Öruggt húsnæði fyrir alla Hreiðar Eiríksson skrifar 26. maí 2014 16:04 Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Reykjavíkurborg aðeins keypt 67 félagslegar leiguíbúðir þrátt fyrir að heimild sé fyrir því að kaupa 100 íbúðir á hverju ári, eins og kemur fram á heimasíðu Félagsbústaða í Reykjavík. Þessar íbúðir hafa hvergi nærri nægt til að mæta þeim bráða húsnæðisvanda sem er í Reykjavík enda býr fjöldi fólks í ólöglegu iðnaðarhúsnæði í borginni. Þetta ástand hefur varað um árabil án þess að á því hafi verið tekið.Börn eiga ekki að búa í iðnaðarhúsnæði Húsnæðisvandinn bitnar helst á þeim sem minnst mega sín. Fjölmiðlar hafa birt fréttir af efnalitlum, einstæðum, mæðrum sem neyðst hafa til að flytja inn í ólöglegt iðnaðarhúsnæði með börn sín. Mörg dæmi eru um einhleypa meðlagsgreiðendur sem búa í iðnaðarhúsnæði eða bílskúrum án hreinlætisaðstöðu og annars sem flest okkar teljum tilheyra eðlilegu lífi. Í slíkum vistarverum er ekki hægt að hafa börn og það raskar umgengni barnanna við foreldra sína, börnunum til tjóns.Tafarlausra aðgerða er þörf Einn hópur býr við sérstaklega sára neyð. Það eru konur sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna heimilisofbeldis. Oft eiga þær börn sem þær taka með sér á flóttanum og margar þeirra leita skjóls hjá Samtökum um kvennaathvarf sem vinna lofsvert og óeigingjarnt starf í þágu fórnarlamba heimilisofbeldis. Því miður er þörfin fyrir athvarfið mjög mikil og því þurfa konurnar mögulega á endanum að velja milli þess að lenda á hrakhólum með börn sín eða snúa aftur á heimili ofbeldismannsins. Það er erfitt að hugsa til þess að þetta séu einu valkostirnir fyrir þessar konur og börn þeirra. Í komandi borgarstjórnarkosningum mun ég kjósa það framboð sem lofar að bæta úr þessu ástandi og hefur getu og vilja til að fylgja eftir því loforði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Reykjavíkurborg aðeins keypt 67 félagslegar leiguíbúðir þrátt fyrir að heimild sé fyrir því að kaupa 100 íbúðir á hverju ári, eins og kemur fram á heimasíðu Félagsbústaða í Reykjavík. Þessar íbúðir hafa hvergi nærri nægt til að mæta þeim bráða húsnæðisvanda sem er í Reykjavík enda býr fjöldi fólks í ólöglegu iðnaðarhúsnæði í borginni. Þetta ástand hefur varað um árabil án þess að á því hafi verið tekið.Börn eiga ekki að búa í iðnaðarhúsnæði Húsnæðisvandinn bitnar helst á þeim sem minnst mega sín. Fjölmiðlar hafa birt fréttir af efnalitlum, einstæðum, mæðrum sem neyðst hafa til að flytja inn í ólöglegt iðnaðarhúsnæði með börn sín. Mörg dæmi eru um einhleypa meðlagsgreiðendur sem búa í iðnaðarhúsnæði eða bílskúrum án hreinlætisaðstöðu og annars sem flest okkar teljum tilheyra eðlilegu lífi. Í slíkum vistarverum er ekki hægt að hafa börn og það raskar umgengni barnanna við foreldra sína, börnunum til tjóns.Tafarlausra aðgerða er þörf Einn hópur býr við sérstaklega sára neyð. Það eru konur sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna heimilisofbeldis. Oft eiga þær börn sem þær taka með sér á flóttanum og margar þeirra leita skjóls hjá Samtökum um kvennaathvarf sem vinna lofsvert og óeigingjarnt starf í þágu fórnarlamba heimilisofbeldis. Því miður er þörfin fyrir athvarfið mjög mikil og því þurfa konurnar mögulega á endanum að velja milli þess að lenda á hrakhólum með börn sín eða snúa aftur á heimili ofbeldismannsins. Það er erfitt að hugsa til þess að þetta séu einu valkostirnir fyrir þessar konur og börn þeirra. Í komandi borgarstjórnarkosningum mun ég kjósa það framboð sem lofar að bæta úr þessu ástandi og hefur getu og vilja til að fylgja eftir því loforði.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar