Meira um Skuldafélagið Hafnarfjörður Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson skrifar 26. maí 2014 16:54 Fyrir hrun fór lítið fyrir áhyggjum vegna skuldastöðu. Með reynslu fortíðar að baki skildi maður ætla að því væri öfugt farið hjá flestum. Í Fréttablaðinu 22. maí sl. telur oddviti Samfylkingarinnar, Gunnar Axel Axelsson að fjármálastjórn í Hafnarfirði sé á réttri leið. Núverandi bæjarstjóri og oddviti Vinstri grænna bætir um betur í sama blaði og segir „Við höfum verið í meirihluta í 4 ár og hefur fjárhagur stórbatnað á þeim tíma.“ Svo mörg voru þau orð. En hvernig er í stuttu máli frammistaða núverandi meirihluta? Því miður er það svo að skuldastaða Hafnarfjarðarbæjar er mjög slæm. Ef farið er á bls. 26 í ársreikning Hafnafjarðar fyrir árið 2013 kemur í ljós að árið 2010, þegar núverandi meirihluti tók við, þá skuldaði hver íbúi kr. 1.150.000 en í árslok 2013 kr. 1.218.000. Hækkun um 6%. Þetta eru daprar lykiltölur og slakur árangur fyrir núverandi meirihluta. Því á sama tíma fjölgaði íbúum Hafnafjarðar um 5% (úr 26.099 í 27.325). Þetta er viðskilnaðurinn góði sem verið er að státa sig af. Á heimasíðu Hafnafjarðarbæjar segir einnig: „Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri segir afkomu bæjarins enn betri en gert hafi verið ráð fyrir og að rekstrarafgangur sé umfram áætlanir.“ Þetta er einfaldlega rangt. Reyndar er það rétt að skuldir lækka milli áranna 2013 og 2012 en hver ætli sé nú stærsta skýringin á því. Jú, gengi íslensku krónunnar er umtalsvert hærra en það var í árslok 2012. Ef skoðaður er rekstarreikningur bæjarins árið 2013 þá er hann betri en árið 2012. Hins vegar ef rekstarniðurstaða án fjármagnsliða er skoðuð kemur berlega í ljós að REKSTRARNIÐURSTAÐA ÁN FJÁRMAGNSLIÐA ER LAKARI EN ÁÆTLANIR BÆÐI FYRIR A OG A OG B HLUTA. Reyndar er handbært fé frá rekstri í sjóðstreymi jákvætt en líka lakara en þær áætlanir sem borið er saman við. Því er þessi lokaniðurstaða hagstæðari en áætlanir tilkomin vegna gengishagnaðar. Því miður fyrir núverandi bæjarmeirihluta þá getum við íbúar Hafnarfjarðar ekki þakkað Guðrúnu Ágústu fyrir hækkun á gengi íslensku krónunnar, frá því að ný ríkisstjórn tók til valda í landinu. Því er það ekki mikil reisn að þurfa að fá ábendingu endurskoðenda á skuldastöðu og veltufjárhlutfalli bæjarins sem er umtalsvert hærra en nú er talað um að setja í lög. 150% á að vera viðmiðið í stað 217% samkvæmt skýrslu löggiltra endurskoðenda hjá bænum. Reyndar er það svo að meira segja allar skuldir koma ekki fram í ársreikningum því skuldir við tollstjóra 322 milljónir eru ekki í efnahagsreikningi, þó svo bærinn hafi tapað því máli í Héraðsdómi. Við Framsóknarmenn vonust til að við getum aukið á jákvæðni og samstarfi milli bæjarfulltrúa. Því miður er það dapurleg staðreynd að minnihluti sé á móti því sem meirihlutinn gerir nema hann hafi fengið að vera „memm“. Eins og flestum er kunnugt voru nýlegar lagðar fram tillögur í bæjarstjórn vegna skuldbreytinga á stóru erlendu láni. Því finnst okkur það sorgleg niðurstaða hjá Sjálfstæðismönnum að sitja hjá við afgreiðslu skuldbreytinga á stóra láninu svo kallaða. Við Framsóknarmenn segjum að það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur. Því viljum við fagna því að verið sé að lágmarka áhættu bæjarins með því að breyta skuldum bæjarins í krónulán á meðan gengi krónunnar er eins hagstætt eins og nú er. Bæjarstjórn ætlar að nýta sér forkaupsrétt vegna sölu aflaveiðiheimilda. Hvert er planið? Á að stofna hér nýja bæjarútgerð? Maður les í blöðum að bæjarstjórinn krefji fyrirtækið um hitt og þetta. Er nú ekki vænlegra að blása í friðarpípur og setjast niður með viðkomandi. Svona yfirlýsingar í blöðum hjálpa ekkert til. Bestu fréttirnar sem við viljum fá væru að verið sé að leysa málið með samningum í stað fleiri dómsmála. Við Framsóknarmenn teljum okkur geta gert betur þegar kemur að fjármálastjórninni ásamt því að tryggja í Hafnarfiði mannvænlegt umhverfi. Í lýðræðisþjóðfélagi er engum flokki hollt að vera of lengi á valdastólunum. Það er kominn tími á breytingar og sjálftökuvöld Samfylkingarinnar í bænum. Kjósum X-B og fáum ferska vindi til að blása. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fyrir hrun fór lítið fyrir áhyggjum vegna skuldastöðu. Með reynslu fortíðar að baki skildi maður ætla að því væri öfugt farið hjá flestum. Í Fréttablaðinu 22. maí sl. telur oddviti Samfylkingarinnar, Gunnar Axel Axelsson að fjármálastjórn í Hafnarfirði sé á réttri leið. Núverandi bæjarstjóri og oddviti Vinstri grænna bætir um betur í sama blaði og segir „Við höfum verið í meirihluta í 4 ár og hefur fjárhagur stórbatnað á þeim tíma.“ Svo mörg voru þau orð. En hvernig er í stuttu máli frammistaða núverandi meirihluta? Því miður er það svo að skuldastaða Hafnarfjarðarbæjar er mjög slæm. Ef farið er á bls. 26 í ársreikning Hafnafjarðar fyrir árið 2013 kemur í ljós að árið 2010, þegar núverandi meirihluti tók við, þá skuldaði hver íbúi kr. 1.150.000 en í árslok 2013 kr. 1.218.000. Hækkun um 6%. Þetta eru daprar lykiltölur og slakur árangur fyrir núverandi meirihluta. Því á sama tíma fjölgaði íbúum Hafnafjarðar um 5% (úr 26.099 í 27.325). Þetta er viðskilnaðurinn góði sem verið er að státa sig af. Á heimasíðu Hafnafjarðarbæjar segir einnig: „Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri segir afkomu bæjarins enn betri en gert hafi verið ráð fyrir og að rekstrarafgangur sé umfram áætlanir.“ Þetta er einfaldlega rangt. Reyndar er það rétt að skuldir lækka milli áranna 2013 og 2012 en hver ætli sé nú stærsta skýringin á því. Jú, gengi íslensku krónunnar er umtalsvert hærra en það var í árslok 2012. Ef skoðaður er rekstarreikningur bæjarins árið 2013 þá er hann betri en árið 2012. Hins vegar ef rekstarniðurstaða án fjármagnsliða er skoðuð kemur berlega í ljós að REKSTRARNIÐURSTAÐA ÁN FJÁRMAGNSLIÐA ER LAKARI EN ÁÆTLANIR BÆÐI FYRIR A OG A OG B HLUTA. Reyndar er handbært fé frá rekstri í sjóðstreymi jákvætt en líka lakara en þær áætlanir sem borið er saman við. Því er þessi lokaniðurstaða hagstæðari en áætlanir tilkomin vegna gengishagnaðar. Því miður fyrir núverandi bæjarmeirihluta þá getum við íbúar Hafnarfjarðar ekki þakkað Guðrúnu Ágústu fyrir hækkun á gengi íslensku krónunnar, frá því að ný ríkisstjórn tók til valda í landinu. Því er það ekki mikil reisn að þurfa að fá ábendingu endurskoðenda á skuldastöðu og veltufjárhlutfalli bæjarins sem er umtalsvert hærra en nú er talað um að setja í lög. 150% á að vera viðmiðið í stað 217% samkvæmt skýrslu löggiltra endurskoðenda hjá bænum. Reyndar er það svo að meira segja allar skuldir koma ekki fram í ársreikningum því skuldir við tollstjóra 322 milljónir eru ekki í efnahagsreikningi, þó svo bærinn hafi tapað því máli í Héraðsdómi. Við Framsóknarmenn vonust til að við getum aukið á jákvæðni og samstarfi milli bæjarfulltrúa. Því miður er það dapurleg staðreynd að minnihluti sé á móti því sem meirihlutinn gerir nema hann hafi fengið að vera „memm“. Eins og flestum er kunnugt voru nýlegar lagðar fram tillögur í bæjarstjórn vegna skuldbreytinga á stóru erlendu láni. Því finnst okkur það sorgleg niðurstaða hjá Sjálfstæðismönnum að sitja hjá við afgreiðslu skuldbreytinga á stóra láninu svo kallaða. Við Framsóknarmenn segjum að það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur. Því viljum við fagna því að verið sé að lágmarka áhættu bæjarins með því að breyta skuldum bæjarins í krónulán á meðan gengi krónunnar er eins hagstætt eins og nú er. Bæjarstjórn ætlar að nýta sér forkaupsrétt vegna sölu aflaveiðiheimilda. Hvert er planið? Á að stofna hér nýja bæjarútgerð? Maður les í blöðum að bæjarstjórinn krefji fyrirtækið um hitt og þetta. Er nú ekki vænlegra að blása í friðarpípur og setjast niður með viðkomandi. Svona yfirlýsingar í blöðum hjálpa ekkert til. Bestu fréttirnar sem við viljum fá væru að verið sé að leysa málið með samningum í stað fleiri dómsmála. Við Framsóknarmenn teljum okkur geta gert betur þegar kemur að fjármálastjórninni ásamt því að tryggja í Hafnarfiði mannvænlegt umhverfi. Í lýðræðisþjóðfélagi er engum flokki hollt að vera of lengi á valdastólunum. Það er kominn tími á breytingar og sjálftökuvöld Samfylkingarinnar í bænum. Kjósum X-B og fáum ferska vindi til að blása.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar