Viltu jákvæðni, fjölbreytni og heiðarleika? Ingunn Anna Jónasdóttir skrifar 26. maí 2014 17:29 „Þetta endar sem sagt með ósköpum,” sagði elskulegur ættingi minn þegar hann frétti að ég væri í síðasta sæti á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi. Ég sagði að „rúsínan í pylsuendanum“ fyndist mér svolítið hlýlegri lýsing á framboði mínu en af svip hans að dæma var hann ekki endilega alveg sannfærður um það. Ég er sem sagt aftur komin í framboð. Aftur komin í framboð segi ég vegna þess að fyrir 20 árum síðan var ég kosin í bæjarstjórn á Akranesi og var þar í fjögur ár. Þá voru líka kosnir í bæjarstjórn þeir Sveinn Kristins, Guðmundur Páll og Gunnar Sigurðsson. Lífsreynt fólk segir að sagan endurtaki sig. Ég lofa þó háttvirtum kjósendum því að ég mun ekki verða aftur í framboði eftir 20 ár! En það er aldrei að vita hvað þeir Sveinn, Guðmundur og Gunnar gera.Lífsglatt fólk Hvers vegna hikaði ég ekki við að gefa kost á mér á lista Bjartrar framtíðar og hvers vegna er ég svo ánægð með að vera þar? Svarið er einfalt. Ég kann bara rosalega vel við mig í félagsskap þess fólks sem hefur valist þar til forystu. Ungar og hressar konur og karlar sem ég þekki svo vel og eingöngu af góðu. Fólk sem er brennandi af áhuga og vilja til að vinna fyrir bæinn sinn. Lífsglatt og skemmtilegt fólk með fullt af þrælgóðum hugmyndum og gengur í verkin með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi, opnum huga, reiðubúið að hlusta á rök annarra og finna saman góðar lausnir. Það er einmitt þessi nálgun við verk og viðfangsefni sem gerir Bjarta framtíð svo einstaka og áhugverða. Heiðarleiki skiptir máli Í bæjarmálum hér á Skaga er mjög sjaldan svo mikill hugmyndafræðilegur munur á skoðunum okkar og gildum að það eigi að koma í veg fyrir að við getum unnið saman að lausn viðfangsefnanna. Ég treysti því fólki sem skipar lista Bjartrar framtíðar öllum betur til að vinna að málum bæjarins á þennan hátt. Ég treysti þeim líka svo vel til að vinna af heiðarleika. Þjóna bæjarbúum, án þess að ota sínum tota eða vina eða ættingja eða samflokksmanna. Þannig heiðarleiki skiptir mjög miklu máli og er því miður ekki sjálfsagður í stjórnmálum. Sem sé: Samvinna, virðing, lausnir, heiðarleiki og svo auðvitað góðar málefnalegar áherslur.Fjölskylduvænn bær Þegar kemur að málefnunum veit ég að þau munu leggja áherslu á langtímamarkmið og falla ekki í þá freistni að gefa innstæðulaus loforð út og suður um hitt og þetta. Áherslan á að vera á bæjarfélag þar sem fólk býr við atvinnuöryggi og þar sem gott er og gaman að búa. Bæjarfélag þar sem mikil áhersla er lögð á umhvefisvernd og þar sem bæjarbúar fá notið útivistar í óspilltri og fallegri náttúru. Skemmtilegheitin í nærsamfélaginu skipta miklu máli. Líflegur bær þar sem margbreytileikinn blómstrar. Og auk þess að vera skemmtilegur bær á Akranes auðvitað að vera fjölskylduvænn bær, þar sem við tryggjum börnunum gott uppeldi og góða skóla í öruggu og vingjarnlegu umhverfi – skóla sem tryggja jafnrétti í námi. Í lykilmálaflokkum eins og skólamálum og skipulagsmálum, svo ég taki dæmi, skiptir öllu að hugsað sé til lengri tíma, að við vöndum okkur við að finna lausnir sem líklegt er að friður geti verið um. Lausnir sem eru líka framsæknar og brjótast út úr „þetta hefur alltaf verið svona“ hugsunarhættinum.Verið með, Skagamenn! Í skemmtilegum bæ er áhersla lögð á að allir séu með og hafi áhrif. Ungir og gamlir, fatlaðir og fótboltakappar, innfæddir Niðurskagamenn og innflytjendur, hægri menn og vinstri, konur og karlar. Margbreytileikinn er mikill styrkur og svo er hann bara svo miklu skemmtilegri. Það á sko ekki síður við í atvinnulífinu. Það er gott að hafa traust undirstöðufyrirtæki, en það er ennþá mikilvægara að hafa fjölbreytni þar, því það er hættulegt ef við verðum of háð einu eða fáum fyrirtækjum. Unga fólkið sem er að koma inn á vinnumarkaðinn vill ekkert endilega vinna við það sama og við sem erum eldri. Já, fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri, og þá ekki síst fyrir konur, eru lykilþættir í því að byggja upp betra og traustara bæjarfélag til lengri tíma. Vilborg, Svanberg, Anna Lára og félagar þeirra á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi eru fólk sem ég þekki vel og treysti öðrum betur til að fara inn í bæjarstjórn með þjónustulund, heiðarleika, samvinnu og langtímahag bæjarbúa að leiðarljósi. Það er mjög gaman og mikill heiður að vera í liði með svona fólki. Verið þið líka með okkur, Skagamenn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
„Þetta endar sem sagt með ósköpum,” sagði elskulegur ættingi minn þegar hann frétti að ég væri í síðasta sæti á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi. Ég sagði að „rúsínan í pylsuendanum“ fyndist mér svolítið hlýlegri lýsing á framboði mínu en af svip hans að dæma var hann ekki endilega alveg sannfærður um það. Ég er sem sagt aftur komin í framboð. Aftur komin í framboð segi ég vegna þess að fyrir 20 árum síðan var ég kosin í bæjarstjórn á Akranesi og var þar í fjögur ár. Þá voru líka kosnir í bæjarstjórn þeir Sveinn Kristins, Guðmundur Páll og Gunnar Sigurðsson. Lífsreynt fólk segir að sagan endurtaki sig. Ég lofa þó háttvirtum kjósendum því að ég mun ekki verða aftur í framboði eftir 20 ár! En það er aldrei að vita hvað þeir Sveinn, Guðmundur og Gunnar gera.Lífsglatt fólk Hvers vegna hikaði ég ekki við að gefa kost á mér á lista Bjartrar framtíðar og hvers vegna er ég svo ánægð með að vera þar? Svarið er einfalt. Ég kann bara rosalega vel við mig í félagsskap þess fólks sem hefur valist þar til forystu. Ungar og hressar konur og karlar sem ég þekki svo vel og eingöngu af góðu. Fólk sem er brennandi af áhuga og vilja til að vinna fyrir bæinn sinn. Lífsglatt og skemmtilegt fólk með fullt af þrælgóðum hugmyndum og gengur í verkin með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi, opnum huga, reiðubúið að hlusta á rök annarra og finna saman góðar lausnir. Það er einmitt þessi nálgun við verk og viðfangsefni sem gerir Bjarta framtíð svo einstaka og áhugverða. Heiðarleiki skiptir máli Í bæjarmálum hér á Skaga er mjög sjaldan svo mikill hugmyndafræðilegur munur á skoðunum okkar og gildum að það eigi að koma í veg fyrir að við getum unnið saman að lausn viðfangsefnanna. Ég treysti því fólki sem skipar lista Bjartrar framtíðar öllum betur til að vinna að málum bæjarins á þennan hátt. Ég treysti þeim líka svo vel til að vinna af heiðarleika. Þjóna bæjarbúum, án þess að ota sínum tota eða vina eða ættingja eða samflokksmanna. Þannig heiðarleiki skiptir mjög miklu máli og er því miður ekki sjálfsagður í stjórnmálum. Sem sé: Samvinna, virðing, lausnir, heiðarleiki og svo auðvitað góðar málefnalegar áherslur.Fjölskylduvænn bær Þegar kemur að málefnunum veit ég að þau munu leggja áherslu á langtímamarkmið og falla ekki í þá freistni að gefa innstæðulaus loforð út og suður um hitt og þetta. Áherslan á að vera á bæjarfélag þar sem fólk býr við atvinnuöryggi og þar sem gott er og gaman að búa. Bæjarfélag þar sem mikil áhersla er lögð á umhvefisvernd og þar sem bæjarbúar fá notið útivistar í óspilltri og fallegri náttúru. Skemmtilegheitin í nærsamfélaginu skipta miklu máli. Líflegur bær þar sem margbreytileikinn blómstrar. Og auk þess að vera skemmtilegur bær á Akranes auðvitað að vera fjölskylduvænn bær, þar sem við tryggjum börnunum gott uppeldi og góða skóla í öruggu og vingjarnlegu umhverfi – skóla sem tryggja jafnrétti í námi. Í lykilmálaflokkum eins og skólamálum og skipulagsmálum, svo ég taki dæmi, skiptir öllu að hugsað sé til lengri tíma, að við vöndum okkur við að finna lausnir sem líklegt er að friður geti verið um. Lausnir sem eru líka framsæknar og brjótast út úr „þetta hefur alltaf verið svona“ hugsunarhættinum.Verið með, Skagamenn! Í skemmtilegum bæ er áhersla lögð á að allir séu með og hafi áhrif. Ungir og gamlir, fatlaðir og fótboltakappar, innfæddir Niðurskagamenn og innflytjendur, hægri menn og vinstri, konur og karlar. Margbreytileikinn er mikill styrkur og svo er hann bara svo miklu skemmtilegri. Það á sko ekki síður við í atvinnulífinu. Það er gott að hafa traust undirstöðufyrirtæki, en það er ennþá mikilvægara að hafa fjölbreytni þar, því það er hættulegt ef við verðum of háð einu eða fáum fyrirtækjum. Unga fólkið sem er að koma inn á vinnumarkaðinn vill ekkert endilega vinna við það sama og við sem erum eldri. Já, fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri, og þá ekki síst fyrir konur, eru lykilþættir í því að byggja upp betra og traustara bæjarfélag til lengri tíma. Vilborg, Svanberg, Anna Lára og félagar þeirra á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi eru fólk sem ég þekki vel og treysti öðrum betur til að fara inn í bæjarstjórn með þjónustulund, heiðarleika, samvinnu og langtímahag bæjarbúa að leiðarljósi. Það er mjög gaman og mikill heiður að vera í liði með svona fólki. Verið þið líka með okkur, Skagamenn!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun