Framtíð Reykjavíkur – framtíð okkar allra Garðar Jónsson skrifar 26. maí 2014 17:17 Framtíðarsýn um þróun sveitarfélaga er birt í aðalskipulagi hvers sveitarfélags. Við íbúar þessa lands mótum gjarnan okkar eigin framtíðarsýn um þróun okkar nærumhverfis. Mín sýn er einföld - þægilegt til búsetu með góðu samspili fólks, atvinnulífs, menningar, þjónustu og náttúru. Gott jafnvægi á húsnæðismarkaði, öflug heilbrigðisþjónusta og greiðar samgöngur eru dæmi um lykilþætti sem styðja þægilegt samfélag til búsetu og lífsgæði. Gildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar gerir það ekki. Flugvöllur flyst úr Vatnsmýrinni upp á Hólmsheiði, nái stefna núverandi meirihluta borgarinnar fram að ganga. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu samgönguhlutverki og núverandi staðsetning hans tryggir greiðan sjúkraflutning til Landspítala fyrir þá sem þurfa um langan veg að fara til að komast undir læknishendur með sjúkraflugi. Áformað er að öll hátækniþjónusta Landspítalans verði staðsett við hringbraut í framtíðinni. Flutningur flugvallarins úr Vatnsmýrinni væri því á skjön við sýn mína um greiðar samgöngur og öfluga heilbrigðisþjónustu – heilbrigðisöryggi væri stefnt í hættu. Gert er ráð fyrir að byggja 4.950 íbúðir í Vatnsmýrinni eftir að flugvöllurinn hefur verið fluttur.. Í aðalskipulaginu segir að flugvallarsvæðið sé „mjög verðmætt byggingarsvæði“. Ég vil að við notum þetta dýrmæta svæði fyrir það sem okkur finnst dýrmætast í lífinu – lífið sjálft – og höldum flugvellinum á þessum stað. Framtíðarsýn núverandi meirihluta borgarinnar um þróun gömlu hafnarinnar í Reykjavík liggur fyrir. Í stuttu máli er reiknað með þéttum byggingum bæði á Miðbakka og á Slippasvæðinu og þar fyrir vestan. Byggingarnar verða allt að 5 hæðir með 480 íbúðum auk þjónusturýmis. Starfsemi slippsins víkur fyrir háreistum kassalaga byggingum og tengsl við sögu hafnarinnar rofna að mestu leyti nái þessi stefna fram að ganga. Mikilvægt er því að mínu mati að endurskoða þessa stefnu svo markmið náist um betra samspil fólks, atvinnulífs, menningar og náttúru. Húsnæðismál í borginni eru í ólestri. Leiguverð er komið í þær hæðir sem fer langt fram yfir fjárhagsgetu almennings. Kaupverð húsnæðis hefur einnig hækkað sem segir að framboð þess hefur ekki fylgt eftirspurn. Aðalskipulag borgarinnar gerir ráð fyrir 14.500 nýjum íbúðum til ársins 2030. Þegar betur er að gáð er framtíðarsýnin að reisa flestar þessara íbúða í Vatnsmýrinni, við höfnina og á öðrum stöðum á og við miðbæjarsvæðið þar sem byggingarsvæðið er talið mjög verðmætt. Þessar íbúðir verða því ekki af ódýrara taginu. Í úthverfum borgarinnar, sem ungt fólk leitar gjarnan á til íbúðakaupa, er einungis reiknað með byggingu 1.600 íbúða til ársins 2030, auk 400 íbúða á Kjalarnesi. Á hverju ári má hinsvegar reikna með um 2.000 nýjum einstaklingum inn á íbúðamarkað. Framtíðarsýn núverandi meirihluta þýðir því að mínu mati áframhaldandi hækkun íbúðaverðs og leiguverðs. Þetta er ekki mín framtíðarsýn í húsnæðismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn um þróun sveitarfélaga er birt í aðalskipulagi hvers sveitarfélags. Við íbúar þessa lands mótum gjarnan okkar eigin framtíðarsýn um þróun okkar nærumhverfis. Mín sýn er einföld - þægilegt til búsetu með góðu samspili fólks, atvinnulífs, menningar, þjónustu og náttúru. Gott jafnvægi á húsnæðismarkaði, öflug heilbrigðisþjónusta og greiðar samgöngur eru dæmi um lykilþætti sem styðja þægilegt samfélag til búsetu og lífsgæði. Gildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar gerir það ekki. Flugvöllur flyst úr Vatnsmýrinni upp á Hólmsheiði, nái stefna núverandi meirihluta borgarinnar fram að ganga. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu samgönguhlutverki og núverandi staðsetning hans tryggir greiðan sjúkraflutning til Landspítala fyrir þá sem þurfa um langan veg að fara til að komast undir læknishendur með sjúkraflugi. Áformað er að öll hátækniþjónusta Landspítalans verði staðsett við hringbraut í framtíðinni. Flutningur flugvallarins úr Vatnsmýrinni væri því á skjön við sýn mína um greiðar samgöngur og öfluga heilbrigðisþjónustu – heilbrigðisöryggi væri stefnt í hættu. Gert er ráð fyrir að byggja 4.950 íbúðir í Vatnsmýrinni eftir að flugvöllurinn hefur verið fluttur.. Í aðalskipulaginu segir að flugvallarsvæðið sé „mjög verðmætt byggingarsvæði“. Ég vil að við notum þetta dýrmæta svæði fyrir það sem okkur finnst dýrmætast í lífinu – lífið sjálft – og höldum flugvellinum á þessum stað. Framtíðarsýn núverandi meirihluta borgarinnar um þróun gömlu hafnarinnar í Reykjavík liggur fyrir. Í stuttu máli er reiknað með þéttum byggingum bæði á Miðbakka og á Slippasvæðinu og þar fyrir vestan. Byggingarnar verða allt að 5 hæðir með 480 íbúðum auk þjónusturýmis. Starfsemi slippsins víkur fyrir háreistum kassalaga byggingum og tengsl við sögu hafnarinnar rofna að mestu leyti nái þessi stefna fram að ganga. Mikilvægt er því að mínu mati að endurskoða þessa stefnu svo markmið náist um betra samspil fólks, atvinnulífs, menningar og náttúru. Húsnæðismál í borginni eru í ólestri. Leiguverð er komið í þær hæðir sem fer langt fram yfir fjárhagsgetu almennings. Kaupverð húsnæðis hefur einnig hækkað sem segir að framboð þess hefur ekki fylgt eftirspurn. Aðalskipulag borgarinnar gerir ráð fyrir 14.500 nýjum íbúðum til ársins 2030. Þegar betur er að gáð er framtíðarsýnin að reisa flestar þessara íbúða í Vatnsmýrinni, við höfnina og á öðrum stöðum á og við miðbæjarsvæðið þar sem byggingarsvæðið er talið mjög verðmætt. Þessar íbúðir verða því ekki af ódýrara taginu. Í úthverfum borgarinnar, sem ungt fólk leitar gjarnan á til íbúðakaupa, er einungis reiknað með byggingu 1.600 íbúða til ársins 2030, auk 400 íbúða á Kjalarnesi. Á hverju ári má hinsvegar reikna með um 2.000 nýjum einstaklingum inn á íbúðamarkað. Framtíðarsýn núverandi meirihluta þýðir því að mínu mati áframhaldandi hækkun íbúðaverðs og leiguverðs. Þetta er ekki mín framtíðarsýn í húsnæðismálum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun