Seltjarnarnes unga fólksins Magnús Örn Guðmundsson skrifar 23. maí 2014 15:42 Það er varla hægt að hugsa sér betri uppeldisstað en Seltjarnarnes. Það er mikil viðurkenning fyrir sveitarfélagið, og þar með sjálfstæðismenn, að ungir Seltirningar vilji búa hér áfram og tryggja börnum sínum þau lífsgæði sem bærinn býður uppá. Góðir skólar og öflugt íþróttastarf eru lykilþættirnir í að hér er gott að ala upp börn. Staðsetning gerir það að verkum að börn ferðast stutta vegalengd í skóla, íþróttir og annað tómstundastarf. Vel skipulagt skólastarf og samstarf við Gróttu gerir daginn samfelldan með tilheyrandi þægindum fyrir börn og foreldra. Um 17% af rekstri bæjarins fara í íþrótta- og tómstundamál og yfir 50% fara í fræðslumál árið 2014. Fá bæjarfélög geta státað af slíkum myndarskap. En þetta er ekki sjálfgefið. Seltjarnarnesbær skuldar lítið í samanburði við önnur sveitarfélög. Skynsamur rekstur og lágar skuldir eru forsenda árangurs. Undir forystu sjálfstæðismanna hefur bærinn staðið dyggilega við barna- og unglingastarf Gróttu og það mikla sjálfboðastarf sem þar er unnið af foreldrum. Niðurstaðan er öflug forvörn og sterkari einstaklingar. Ungt fólk kann vel að meta lægra útsvar hér en í Reykjavík en tæplega 6% munar á álagningunni. Fasteignagjöld verða lækkuð um 5% á næsta ári og leikskólagjöld um 25%. Tómstundastyrkir munu hækka úr 30 þúsund í 50 þúsund. Um 40% íbúðarhúsnæðis á Seltjarnarnesi er undir 120fm að stærð og tæplega 60% er undir 150fm af stærð. Málflutningur vinstrimanna um húsnæðisskort ungra fjölskyldna er því villandi. Húsnæðisverð er vitanlega hátt á Seltjarnarnesi, í samræmi við þjónustu og lífsgæði Nessins – og lágar álögur. Seltjarnarnesbær laðar að sér barnafjölskyldur enda mælist ánægja þeirra hærri en í öðrum sveitarfélögum. Í kosningunum 31. maí óska sjálfstæðismenn eftir traustum meirihluta til að hér verði áfram eftirsóknarvert að ala upp börn. Og eldast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það er varla hægt að hugsa sér betri uppeldisstað en Seltjarnarnes. Það er mikil viðurkenning fyrir sveitarfélagið, og þar með sjálfstæðismenn, að ungir Seltirningar vilji búa hér áfram og tryggja börnum sínum þau lífsgæði sem bærinn býður uppá. Góðir skólar og öflugt íþróttastarf eru lykilþættirnir í að hér er gott að ala upp börn. Staðsetning gerir það að verkum að börn ferðast stutta vegalengd í skóla, íþróttir og annað tómstundastarf. Vel skipulagt skólastarf og samstarf við Gróttu gerir daginn samfelldan með tilheyrandi þægindum fyrir börn og foreldra. Um 17% af rekstri bæjarins fara í íþrótta- og tómstundamál og yfir 50% fara í fræðslumál árið 2014. Fá bæjarfélög geta státað af slíkum myndarskap. En þetta er ekki sjálfgefið. Seltjarnarnesbær skuldar lítið í samanburði við önnur sveitarfélög. Skynsamur rekstur og lágar skuldir eru forsenda árangurs. Undir forystu sjálfstæðismanna hefur bærinn staðið dyggilega við barna- og unglingastarf Gróttu og það mikla sjálfboðastarf sem þar er unnið af foreldrum. Niðurstaðan er öflug forvörn og sterkari einstaklingar. Ungt fólk kann vel að meta lægra útsvar hér en í Reykjavík en tæplega 6% munar á álagningunni. Fasteignagjöld verða lækkuð um 5% á næsta ári og leikskólagjöld um 25%. Tómstundastyrkir munu hækka úr 30 þúsund í 50 þúsund. Um 40% íbúðarhúsnæðis á Seltjarnarnesi er undir 120fm að stærð og tæplega 60% er undir 150fm af stærð. Málflutningur vinstrimanna um húsnæðisskort ungra fjölskyldna er því villandi. Húsnæðisverð er vitanlega hátt á Seltjarnarnesi, í samræmi við þjónustu og lífsgæði Nessins – og lágar álögur. Seltjarnarnesbær laðar að sér barnafjölskyldur enda mælist ánægja þeirra hærri en í öðrum sveitarfélögum. Í kosningunum 31. maí óska sjálfstæðismenn eftir traustum meirihluta til að hér verði áfram eftirsóknarvert að ala upp börn. Og eldast.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar