Eflum félagsþjónustu í Garðabæ Sigríður Finnbjörnsdóttir skrifar 26. maí 2014 16:27 Síðustu vikur hefur SÁÁ staðið fyrir árlegri álfasölu sinni en í ár er markmiðið að gera samtökunum kleift að standa undir þeirri meðferðarþjónustu sem þau veita ungum fíklum og börnum áfengis- og vímuefnasjúklinga. Þeir eru fáir Íslendingarnir sem þekkja ekki til þess starfs sem SÁÁ hefur lagt til samfélagsins. Margt fólk hefur farið út af braut og þurft á aðstoð að halda. Eftir að fólk hefur lent í slíkum hremmingum er mikilvægt að nærsamfélagið taki vel á móti því. Þar kemur að hlutverki okkar sem bæjarfélags að styðja við það fólk sem er að reyna að komast á rétta braut. Velferð þeirra er velferð okkar sem bæjarfélags. Hjá núverandi meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar hefur gætt vissrar tilhneigingar að vísa ýmsum félagslegum málum frá bænum. Að mínu mati ber okkur skylda til að hjálpa því fólki sem hér býr og fer út af leið í lífshlaupinu. Það borgar sig á endanum að hjálpa og standa vörð um samhjálp okkar Garðbæinga með því að huga betur að velferðarmálum.Þjónusta við eldri borgaraVið sem samfélag höfum það að markmiði að gera eldra fólki kleift að lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er og að þeim sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf í samræmi við þarfir hvers og eins. Í Garðabæ eru til eldri borgarar sem þurfa á margvíslegri þjónustu að halda. Til að auðvelda þeim að sækja þjónustu viljum við að þjónustan sem fyrir er verði efld og að hún verði einnig betur samræmd. Markmiðið með þessu væri að fólk gæti leitað á einn stað eftir svörum og þjónustu sem það þarf á að halda. Einnig viljum við bjóða eldri borgurum upp á sérstök þjónustukort. Á þjónustukortinu verður ákveðin inneign sem hver og einn eldri borgari getur notað í eigin þágu til dæmis í hreingerningarþjónustu, garðhreinsun eða til að stunda tómstundir og hreyfingu. Eldri borgarar í Garðabæ hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að byggja upp góðan bæ, þeir hafa flestir borgað lengst og mest til bæjarins. Þjónustukortið er góð leið til að sína okkar eldra fólki virðingu og þakklæti. Við hjá FÓLKINU- í bænum munum beita okkur fyrir bættri þjónustu fyrir þá Garðbæinga sem á þurfa að halda og þannig gerum við góðan bæ enn betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur SÁÁ staðið fyrir árlegri álfasölu sinni en í ár er markmiðið að gera samtökunum kleift að standa undir þeirri meðferðarþjónustu sem þau veita ungum fíklum og börnum áfengis- og vímuefnasjúklinga. Þeir eru fáir Íslendingarnir sem þekkja ekki til þess starfs sem SÁÁ hefur lagt til samfélagsins. Margt fólk hefur farið út af braut og þurft á aðstoð að halda. Eftir að fólk hefur lent í slíkum hremmingum er mikilvægt að nærsamfélagið taki vel á móti því. Þar kemur að hlutverki okkar sem bæjarfélags að styðja við það fólk sem er að reyna að komast á rétta braut. Velferð þeirra er velferð okkar sem bæjarfélags. Hjá núverandi meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar hefur gætt vissrar tilhneigingar að vísa ýmsum félagslegum málum frá bænum. Að mínu mati ber okkur skylda til að hjálpa því fólki sem hér býr og fer út af leið í lífshlaupinu. Það borgar sig á endanum að hjálpa og standa vörð um samhjálp okkar Garðbæinga með því að huga betur að velferðarmálum.Þjónusta við eldri borgaraVið sem samfélag höfum það að markmiði að gera eldra fólki kleift að lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er og að þeim sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf í samræmi við þarfir hvers og eins. Í Garðabæ eru til eldri borgarar sem þurfa á margvíslegri þjónustu að halda. Til að auðvelda þeim að sækja þjónustu viljum við að þjónustan sem fyrir er verði efld og að hún verði einnig betur samræmd. Markmiðið með þessu væri að fólk gæti leitað á einn stað eftir svörum og þjónustu sem það þarf á að halda. Einnig viljum við bjóða eldri borgurum upp á sérstök þjónustukort. Á þjónustukortinu verður ákveðin inneign sem hver og einn eldri borgari getur notað í eigin þágu til dæmis í hreingerningarþjónustu, garðhreinsun eða til að stunda tómstundir og hreyfingu. Eldri borgarar í Garðabæ hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að byggja upp góðan bæ, þeir hafa flestir borgað lengst og mest til bæjarins. Þjónustukortið er góð leið til að sína okkar eldra fólki virðingu og þakklæti. Við hjá FÓLKINU- í bænum munum beita okkur fyrir bættri þjónustu fyrir þá Garðbæinga sem á þurfa að halda og þannig gerum við góðan bæ enn betri.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar