannes.Og er þá ekki neinna viðbragða að vænta frá Framsóknarflokknum vegna ummælanna? „Þingflokksformaður tjáði sig um helgina og var með ákveðna línu þar.“Og Sigmundur vill ekki tjá sig um þetta mál? „Nei, hann hefur ekki hingað til gefið neitt færi á því. Ekki svona út á við,“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason.Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið um helgina, að skoðanir oddvita Framsóknarflokks og flugvallarvina um byggingu mosku í Reykjavík endurspegli ekki afstöðu flokksins, og gangi reyndar þvert á stefnu hans. Hún vísaði í flokkssamþykktir sem varða jafnrétti og mannréttindi, sem og stjórnarskrá Íslands. Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að hún vildi að lög um Kristnisjóð yrði endurskoðuð. Þau kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að veita ókeypis lóðir undir kirkjur og prestssetur. Á föstudaginn sagði Sveinbjörg Birna, í samtali við Vísi, að hún vildi afturkalla lóð sem var veitt Félagi múslima í september á síðasta ári. Ummælin vöktu mikla athygli og hafa verið mikið rædd í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 Jón Gnarr: Ef Framsókn hefur áhyggjur af uppgangi Íslam á að ræða það á þingi "Það er alveg sama hvað fólki finnst um Íslam. Lögin skylda sveitarfélög til að afhenda trúfélögum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, ókeypis lóðir undir bænahús," segir Jón Gnarr borgarstjóri. 26. maí 2014 00:17 Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, vill ekki blanda sér í umræðuna um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um afturköllum lóðar til félags múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Hann hefur hingað til ekki haft neinn áhuga að blanda sér í þá umræðu. Hann vill leyfa oddvitanum í Reykjavík að útskýra hvað hún á við,“ segir Jóhannes.Og er þá ekki neinna viðbragða að vænta frá Framsóknarflokknum vegna ummælanna? „Þingflokksformaður tjáði sig um helgina og var með ákveðna línu þar.“Og Sigmundur vill ekki tjá sig um þetta mál? „Nei, hann hefur ekki hingað til gefið neitt færi á því. Ekki svona út á við,“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason.Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið um helgina, að skoðanir oddvita Framsóknarflokks og flugvallarvina um byggingu mosku í Reykjavík endurspegli ekki afstöðu flokksins, og gangi reyndar þvert á stefnu hans. Hún vísaði í flokkssamþykktir sem varða jafnrétti og mannréttindi, sem og stjórnarskrá Íslands. Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að hún vildi að lög um Kristnisjóð yrði endurskoðuð. Þau kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að veita ókeypis lóðir undir kirkjur og prestssetur. Á föstudaginn sagði Sveinbjörg Birna, í samtali við Vísi, að hún vildi afturkalla lóð sem var veitt Félagi múslima í september á síðasta ári. Ummælin vöktu mikla athygli og hafa verið mikið rædd í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 Jón Gnarr: Ef Framsókn hefur áhyggjur af uppgangi Íslam á að ræða það á þingi "Það er alveg sama hvað fólki finnst um Íslam. Lögin skylda sveitarfélög til að afhenda trúfélögum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, ókeypis lóðir undir bænahús," segir Jón Gnarr borgarstjóri. 26. maí 2014 00:17 Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30
Jón Gnarr: Ef Framsókn hefur áhyggjur af uppgangi Íslam á að ræða það á þingi "Það er alveg sama hvað fólki finnst um Íslam. Lögin skylda sveitarfélög til að afhenda trúfélögum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, ókeypis lóðir undir bænahús," segir Jón Gnarr borgarstjóri. 26. maí 2014 00:17
Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08